Heimir: Byrjunarliðið veikist ekkert Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júlí 2016 07:00 Strákarnir byrjuðu æfinguna í Annecy í gær á því að fara í skallatennis. Lars Lagerbäck fylgist með. vísir/vilhelm Leikmenn íslenska landsliðsins hófu í gær formlegan undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á Stade de France á sunnudag. Strákarnir fengu frí í fyrradag og nýttu sumir tímann til að fara í golf en aðrir tóku því rólega í Annecy, þeim fallega bæ sem skartaði sínu allra fegursta í gær. Þjálfararnir voru fljótir að kippa leikmönnum niður á jörðina eftir sigurinn gegn Englandi en Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, hafði sérstaklega orð á því á blaðamannafundi í fyrradag að hann hefði þurft að minna leikmenn sérstaklega á að halda fullri einbeitingu og fagmennsku, eftir að sumir mættu of seint í kvöldmat. „Auðvitað tekur maður þetta til sín,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason um atvikið og félagi hans í vörninni, Ragnar Sigurðsson, tók í svipaðan streng. „Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að menn gleyma hinu eða þessu. Þá verður alvöru kall eins og hann að skamma okkur aðeins,“ sagði Ragnar, sem segir að yfirleitt hafi leikmönnum gengið vel að halda sig á jörðinni. „Við höfum bara verið nokkuð rólegir á leiðinni heim frá leikjum, þó svo að við séum í skýjunum með árangurinn. Mér finnst að okkur hafi tekist ágætlega að halda ró okkar yfir öllu saman.“Svipað og gegn Englandi Birkir Bjarnason var einnig í hópi þeirra leikmanna sem ræddu við fjölmiðla fyrir æfinguna í gær og reiknar hann, eins og allir í íslenska liðinu, með erfiðum leik á sunnudag. „Frakkarnir eru með gríðarlega sterka einstaklinga og við þurfum að vera með allt okkar á hreinu til að fá eitthvað úr leiknum,“ sagði Birkir. Kári segir að það hafi rétt svo verið byrjað að ræða við leikmenn um hvað hafi gengið vel gegn Englandi og hvað hafi farið illa. „Það var gott að hlaða batteríin í gær, spila golf og hafa það rólegt. Nú förum við að snúa okkur að Frökkunum og byrjum að ræða þá í kvöld [í gærkvöldi],“ segir Kári. Ragnar reiknar með svipuðum leik gegn Frakklandi og Englandi. „Bæði vegna þess að þetta eru svipuð fótboltalið og þá mun það ekki breytast að við erum taldir mun ólíklegri til að vinna leikinn og þurfum að sanna okkur aftur,“ sagði varnarmaðurinn sterki.Breytingar veikja ekki liðið Varnarmaðurinn Adil Rami og miðjumaðurinn N’Golo Kante verða báðir í leikbanni í leiknum gegn Íslandi eftir að þeir fengu sína aðra áminningu í mótinu í leik Frakka gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum. „Miðað við þá leikmenn sem Frakkland á þá veikist liðið ekki neitt þrátt fyrir að það þurfi að fá aðra leikmenn í byrjunarliðið,“ sagði Heimir Hallgrímsson, en líklegast er að Samuel Umtiti og Eliaquim Mangala berjist um stöðu Rami í vörninni og þeir Moussa Sissoko og Yohan Cabaye um að koma inn á miðjuna. „Það koma bara öðruvísi gæði inn í liðið. Þetta er líklega besti leikmannahópurinn í mótinu ef við mælum það út frá gæðum einstaklinganna.“ Leikurinn fer fram á sunnudag en liðið heldur til Parísar á morgun. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Leikmenn íslenska landsliðsins hófu í gær formlegan undirbúning sinn fyrir leikinn gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum Evrópumótsins á Stade de France á sunnudag. Strákarnir fengu frí í fyrradag og nýttu sumir tímann til að fara í golf en aðrir tóku því rólega í Annecy, þeim fallega bæ sem skartaði sínu allra fegursta í gær. Þjálfararnir voru fljótir að kippa leikmönnum niður á jörðina eftir sigurinn gegn Englandi en Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, hafði sérstaklega orð á því á blaðamannafundi í fyrradag að hann hefði þurft að minna leikmenn sérstaklega á að halda fullri einbeitingu og fagmennsku, eftir að sumir mættu of seint í kvöldmat. „Auðvitað tekur maður þetta til sín,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason um atvikið og félagi hans í vörninni, Ragnar Sigurðsson, tók í svipaðan streng. „Það hefur komið nokkrum sinnum fyrir að menn gleyma hinu eða þessu. Þá verður alvöru kall eins og hann að skamma okkur aðeins,“ sagði Ragnar, sem segir að yfirleitt hafi leikmönnum gengið vel að halda sig á jörðinni. „Við höfum bara verið nokkuð rólegir á leiðinni heim frá leikjum, þó svo að við séum í skýjunum með árangurinn. Mér finnst að okkur hafi tekist ágætlega að halda ró okkar yfir öllu saman.“Svipað og gegn Englandi Birkir Bjarnason var einnig í hópi þeirra leikmanna sem ræddu við fjölmiðla fyrir æfinguna í gær og reiknar hann, eins og allir í íslenska liðinu, með erfiðum leik á sunnudag. „Frakkarnir eru með gríðarlega sterka einstaklinga og við þurfum að vera með allt okkar á hreinu til að fá eitthvað úr leiknum,“ sagði Birkir. Kári segir að það hafi rétt svo verið byrjað að ræða við leikmenn um hvað hafi gengið vel gegn Englandi og hvað hafi farið illa. „Það var gott að hlaða batteríin í gær, spila golf og hafa það rólegt. Nú förum við að snúa okkur að Frökkunum og byrjum að ræða þá í kvöld [í gærkvöldi],“ segir Kári. Ragnar reiknar með svipuðum leik gegn Frakklandi og Englandi. „Bæði vegna þess að þetta eru svipuð fótboltalið og þá mun það ekki breytast að við erum taldir mun ólíklegri til að vinna leikinn og þurfum að sanna okkur aftur,“ sagði varnarmaðurinn sterki.Breytingar veikja ekki liðið Varnarmaðurinn Adil Rami og miðjumaðurinn N’Golo Kante verða báðir í leikbanni í leiknum gegn Íslandi eftir að þeir fengu sína aðra áminningu í mótinu í leik Frakka gegn Írlandi í 16-liða úrslitunum. „Miðað við þá leikmenn sem Frakkland á þá veikist liðið ekki neitt þrátt fyrir að það þurfi að fá aðra leikmenn í byrjunarliðið,“ sagði Heimir Hallgrímsson, en líklegast er að Samuel Umtiti og Eliaquim Mangala berjist um stöðu Rami í vörninni og þeir Moussa Sissoko og Yohan Cabaye um að koma inn á miðjuna. „Það koma bara öðruvísi gæði inn í liðið. Þetta er líklega besti leikmannahópurinn í mótinu ef við mælum það út frá gæðum einstaklinganna.“ Leikurinn fer fram á sunnudag en liðið heldur til Parísar á morgun.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti