Erlent

Ísbogi hrundi með látum í Argentínu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gríðarlega mikill ísbogi hrundi með tilþrifum í dag.
Gríðarlega mikill ísbogi hrundi með tilþrifum í dag. Vísir/AFP
Ísbogi sem myndaðist hafði við Perito Moreno jökulinn í suðurhluta Argentínu hrundi með tilþrifum í dag líkt og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.

Um 3 þúsund ferðamenn höfðu safnast saman til þess að verða vitni að því þegar ísboginn hrundi. 

Ísboginn myndast reglulega, á 2-4 ára fresti, á milli jökulsins og fjöruborðs Argentino-stöðuvatnsins. Myndar jökullinn klakastíflu sem kemur í veg fyrir vatnsflæði í stöðuvatnið. Vatnið nær þó að lokum að brjótast í gegnum stífluna og mynda göng þannig að úr verður ísbogi.

 

#Glaciar #CalafateDespués de 4 años, el Perito Moreno se rompió y volvió a dar un espectáculo único http://bit.ly/1nzwsJ6

Posted by Télam Agencia Nacional de Noticias on Thursday, 10 March 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×