Kynning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum Þorvaldur Örn Árnason skrifar 10. mars 2016 09:50 Fyrir tæpum áratug síðan gerðu Sveitarfélagið Vogar og Fornleifastofnun Íslands með sér samning um aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu. Verkinu er að ljúka og verður afraksturinn kynntur á fundi í bókasafninu í Stóru-Vogaskóla á laugardaginn 12. mars kl. 15. Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur, verður með skygnusýningu og skýringar og svarar fyrirspurnum. Búast má við áhugaverðri kynningu, m.a. vegna þess að Kristborg hefur teiknað fjölda fornminja listavel og auk þess tekið ljósmyndir og teiknað fornleifakort þar sem fornleifar eru merktar inn á með GPS-nákvæmni eins og sjá má í skýrslunum. Allir eru velkomnir! Verkefnið er unnið samkvæmt stöðlum Fornleifastofnunar um skráningu fornleifa og niðurstöður skráðar í gagnagrunn sem nær til alls landsins. Þess má geta að Fornleifastofnun Íslands er sjálfseignarstofnun undir stjórn fornleifafræðinga, en ekki ríkisstofnun eins og nafnið gæti bent til. Samkvæmt lögum eru fornleifar hvers kyns mannvistarleifar, eitthvað sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, og eru 100 ára og eldri. Ekki aðeins mannvirki heldur einnig staðir sem tengjast menningu og atvinnuvegum. Gott dæmi um það eru varirnar með allri ströndinni sem róið var úr um aldir. Ef nauðsynlegt er talið að spilla fornleifum eða hylja þær, þarf að leita heimildar Minjastofnunar Íslands. Starfsmenn Fornleifastofnunar skipulögðu tilhögun verksins, en tóku tillit til óska sveitarfélagsins um forgang tiltekinna skipulagssvæða. Sveitarfélagið veitti aðgang að tölvutækum loftmyndum til notkunar við skráninguna. Fornleifastofnun skilar staðsetningarhnitum fornleifa í sveitarfélaginu á tölvutæku formi sem má varpa inn á stafrænar loftmyndir og nýtist við skipulagsgerð. Sveitarfélagið Vogar hefur afnotarétt af afrakstri skráningarinnar, enda kostaði það vinnuna, en höfunda ber ætíð að geta. Verkinu er skilað í þremur skýrslum. Sú fyrsta kom út 2011, önnur 2014 og sú þriðja og síðasta er að koma út nú. Fornleifarnar eru vel á annað þúsund og skráðar og númeraðar eftir jörðum (lögbýlum). Hægt er að skoða tvær fyrstu skýrslurnar hér á vef sveitarfélagsins og sú þriðja verður aðgengileg þar innan skamms: https://www.vogar.is/Umhverfismal/Fornleifar_i_Vogum/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum áratug síðan gerðu Sveitarfélagið Vogar og Fornleifastofnun Íslands með sér samning um aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu. Verkinu er að ljúka og verður afraksturinn kynntur á fundi í bókasafninu í Stóru-Vogaskóla á laugardaginn 12. mars kl. 15. Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur, verður með skygnusýningu og skýringar og svarar fyrirspurnum. Búast má við áhugaverðri kynningu, m.a. vegna þess að Kristborg hefur teiknað fjölda fornminja listavel og auk þess tekið ljósmyndir og teiknað fornleifakort þar sem fornleifar eru merktar inn á með GPS-nákvæmni eins og sjá má í skýrslunum. Allir eru velkomnir! Verkefnið er unnið samkvæmt stöðlum Fornleifastofnunar um skráningu fornleifa og niðurstöður skráðar í gagnagrunn sem nær til alls landsins. Þess má geta að Fornleifastofnun Íslands er sjálfseignarstofnun undir stjórn fornleifafræðinga, en ekki ríkisstofnun eins og nafnið gæti bent til. Samkvæmt lögum eru fornleifar hvers kyns mannvistarleifar, eitthvað sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, og eru 100 ára og eldri. Ekki aðeins mannvirki heldur einnig staðir sem tengjast menningu og atvinnuvegum. Gott dæmi um það eru varirnar með allri ströndinni sem róið var úr um aldir. Ef nauðsynlegt er talið að spilla fornleifum eða hylja þær, þarf að leita heimildar Minjastofnunar Íslands. Starfsmenn Fornleifastofnunar skipulögðu tilhögun verksins, en tóku tillit til óska sveitarfélagsins um forgang tiltekinna skipulagssvæða. Sveitarfélagið veitti aðgang að tölvutækum loftmyndum til notkunar við skráninguna. Fornleifastofnun skilar staðsetningarhnitum fornleifa í sveitarfélaginu á tölvutæku formi sem má varpa inn á stafrænar loftmyndir og nýtist við skipulagsgerð. Sveitarfélagið Vogar hefur afnotarétt af afrakstri skráningarinnar, enda kostaði það vinnuna, en höfunda ber ætíð að geta. Verkinu er skilað í þremur skýrslum. Sú fyrsta kom út 2011, önnur 2014 og sú þriðja og síðasta er að koma út nú. Fornleifarnar eru vel á annað þúsund og skráðar og númeraðar eftir jörðum (lögbýlum). Hægt er að skoða tvær fyrstu skýrslurnar hér á vef sveitarfélagsins og sú þriðja verður aðgengileg þar innan skamms: https://www.vogar.is/Umhverfismal/Fornleifar_i_Vogum/
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar