Umræða um áfengi á villigötum Stefán Hrafn Jónsson skrifar 10. mars 2016 07:00 Enn á ný er drjúgum tíma þingmanna varið í að koma áfengi í matvöruverslanir, að „...smásala [áfengis] verði að ákveðnu marki frjáls“. Rökstuðningur fyrir þessum breytingum snýr annars vegar að því hvert hlutverk ríkisins eigi að vera og hins vegar um frelsi fólks. Vissulega eru það rök, en léttvæg í þessu samhengi. Morfín er lögleg vara en sala þess er ekki frjáls. Sama á við um skotvopn. Þó varan sé lögleg er samfélagsleg sátt um að salan sæti hömlum til að takmarka skaðsemi hennar. Af illri nauðsyn erum við bæði með dýr ríkisrekin gjaldeyrishöft og dýra ríkisrekna áfengisverslun, án þessara takmarkana væri ástand samfélagsins mun verra en nú er. Ástæða gjaldeyrishafta mun að sögn hverfa í bráð en ástæður áfengisverslunar ríkisins ekki. Ríkissala áfengis felur í sér eftirsóknarverðar hömlur á áfengisneyslu að mati sérfræðinga um áfengismál og eru ein öflugasta forvörnin. Samanburður vopnalöggjafar ríkja heims sýnir glöggt þau áhrif sem hömlur geta haft.Áfengisvandi herjar ekki bara á áfengissjúklinga Strax um 1960-70 þekktu erlendir sérfræðingar að áfengisvandi er ekki aðeins vandamál fárra ofdrykkjumanna heldur er vandinn samfélagslegur. Umræðan hér á landi ber þess því miður ekki merki að þessi þekking sé til staðar hjá öllum þeim sem fjalla um áfengismál. Í umræðunni er áfengisvandi talinn aðeins eiga við áfengissjúklinga, það er rangt. Skaðsemi af áfengisneyslu eru bæði félagsleg (ýmist langtíma eða skammtíma) og heilsufarsleg (ýmist langtíma eða bráður, t.d. morð og banaslys). Við getum ekki bara fjallað um einn þessara flokka og talið umræðuna afgreidda. Aukið aðgengi eykur ekkert endilega neyslu þeirra sem drekka hvað mest, dæmið er mun flóknara. Skaðsemi áfengisneyslu í samfélaginu er mest meðal þeirra sem drekka miðlungsmikið, vegna þess að margir eru í þeim hópi. Áhættan á skaðsemi hjá hverjum og einum miðlungsdrykkjumanni er minni en hjá ofdrykkjumanni. En áhættan vegin upp með fjöldanum gerir umfang vandans mestan í hópi miðlungsdrykkjumanna. Aukið aðgengi eykur neyslu miðlungsdrykkjufólks, fleiri óvirkir falla mögulega og aukin neysla mun þannig auka álag á löggæslu, heilbrigðiskerfið, félagsmálayfirvöld, skólakerfið og fleiri fjársveltar stofnanir samfélagsins. Rannsóknir sýna að aðeins lítill hluti þeirra sem kaupa snakk í verslunum (10%) höfðu ætlað sér það þegar þeir fóru inn í verslunina. Svipað mun að öllum líkindum eiga sér stað með áfengi fyrir hluta fólks. Ef áfengi verður selt í matvöruverslunum mun það auka neyslu og þar með áfengistengd vandamál. Þetta gerist óháð því hvort okkur finnst að ríkið eigi að selja áfengi eða ekki. Aðgengi snýst ekki aðeins um hversu margir útsölustaðirnir eru heldur einnig um það hversu oft áfengi er í hillunum þegar farið er í innkaupaferð.Frumvarpið er ekki gott Frumvarpið sem þingmenn fjalla nú um er afar umdeilt vegna þess að það mun valda miklum skaða ef það verður samþykkt. Frumvarpið talar aðeins um hættuna af áfengisneyslu á tveimur stöðum. Annað vegar þegar rætt er um hlutverk ÁTVR um að draga úr skaða áfengis og hins vegar um hættu sem fólki stafar af neyslu heimabruggs; „fjölmörg dæmi eru um að fólk hafi veikst alvarlega eftir að hafa drukkið það [heimabrugg]“. Rannsóknir hafa einmitt sýnt að milljónir manna hafa veikst alvarlega og síðar látist eftir að hafa drukkið löglegt áfengi. Skorpulifur og krabbamein herja ekki aðeins á alka sem drekka heimabrugg, áfengisneysla eykur líkur á fjölmörgum sjúkdómum hjá þorra þeirra sem drekka áfengi, aðrir þættir hafa líka áhrif.Ákvarðanir ríkisvaldsins hafa áhrif Ég er sammála frumvarpsmönnum að ákvarðanir ríkisvaldsins geta haft áhrif á tíðni sjúkdóma í kjölfar áfengisneyslu. En ég get ekki skilið af hverju þingmenn einblína á skaðleg áhrif heimabruggs en vilja auka sölu löglegs áfengis. Sala og neysla á áfengi er heilbrigðismál, en í þessu frumvarpi koma orðin sjúkdómur, slys, dauðsfall og andlát hvergi fyrir. Hvergi er sem dæmi minnst á áhættuna á auknum fjölda banaslysa í umferðinni. En opinberlega skal ræða í drep kostnað við rekstur vínbúða ÁTVR. Vissulega er fjallað um skaðaminnkun einu sinni og lýðheilsu nokkrum sinnum í frumvarpinu, m.a. að auka fé til forvarna. Ríkisala áfengis er ein öflugasta forvörnin, vissulega kostar sú forvörn en mun minna en augljósar afleiðingar aukinnar neyslu. Áfengisvandi er alvarlegri en svo að við getum óskað okkur hann í burtu með orðunum ‚mér finnst‘. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Enn á ný er drjúgum tíma þingmanna varið í að koma áfengi í matvöruverslanir, að „...smásala [áfengis] verði að ákveðnu marki frjáls“. Rökstuðningur fyrir þessum breytingum snýr annars vegar að því hvert hlutverk ríkisins eigi að vera og hins vegar um frelsi fólks. Vissulega eru það rök, en léttvæg í þessu samhengi. Morfín er lögleg vara en sala þess er ekki frjáls. Sama á við um skotvopn. Þó varan sé lögleg er samfélagsleg sátt um að salan sæti hömlum til að takmarka skaðsemi hennar. Af illri nauðsyn erum við bæði með dýr ríkisrekin gjaldeyrishöft og dýra ríkisrekna áfengisverslun, án þessara takmarkana væri ástand samfélagsins mun verra en nú er. Ástæða gjaldeyrishafta mun að sögn hverfa í bráð en ástæður áfengisverslunar ríkisins ekki. Ríkissala áfengis felur í sér eftirsóknarverðar hömlur á áfengisneyslu að mati sérfræðinga um áfengismál og eru ein öflugasta forvörnin. Samanburður vopnalöggjafar ríkja heims sýnir glöggt þau áhrif sem hömlur geta haft.Áfengisvandi herjar ekki bara á áfengissjúklinga Strax um 1960-70 þekktu erlendir sérfræðingar að áfengisvandi er ekki aðeins vandamál fárra ofdrykkjumanna heldur er vandinn samfélagslegur. Umræðan hér á landi ber þess því miður ekki merki að þessi þekking sé til staðar hjá öllum þeim sem fjalla um áfengismál. Í umræðunni er áfengisvandi talinn aðeins eiga við áfengissjúklinga, það er rangt. Skaðsemi af áfengisneyslu eru bæði félagsleg (ýmist langtíma eða skammtíma) og heilsufarsleg (ýmist langtíma eða bráður, t.d. morð og banaslys). Við getum ekki bara fjallað um einn þessara flokka og talið umræðuna afgreidda. Aukið aðgengi eykur ekkert endilega neyslu þeirra sem drekka hvað mest, dæmið er mun flóknara. Skaðsemi áfengisneyslu í samfélaginu er mest meðal þeirra sem drekka miðlungsmikið, vegna þess að margir eru í þeim hópi. Áhættan á skaðsemi hjá hverjum og einum miðlungsdrykkjumanni er minni en hjá ofdrykkjumanni. En áhættan vegin upp með fjöldanum gerir umfang vandans mestan í hópi miðlungsdrykkjumanna. Aukið aðgengi eykur neyslu miðlungsdrykkjufólks, fleiri óvirkir falla mögulega og aukin neysla mun þannig auka álag á löggæslu, heilbrigðiskerfið, félagsmálayfirvöld, skólakerfið og fleiri fjársveltar stofnanir samfélagsins. Rannsóknir sýna að aðeins lítill hluti þeirra sem kaupa snakk í verslunum (10%) höfðu ætlað sér það þegar þeir fóru inn í verslunina. Svipað mun að öllum líkindum eiga sér stað með áfengi fyrir hluta fólks. Ef áfengi verður selt í matvöruverslunum mun það auka neyslu og þar með áfengistengd vandamál. Þetta gerist óháð því hvort okkur finnst að ríkið eigi að selja áfengi eða ekki. Aðgengi snýst ekki aðeins um hversu margir útsölustaðirnir eru heldur einnig um það hversu oft áfengi er í hillunum þegar farið er í innkaupaferð.Frumvarpið er ekki gott Frumvarpið sem þingmenn fjalla nú um er afar umdeilt vegna þess að það mun valda miklum skaða ef það verður samþykkt. Frumvarpið talar aðeins um hættuna af áfengisneyslu á tveimur stöðum. Annað vegar þegar rætt er um hlutverk ÁTVR um að draga úr skaða áfengis og hins vegar um hættu sem fólki stafar af neyslu heimabruggs; „fjölmörg dæmi eru um að fólk hafi veikst alvarlega eftir að hafa drukkið það [heimabrugg]“. Rannsóknir hafa einmitt sýnt að milljónir manna hafa veikst alvarlega og síðar látist eftir að hafa drukkið löglegt áfengi. Skorpulifur og krabbamein herja ekki aðeins á alka sem drekka heimabrugg, áfengisneysla eykur líkur á fjölmörgum sjúkdómum hjá þorra þeirra sem drekka áfengi, aðrir þættir hafa líka áhrif.Ákvarðanir ríkisvaldsins hafa áhrif Ég er sammála frumvarpsmönnum að ákvarðanir ríkisvaldsins geta haft áhrif á tíðni sjúkdóma í kjölfar áfengisneyslu. En ég get ekki skilið af hverju þingmenn einblína á skaðleg áhrif heimabruggs en vilja auka sölu löglegs áfengis. Sala og neysla á áfengi er heilbrigðismál, en í þessu frumvarpi koma orðin sjúkdómur, slys, dauðsfall og andlát hvergi fyrir. Hvergi er sem dæmi minnst á áhættuna á auknum fjölda banaslysa í umferðinni. En opinberlega skal ræða í drep kostnað við rekstur vínbúða ÁTVR. Vissulega er fjallað um skaðaminnkun einu sinni og lýðheilsu nokkrum sinnum í frumvarpinu, m.a. að auka fé til forvarna. Ríkisala áfengis er ein öflugasta forvörnin, vissulega kostar sú forvörn en mun minna en augljósar afleiðingar aukinnar neyslu. Áfengisvandi er alvarlegri en svo að við getum óskað okkur hann í burtu með orðunum ‚mér finnst‘.
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar