Fótbolti

Grikkir aflýsa öllum fótboltaleikjum í landinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blóðheitar grískar fótboltabullur.
Blóðheitar grískar fótboltabullur. Vísir/Getty
Gríska knattspyrnusambandið hefur aflýst öllum fótboltaleikjum í landinu á næstunni eftir að forseti dómaranefndar sambandsins varð líklega fórnarlamb árásar á heimili sínu.

Ódæðismenn eru grunaðir um að hafa kveikt í húsi forsetans Giorgos Bikas og er húsið hans mikið skemmt. Bikas býr í norðurhluta landsins. BBC segir frá.

Hvorki Giorgos Bikas né aðrir meðlimir í fjölskyldu hans voru sem betur heima þegar kveikt var í húsinu.

Gríska knattspyrnusambandið gaf það strax út að engir deildar- eða bikarleikir færu fram fyrr en að rannsókn lyki á ástæðum brunans.

Það gengur oft mikið á í kringum fótboltaleiki í Grikklandi enda fótboltinn sem trúarbrögð á þessum stað álfunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×