Erlent

Fréttamaður varð næstum fyrir bíl í beinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Alex Savidge þakkar myndatökumanni sínum fyrir að ekki hafi farið verr.
Alex Savidge þakkar myndatökumanni sínum fyrir að ekki hafi farið verr.
Fréttamaðurinn Alex Savidge var í beinni útsendingu í San Francisco á þriðjudagsmorgun þegar hann varð næstum því fyrir bíl. Hann stóð á bílastæði við fjölfarinn veg og var að fjalla um lestarslys sem hafði orðið á svæðinu.

Þá var ekið á bíl sem fór út af veginum og lenti næstum á Savidge sem var í beinni útsendingu. Hann þakkar myndatökumanni sínum fyrir að ekki hafi farið verr. Myndatökumaðurinn Chip Vaughan slapp naumlega en bílnum var ekið á myndavélina.

CLOSE CALL: It was a very scary moment this morning as Alex Savidge KTVU was live on Mornings on 2.A car crashed...

Posted by KTVU Channel 2 on Tuesday, March 8, 2016
Savidge segir að Vaughan hafi sagt sér að fara frá og að hann hafi bara fyrir tilviljun hoppað til hægri en ekki til vinstri.

Samkvæmt frétt KTVU, þar sem Savidge og Vaughan vinna, segir lögreglan að konan sem ók hvíta bílnum hafi beygt í veg fyrir hinn bílinn. Þá hafi hún ýtt á bensíngjöfina en ekki bremsuna við slysið og þess vegna hafi hún keyrt svo hratt fram hjá fréttamanninum og myndatökumanninum.

Hún hefur verið svipt ökuleyfi sínu.

Savidge þakkar Vaughan fyrir Lengri útgáfa Savidge birti þetta myndband á Facebooksíðu sinni

Close Call!! Almost got hit by a car live on-air, heart still pounding.

Posted by Alex Savidge KTVU on Tuesday, March 8, 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×