Gúmmítöffarar hrella Akureyringa með ískrandi hávaða að næturlagi Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2016 10:37 Sjö bílar reykspóluðu með tilheyrandri ískri og hávaða dágóða stund á hringtorgi á Akureyri í nótt. Myndband með reykspólandi ökuföntum á Akureyri gengur nú ljósum logum á Facebook. Það er tekið í nótt og sýnir sjö bíla sem aka hring eftir hring og láta væla í dekkjum sínum og er hávaðinn með miklum ósköpum. Myndbandið er tekið klukkan 01:26.Sá sem póstar því, Svanberg Snorrason, er reiður og segir þetta það mesta sem hann hefur séð. „Þarna eru 7 bílar í einu á hringtorginu, áhorfendur bæði á planinu við N1 og Tölvutek og svo á hringtorginu sjálfu. Einnig stoppa bílar umferðina af Glerárgötu inn á hringtorgið svo að þetta verði ekki truflað. Maður sá í dag að ákveðið hefði verið að hafa svæðið opið uppfrá en það virðist engu máli skipta. Á meðan að svona lagað er að raska ró og svefnfriði fólks, þetta er tekið upp klukkan 01:26, þá er ég á móti Bíladögum.“ Vísir ræddi við Börk Árnason lögregluvarðstjóra á Akureyri og spurði, hvað í ósköpunum er að gerast þarna? „Þarna eru bílar að spóla. Bílar sem margra hestafla og menn eru að leika sér að því að spóla í hringi. Það er bara þannig.“ Þá höfum við það svart á hvítu. Börkur segir að erfitt sé við þetta að eiga því þeir strákar sem eiga í hlut fara á einn stað, leika sér þar og eru svo farnir. „Þeir láta sig hverfa. Þess vegna erum við ekkert endilega að ná þeim. En, við náðum mörgum sem voru að spóla. Það var góður slatti.“ Börkur tekur undir það að sperringur hafi verið í mönnum eftir Bíladagana sem voru haldnir nú um helgina. „Menn voru náttúrlega bar að leika sér og við reyndum okkar besta til að ná þeim. En, þeir voru að þessu að nóttu sem dag, trufla svefnfrið fólks, því miður. En svona er þetta bara. Við ráðum ekki við alla þessa bíla.“ Að öðru leyti, fyrir utan „spóllætin“ tókust Bíladagarnir mjög vel, Börkur segir að heilt yfir hafi verið rólegt og engin alvarleg mál komu upp. „Við erum bara mjög sáttir, ekkert alvarlegt gerðist. Fólk sem sækir þessa bíladaga, mjög almennilegir krakkar og gaman að spjalla við þau. Góð skemmtun. Við erum mjög sáttir við þessa helgi fyrir utan spóllætin.“ Tengdar fréttir Lögreglan á Akureyri var í því að sinna hávaðaútköllum síðastliðna nótt Kvörtunum hefur rignt yfir lögregluna eftir að Bíladagar hófust. 17. júní 2016 13:35 Kvörtunum rignir yfir lögregluna á Akureyri vegna Bíladaga Varðstjóri segir að þrátt fyrir að bílaklúbburinn hafi búið til sérstakt svæði þar sem ökumenn mega spóla að vild þá sé mikið ónæði og hraðakstur á götum bæjarins. 16. júní 2016 15:53 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira
Myndband með reykspólandi ökuföntum á Akureyri gengur nú ljósum logum á Facebook. Það er tekið í nótt og sýnir sjö bíla sem aka hring eftir hring og láta væla í dekkjum sínum og er hávaðinn með miklum ósköpum. Myndbandið er tekið klukkan 01:26.Sá sem póstar því, Svanberg Snorrason, er reiður og segir þetta það mesta sem hann hefur séð. „Þarna eru 7 bílar í einu á hringtorginu, áhorfendur bæði á planinu við N1 og Tölvutek og svo á hringtorginu sjálfu. Einnig stoppa bílar umferðina af Glerárgötu inn á hringtorgið svo að þetta verði ekki truflað. Maður sá í dag að ákveðið hefði verið að hafa svæðið opið uppfrá en það virðist engu máli skipta. Á meðan að svona lagað er að raska ró og svefnfriði fólks, þetta er tekið upp klukkan 01:26, þá er ég á móti Bíladögum.“ Vísir ræddi við Börk Árnason lögregluvarðstjóra á Akureyri og spurði, hvað í ósköpunum er að gerast þarna? „Þarna eru bílar að spóla. Bílar sem margra hestafla og menn eru að leika sér að því að spóla í hringi. Það er bara þannig.“ Þá höfum við það svart á hvítu. Börkur segir að erfitt sé við þetta að eiga því þeir strákar sem eiga í hlut fara á einn stað, leika sér þar og eru svo farnir. „Þeir láta sig hverfa. Þess vegna erum við ekkert endilega að ná þeim. En, við náðum mörgum sem voru að spóla. Það var góður slatti.“ Börkur tekur undir það að sperringur hafi verið í mönnum eftir Bíladagana sem voru haldnir nú um helgina. „Menn voru náttúrlega bar að leika sér og við reyndum okkar besta til að ná þeim. En, þeir voru að þessu að nóttu sem dag, trufla svefnfrið fólks, því miður. En svona er þetta bara. Við ráðum ekki við alla þessa bíla.“ Að öðru leyti, fyrir utan „spóllætin“ tókust Bíladagarnir mjög vel, Börkur segir að heilt yfir hafi verið rólegt og engin alvarleg mál komu upp. „Við erum bara mjög sáttir, ekkert alvarlegt gerðist. Fólk sem sækir þessa bíladaga, mjög almennilegir krakkar og gaman að spjalla við þau. Góð skemmtun. Við erum mjög sáttir við þessa helgi fyrir utan spóllætin.“
Tengdar fréttir Lögreglan á Akureyri var í því að sinna hávaðaútköllum síðastliðna nótt Kvörtunum hefur rignt yfir lögregluna eftir að Bíladagar hófust. 17. júní 2016 13:35 Kvörtunum rignir yfir lögregluna á Akureyri vegna Bíladaga Varðstjóri segir að þrátt fyrir að bílaklúbburinn hafi búið til sérstakt svæði þar sem ökumenn mega spóla að vild þá sé mikið ónæði og hraðakstur á götum bæjarins. 16. júní 2016 15:53 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira
Lögreglan á Akureyri var í því að sinna hávaðaútköllum síðastliðna nótt Kvörtunum hefur rignt yfir lögregluna eftir að Bíladagar hófust. 17. júní 2016 13:35
Kvörtunum rignir yfir lögregluna á Akureyri vegna Bíladaga Varðstjóri segir að þrátt fyrir að bílaklúbburinn hafi búið til sérstakt svæði þar sem ökumenn mega spóla að vild þá sé mikið ónæði og hraðakstur á götum bæjarins. 16. júní 2016 15:53