Fyrrverandi dómarar fá 26 prósent hækkun á eftirlaunum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR. vísir/valli Sú ákvörðun kjararáðs í desember að hækka laun dómara leiðir til þess að eftirlaun 29 fyrrverandi dómara eða maka fyrrverandi dómara hækka um 26 prósent. Af úrskurði kjararáðs frá 17. desember má ráða að ástæða launahækkunar dómaranna sé annars vegar auknar kröfur til dómara og hins vegar nauðsyn þess að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Tímabundnar álagsgreiðslur sem dómarar fengu í kjölfar hrunsins voru felldar inn í dagvinnulaun um áramótin með sértækri ákvörðun kjararáðs. Þótt dagvinnulaunin hafi með því hækkað um 26 prósent hækkuðu heildarlaun dómaranna í flestum tilfellum þá í kring um 8 prósent - eftir að hafa hækkað um 9,3 prósent í almennri hækkun í nóvember eins og hjá öðrum sem heyra undir kjararáð. "Fram hefur komið að sífellt flóknara laga- og viðskiptaumhverfi geri auknar kröfur til dómara og fyrir dómstólum liggja flóknari og umfangsmeiri mál en áður. Við ákvörðun launakjara dómara verður ekki litið fram hjá þessari staðreynd," segir kjararáð í úrskurði. Einnig segir kjararáð nauðsynlegt að taka tillit til þess að dómsvaldið sé einn þriggja hornsteina ríkisvaldsins og það veiti löggjafar- og framkvæmdarvaldi aðhald. "Vegna þessa er nauðsynlegt að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði dómara og þannig leitast við að efla trúverðugleika dómstóla," segir kjararáð. Hvernig þessar tvær meginástæður varða fyrrverandi dómara eða þá sem þiggja lífeyri sem makar fyrrverandi dómara blasir ef til vill ekki við. Þó fá þeir úr þessum hópi sem völdu að þiggja lífeyri á svokallaðri eftirmannsreglu þá 26 prósent hækkun sem nú er orðin á dagvinnulaunum starfandi dómara. "Um var að ræða 7 flokka hækkun eða rúmlega 26 prósent frá 1. janúar 2016," segir í svari frá LSR. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, segir það alltaf mat lífeyrissjóðsins hvort það séu orðnar það verulegar breytingar á störfum að ekki sé lengur um sama starf að ræða. “Í þessu tilviki metum við það sem svo að þarna er áfram um sama starf að ræða þótt svo að það séu orðnar talsverðar breytingar á umfangi starfsins eins og því er lýst í úrskurði kjararáðs," segir Haukur. Aðspurður segir Haukur ekki dæmi um viðlíka hækkun hjá öðrum skjólstæðingum LSR á síðasta ári. "Þetta stendur verulega út úr," segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá lífeyrissjóðnum hækka heildargreiðslur til þessa 29 manna hóps um tæpar 3,7 milljónir króna á mánuði, fer úr tæpum 14 milljónum króna í nær 17,7 milljónir. Það gerir alls um 44 milljóna króna hækkun á ársgrundvelli. Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Sjá meira
Sú ákvörðun kjararáðs í desember að hækka laun dómara leiðir til þess að eftirlaun 29 fyrrverandi dómara eða maka fyrrverandi dómara hækka um 26 prósent. Af úrskurði kjararáðs frá 17. desember má ráða að ástæða launahækkunar dómaranna sé annars vegar auknar kröfur til dómara og hins vegar nauðsyn þess að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Tímabundnar álagsgreiðslur sem dómarar fengu í kjölfar hrunsins voru felldar inn í dagvinnulaun um áramótin með sértækri ákvörðun kjararáðs. Þótt dagvinnulaunin hafi með því hækkað um 26 prósent hækkuðu heildarlaun dómaranna í flestum tilfellum þá í kring um 8 prósent - eftir að hafa hækkað um 9,3 prósent í almennri hækkun í nóvember eins og hjá öðrum sem heyra undir kjararáð. "Fram hefur komið að sífellt flóknara laga- og viðskiptaumhverfi geri auknar kröfur til dómara og fyrir dómstólum liggja flóknari og umfangsmeiri mál en áður. Við ákvörðun launakjara dómara verður ekki litið fram hjá þessari staðreynd," segir kjararáð í úrskurði. Einnig segir kjararáð nauðsynlegt að taka tillit til þess að dómsvaldið sé einn þriggja hornsteina ríkisvaldsins og það veiti löggjafar- og framkvæmdarvaldi aðhald. "Vegna þessa er nauðsynlegt að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði dómara og þannig leitast við að efla trúverðugleika dómstóla," segir kjararáð. Hvernig þessar tvær meginástæður varða fyrrverandi dómara eða þá sem þiggja lífeyri sem makar fyrrverandi dómara blasir ef til vill ekki við. Þó fá þeir úr þessum hópi sem völdu að þiggja lífeyri á svokallaðri eftirmannsreglu þá 26 prósent hækkun sem nú er orðin á dagvinnulaunum starfandi dómara. "Um var að ræða 7 flokka hækkun eða rúmlega 26 prósent frá 1. janúar 2016," segir í svari frá LSR. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, segir það alltaf mat lífeyrissjóðsins hvort það séu orðnar það verulegar breytingar á störfum að ekki sé lengur um sama starf að ræða. “Í þessu tilviki metum við það sem svo að þarna er áfram um sama starf að ræða þótt svo að það séu orðnar talsverðar breytingar á umfangi starfsins eins og því er lýst í úrskurði kjararáðs," segir Haukur. Aðspurður segir Haukur ekki dæmi um viðlíka hækkun hjá öðrum skjólstæðingum LSR á síðasta ári. "Þetta stendur verulega út úr," segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá lífeyrissjóðnum hækka heildargreiðslur til þessa 29 manna hóps um tæpar 3,7 milljónir króna á mánuði, fer úr tæpum 14 milljónum króna í nær 17,7 milljónir. Það gerir alls um 44 milljóna króna hækkun á ársgrundvelli.
Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Sjá meira