Menning

Fyrirlestur og leiðsögn í Listasafninu á Akureyri

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Sýning Jóns, …úr rústum og rusli tímans rennur sinnt skeið á sunnudaginn.
Sýning Jóns, …úr rústum og rusli tímans rennur sinnt skeið á sunnudaginn.
Fyrirlestur í tengslum við sýningu Jóns Laxdal Halldórssonar …úr rústum og rusli tímans, og útgáfu samnefndrar viðtalsbókar Guðbrands Siglaugssonar, verður í dag, 10. mars, klukkan 17.15 í Miðsal Listasafnsins á Akureyri.

G.Erla – Guðrún Erla Geirsdóttir, myndhöfundur og listfræðingur, heldur hann undir yfirskriftinni Frá týndum myndlistarkonum til Guerrilla Girls.

En áður en að því kemur, eða milli klukkan 12 og 13, verður Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýningarstjóri með leiðsögn um samsýninguna Sköpun bernskunnar 2016 í Ketilhúsi og Haraldur Ingi Haraldsson verkefnastjóri með leiðsögn um ofangreinda sýningu Jóns Laxdals og sýningu Noemi Niederhauser, Ráfandi skrúðganga.

Tveimur síðarnefndusýningunum  lýkur á sunnudaginn, 13. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×