Enski boltinn

Segja landsliðsþjálfarann taka mikla áhættu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins.
Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins. Vísir/Getty
Ensku blöðin bregðast að sjálfsögðu við vali enska EM-hópinn á baksíðum sínum í morgun en Roy Hodgson gaf það út í gær hvaða 23 leikmenn verði með liðinu á EM.

Blöðin eru sammála um eitt og það er það að Roy Hodgson sé að taka mikla áhættu í vali sínu.

Roy Hodgson ákvað að skilja eftir þá Andros Townsend hjá Newcastle og Danny Drinkwater hjá Leicester City en hann valdi þess í stað fimm framherja í hópinn.

Framherjarnir Daniel Sturridge hjá Liverpool og Marcus Rashford hjá Manchester United eru því báðir með en flestir bjuggust við því að valið stæði á milli þeirra.

Auk þeirra eru í hópnum þeir Wayne Rooney frá Manchester United, Harry Kane frá Tottenham Hotspur og Jamie Vardy frá Leicester City.

Þrír síðustu leikmennirnir sem duttu út úr hópnum eru því allt leikmenn sem spiluðu á miðjunni eða út á kanti og tveir af miðjumönnum hópsins, Jordan Henderson frá Liverpool og Jack Wilshere frá Arsenal hafa verið mikið meiddir á þessu tímabili.

Þeir Wilshere og Henderson eru þar í hópi með áðurnefndum Daniel Sturridge sem hefur líka misst mikið úr vegna meiðsla.

Daily Mirror fer svo langt að bjóða upp á fyrirsögnina „Roy The Gambler" undir myndum af þessum þremur meiðslapésum sem allt eru góðir leikmenn en um leið er erfitt að treysta á það að þeir haldist heilir á EM í sumar.

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um nokkrar af fyrirsögnum ensku blaðanna í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×