Erlent

Enskur landkönnuður látinn eftir Suðurskautsgöngu

Bjarki Ármannsson skrifar
Ganga Worsley var tilraun til að ljúka ókláraðri göngu hetju sinnar, Sir Ernest Shackleton, sem reyndi við Suðurskautslandið árið 1909.
Ganga Worsley var tilraun til að ljúka ókláraðri göngu hetju sinnar, Sir Ernest Shackleton, sem reyndi við Suðurskautslandið árið 1909. Vísir/AP
Enskur landkönnuður er látinn af völdum ofþornunar og örmögnunar eftir tilraun til þess að ganga yfir Suðurskautslandið einn síns liðs.

Henry Worsley, 55 ára fyrrverandi hermann, vantaði tæpa fimmtíu kílómetra upp á að klára göngu sína þegar björgunarsveitir sóttu hann.

Worsley óskaði eftir hjálp á laugardag og hafði þá gengið í rúma sjötíu daga. Hann lést á spítala í Síle í gær.

Meðal þeirra sem vottað hafa Worsley virðingu sína er Vilhjálmur Bretaprins, umsjónarmaður góðgerðarsjóðsins sem Worsley safnaði fé fyrir með göngunni.

Ganga Worsley var tilraun til að ljúka ókláraðri göngu hetju sinnar, Sir Ernest Shackleton, sem reyndi við Suðurskautslandið árið 1909. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×