Erlent

Nashyrningar skotnir í stórum stíl á síðasta ári

Að sögn Traffic hefur eftirspurnin eftir nashyrningshornum fyrst og fremst aukist í Víetnam.
Að sögn Traffic hefur eftirspurnin eftir nashyrningshornum fyrst og fremst aukist í Víetnam. Vísir/Getty
Nashyrningaveiðar færðust í vöxt í Afríku á síðasta ári, sjötta árið í röð. Að minnsta kosti 1338 dýr voru felld í fyrra svo veiðiþjófar gætu skorið af þeim hornin og selt dýru verði.

Svo mörg dýr hafa ekki verið felld á einu ári um áratuga skeið, að því er segir í frétt um málið á breska ríkisútvarpinu. frá árinu 2008 hafa tæplega sexþúsund nashyrningar verið drepnir þótt vísindamenn óttist raunar að þeir séu enn fleiri.

Ástæðan fyrir þessu er stóraukin eftirspurn frá Asíu. Þar trúa menn þeirri bábilju að hornin hafi lækningamátt og eftir að fleiri og fleiri þar um slóðir komust í miklar álnir hefur verðið á hornunum stigvaxið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×