Þúsundir manna voru mættir niður í miðbæ Zagreb í dag til þess að taka á móti liðinu og hrósa þeim fyrir frammistöðuna á mótinu.
Króatíu mætti með nokkuð breytt lið til leiks á EM og árangur liðsins fór fram úr væntingum margra í Króatíu. Þó svo Króatar séu vanir því að fagna sigrum á stórmótum þá var þjóðin greinilega hæstánægð með bronsið að þessu sinni.
Á móttökuathöfninni í dag voru haldnar ræður og svo tóku þekktir króatískir tónlistarmenn lagið við mikla hrifningu fólksins sem líklega þurfti ekkert að vinna í dag.
Hér að neðan má sjá er króatíska liðið lagði af stað með rútu niður í miðbæ. Fólk var alls staðar að fagna þeim.

Krenuli smo prema Trgu!!!
— #iznadsvihHrvatska (@HRStwitt) February 1, 2016
Vidimo se. #iznadsvihHrvatska pic.twitter.com/M6eXbVll9r