Nýtt kerfi almannatrygginga – verulegar kjarabætur Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar 10. mars 2016 07:00 Í grein sem Björgvin Guðmundsson skrifar í Fréttablaðið 8. mars sl. segir í fyrirsögn: „Engar kjarabætur í tillögum um almannatryggingar“. Björgvin er mikill baráttumaður fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja og hefur skrifað margar greinar um þau mál. Endurskoðunarnefnd almannatrygginga hefur skilað skýrslu til ráðherra og Björgvin fer vel yfir aðalatriði skýrslunnar. Þessi fyrirsögn hans á greininni er hins vegar villandi þar sem það nýja kerfi sem endurskoðunarnefndin hefur lagt til, hefur í för með sér bætt kjör fyrir stóran hóp lífeyrisþega. Það er hins vegar rétt hjá honum að grunnupphæð sem lagt er upp með í tillögunum er sú sama og gildir eftir 1. janúar sl. eða 246.902 kr á mánuði fyrir þá sem búa einir og hafa heimilisuppbót. Þessi upphæð gildir eftir 9,7% hækkun 1. janúar sl. Þetta gildir um þá sem hafa engar aðrar tekjur sér til framfærslu en lífeyri almannatrygginga. Það á hins vegar við afar fáa eldri borgara, því flestir þeirra eru að fá einhvern lífeyri úr lífeyrissjóðum. Það hefur undanfarin ár verið gagnrýnt af mörgum m.a bæði af mér og Björgvin, að ef fólk hefur t.d. 70.000 kr. úr sínum lífeyrissjóði þá sé það jafnsett fjárhagslega og þó það hefði ekkert úr lífeyrissjóði og væri með strípaðar bætur almannatrygginga. Þannig er það í núverandi kerfi almannatrygginga vegna þess að 100% skerðing er á framfærsluuppbótinni vegna allra tekna eða krónu á móti krónu skerðing eins og það er kallað og svo bætast við skerðingar á öðrum tekjuliðum sem eru mjög mismunandi, en hafa einnig áhrif. Ég get hins vegar alveg fallist á það með Björgvin að grunnupphæð bóta almannatrygginga þyrfti að hækka meira til að fólk hafi sæmilega framfærslu af þeim. Verkefni endurskoðunarnefndarinnar var fyrst og fremst kerfisbreytingar, sem eru umtalsverðar og niðurstaðan er miðuð við það. Tillögurnar bæta þó ekki kjör allra og það þarf að sníða ýmsa agnúa af við samningu frumvarps og við þurfum að fylgjast áfram með hvernig því miðar áfram. Sérstaklega á þetta við um atvinnutekjur og hefur Landssamband eldri borgara lagt til í sinni bókun með tillögunum að áfram gildi frítekjumark hvað varðar þær tekjur. Með sveigjanlegri starfslokum og hækkun lífeyrisaldurs er verið að skapa hvata til vinnu ef fólk hefur heilsu og löngun til. Ef sá hvati er ekki fyrir hendi fjárhagslega, þá fellur það markmið um sjálft sig.Hækkun með nýju tillögunum Með nýju tillögunum mundu þeir sem hafa 70.000 kr í tekjur á mánuði úr lífeyrissjóði fá hækkun upp á krónur 31.958.- ef þeir búa með öðrum og eru ekki með heimilisuppbót, og 28.578. kr. ef þeir búa einir og eru með heimilisuppbót (útreikningar Tryggingarstofnunar). Það fer síðan smálækkandi eftir tekjum og við 470.000 kr. lífeyrissjóðstekjur falla allar greiðslur frá almannatryggingum niður. Jafnframt eru tillögurnar að bæta hag þeirra sem hafa einhverjar fjármagnstekjur þ.e. vaxtatekjur. Á þær tekjur var sett mikil skerðing árið 2009 sem ekki hefur verið leiðrétt. Með nýju tillögunum er það í rauninni gert og gott betur þar sem skerðingin hafði verið 50% af fjármagnstekjum fyrir breytingu 2009 en verður nú 45 prósent. Þá þykir mér sú fullyrðing Björgvins að stjórnvöld muni hugsa sér gott til glóðarinnar að láta lífeyrisþega sjálfa greiða kostnaðinn við breytingarnar með hækkun lífeyrisaldurs í 70 ár vera nokkuð langsótt þar sem það gerist á 24 árum samkvæmt tillögum nefndarinnar. Ef þær tillögur sem nefndin hefur lagt til verða að veruleika kosta þær ríkissjóð árlega 9-10 milljarða króna. Það liggur í augum uppi að það hlýtur að koma mörgum til góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Í grein sem Björgvin Guðmundsson skrifar í Fréttablaðið 8. mars sl. segir í fyrirsögn: „Engar kjarabætur í tillögum um almannatryggingar“. Björgvin er mikill baráttumaður fyrir bættum kjörum aldraðra og öryrkja og hefur skrifað margar greinar um þau mál. Endurskoðunarnefnd almannatrygginga hefur skilað skýrslu til ráðherra og Björgvin fer vel yfir aðalatriði skýrslunnar. Þessi fyrirsögn hans á greininni er hins vegar villandi þar sem það nýja kerfi sem endurskoðunarnefndin hefur lagt til, hefur í för með sér bætt kjör fyrir stóran hóp lífeyrisþega. Það er hins vegar rétt hjá honum að grunnupphæð sem lagt er upp með í tillögunum er sú sama og gildir eftir 1. janúar sl. eða 246.902 kr á mánuði fyrir þá sem búa einir og hafa heimilisuppbót. Þessi upphæð gildir eftir 9,7% hækkun 1. janúar sl. Þetta gildir um þá sem hafa engar aðrar tekjur sér til framfærslu en lífeyri almannatrygginga. Það á hins vegar við afar fáa eldri borgara, því flestir þeirra eru að fá einhvern lífeyri úr lífeyrissjóðum. Það hefur undanfarin ár verið gagnrýnt af mörgum m.a bæði af mér og Björgvin, að ef fólk hefur t.d. 70.000 kr. úr sínum lífeyrissjóði þá sé það jafnsett fjárhagslega og þó það hefði ekkert úr lífeyrissjóði og væri með strípaðar bætur almannatrygginga. Þannig er það í núverandi kerfi almannatrygginga vegna þess að 100% skerðing er á framfærsluuppbótinni vegna allra tekna eða krónu á móti krónu skerðing eins og það er kallað og svo bætast við skerðingar á öðrum tekjuliðum sem eru mjög mismunandi, en hafa einnig áhrif. Ég get hins vegar alveg fallist á það með Björgvin að grunnupphæð bóta almannatrygginga þyrfti að hækka meira til að fólk hafi sæmilega framfærslu af þeim. Verkefni endurskoðunarnefndarinnar var fyrst og fremst kerfisbreytingar, sem eru umtalsverðar og niðurstaðan er miðuð við það. Tillögurnar bæta þó ekki kjör allra og það þarf að sníða ýmsa agnúa af við samningu frumvarps og við þurfum að fylgjast áfram með hvernig því miðar áfram. Sérstaklega á þetta við um atvinnutekjur og hefur Landssamband eldri borgara lagt til í sinni bókun með tillögunum að áfram gildi frítekjumark hvað varðar þær tekjur. Með sveigjanlegri starfslokum og hækkun lífeyrisaldurs er verið að skapa hvata til vinnu ef fólk hefur heilsu og löngun til. Ef sá hvati er ekki fyrir hendi fjárhagslega, þá fellur það markmið um sjálft sig.Hækkun með nýju tillögunum Með nýju tillögunum mundu þeir sem hafa 70.000 kr í tekjur á mánuði úr lífeyrissjóði fá hækkun upp á krónur 31.958.- ef þeir búa með öðrum og eru ekki með heimilisuppbót, og 28.578. kr. ef þeir búa einir og eru með heimilisuppbót (útreikningar Tryggingarstofnunar). Það fer síðan smálækkandi eftir tekjum og við 470.000 kr. lífeyrissjóðstekjur falla allar greiðslur frá almannatryggingum niður. Jafnframt eru tillögurnar að bæta hag þeirra sem hafa einhverjar fjármagnstekjur þ.e. vaxtatekjur. Á þær tekjur var sett mikil skerðing árið 2009 sem ekki hefur verið leiðrétt. Með nýju tillögunum er það í rauninni gert og gott betur þar sem skerðingin hafði verið 50% af fjármagnstekjum fyrir breytingu 2009 en verður nú 45 prósent. Þá þykir mér sú fullyrðing Björgvins að stjórnvöld muni hugsa sér gott til glóðarinnar að láta lífeyrisþega sjálfa greiða kostnaðinn við breytingarnar með hækkun lífeyrisaldurs í 70 ár vera nokkuð langsótt þar sem það gerist á 24 árum samkvæmt tillögum nefndarinnar. Ef þær tillögur sem nefndin hefur lagt til verða að veruleika kosta þær ríkissjóð árlega 9-10 milljarða króna. Það liggur í augum uppi að það hlýtur að koma mörgum til góða.
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar