"Ég ætla að gleðja þig óheyrilega mikið“ Baldur Björnsson skrifar 13. desember 2016 07:00 Ef einhver hefur efasemdir um einbeittan brotavilja Byko og Húsasmiðjunnar í samráðsmálinu, þá þarf ekki annað en lesa dóm Hæstaréttar. Átta starfsmenn fyrirtækjanna voru dæmdir í fangelsi fyrir ólöglegt samráð gegn hagsmunum viðskiptavina þeirra og alls almennings. Dómurinn byggir að mestu á símahlerunum lögreglu og þar eru ummælin birt orð fyrir orð. Höfundur mafíubókar gæti varla fundið upp á sumu því sem fór á milli starfsmanna fyrirtækjanna.Látið nú stjórann vita af þessu Í einu símtalinu tilkynnir starfsmaður Húsasmiðjunnar samstarfsmanni sínum að hann ætli að gleðja hann „óheyrilega mikið“ vegna góðs árangurs af samráðinu. „Byko var að hækka verð á grófvörunum.“ Viðbrögð viðmælandans: „Til hamingju… Látið þið nú stjórann vita af þessu. Honum líður þá betur.“Hættum þessari verðsamkeppni Í símtali um samkeppni í tilboðum til viðskiptavina segir starfsmaður Byko við starfsmann Húsasmiðjunnar: „… þetta er komið bara í algjört bull ... þetta eru orðin hjaðningavíg ef þetta heldur svona áfram. Ég skal bara segja þér… ég mun núna, í allri tilboðsgerð, frá og með bara sko morgundeginum ... þá mun ég ýta öllu upp. Öllu.“ Starfsmaður Húsasmiðjunnar svarar: „... við erum að blæða báðir tveir. Við erum bara að drepa hvern annan.“ Starfsmaður Byko: „Ég ætla að hækka allt um 2% lágmark … og svo aftur 2% eftir 2-3 vikur ... og ég vona að þið merkið þetta“. Starfsmaður Húsasmiðjunnar svaraði: „Já, ég skal ... sjá til þess að við fylgjum þessu eftir.“ Seinna í sama símtali segir starfsmaður Húsasmiðjunnar: „Þetta grófvörutilboðskjaftæði er bara … Við erum að fara inn í há seasonið okkar ... þar sem við þurfum að fá tekjurnar okkar og við megum ekki missa þetta frá okkur núna. Auðvitað munum við slást en við eigum að slást bara á eðlilegum nótum.“ Starfsmaður Byko: „En við þurfum að hækka levelið þar sem við erum að slást.“Betra að hann hringi á morgun Úr símtali milli tveggja starfsmanna Húsasmiðjunnar: „Þú ættir að fá hann [hjá Byko] til þess að hringja á morgun. Þú getur þá sagt honum að við séum í verðhækkunum og það er eiginlega ekkert að marka það sem þú segir honum í dag en ...gætir sagt honum það bara á morgun.“Umfangsmikil og gróf brot Starfsmenn þessara tveggja fyrirtækja töluðu saman vikulega til að bera saman verðlista yfir mest seldu vörurnar og sammælast um að stilla samkeppni í hóf. Hæstiréttur er þungorður um þessi brot. Í dómnum segir að þau hafi staðið lengi yfir og verið umfangsmikil og gróf. Í dómi Hæstaréttar segir: „Sökum þess að Byko og Húsasmiðjan voru nánast einráð á markaðnum á ákærutímabilinu teljast brotin, sem framin voru í þeim tilgangi að styrkja markaðsstöðu fyrirtækjanna tveggja, enn alvarlegri en ella hefði verið. Vegna stærðar fyrirtækjanna og fjölda vörutegunda, sem verðsamráðið náði til, var með því ekki einasta brotið gegn mikilvægum hagsmunum viðskiptavina þeirra, heldur alls almennings.“Fúskað úti á túni Í Héraðsdómi Reykjaness voru hinir ákærðu sýknaðir af nánast öllu nema einu smáatriði. Eftirfarandi setning úr héraðsdómnum sýnir hversu langt dómararnir voru úti á túni: „Benda öll þessi skilaboð til þess að hið gagnstæða hafi verið, mikil og hörð samkeppni en ekki verðsamráð.“ En ekki aðeins sneri Hæstiréttur héraðsdómnum við, heldur setti ofan í við dómarana fyrir fúsk við skýrslugerð fyrir dómi með því að leyfa sakborningum að hlusta á vitnisburð hver annars. Annar áfellisdómur Hæstaréttar yfir héraðsdómurunum kemur svo fram þar sem segir berum orðum að niðurstaða héraðsdóms sé reist á rangri skýringu á ákvæðum samkeppnislaga.https://www.haestirettur.is/domar/domur/?id=3db316d5-9d3f-4477-93f1-02987bec8ecc Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Ef einhver hefur efasemdir um einbeittan brotavilja Byko og Húsasmiðjunnar í samráðsmálinu, þá þarf ekki annað en lesa dóm Hæstaréttar. Átta starfsmenn fyrirtækjanna voru dæmdir í fangelsi fyrir ólöglegt samráð gegn hagsmunum viðskiptavina þeirra og alls almennings. Dómurinn byggir að mestu á símahlerunum lögreglu og þar eru ummælin birt orð fyrir orð. Höfundur mafíubókar gæti varla fundið upp á sumu því sem fór á milli starfsmanna fyrirtækjanna.Látið nú stjórann vita af þessu Í einu símtalinu tilkynnir starfsmaður Húsasmiðjunnar samstarfsmanni sínum að hann ætli að gleðja hann „óheyrilega mikið“ vegna góðs árangurs af samráðinu. „Byko var að hækka verð á grófvörunum.“ Viðbrögð viðmælandans: „Til hamingju… Látið þið nú stjórann vita af þessu. Honum líður þá betur.“Hættum þessari verðsamkeppni Í símtali um samkeppni í tilboðum til viðskiptavina segir starfsmaður Byko við starfsmann Húsasmiðjunnar: „… þetta er komið bara í algjört bull ... þetta eru orðin hjaðningavíg ef þetta heldur svona áfram. Ég skal bara segja þér… ég mun núna, í allri tilboðsgerð, frá og með bara sko morgundeginum ... þá mun ég ýta öllu upp. Öllu.“ Starfsmaður Húsasmiðjunnar svarar: „... við erum að blæða báðir tveir. Við erum bara að drepa hvern annan.“ Starfsmaður Byko: „Ég ætla að hækka allt um 2% lágmark … og svo aftur 2% eftir 2-3 vikur ... og ég vona að þið merkið þetta“. Starfsmaður Húsasmiðjunnar svaraði: „Já, ég skal ... sjá til þess að við fylgjum þessu eftir.“ Seinna í sama símtali segir starfsmaður Húsasmiðjunnar: „Þetta grófvörutilboðskjaftæði er bara … Við erum að fara inn í há seasonið okkar ... þar sem við þurfum að fá tekjurnar okkar og við megum ekki missa þetta frá okkur núna. Auðvitað munum við slást en við eigum að slást bara á eðlilegum nótum.“ Starfsmaður Byko: „En við þurfum að hækka levelið þar sem við erum að slást.“Betra að hann hringi á morgun Úr símtali milli tveggja starfsmanna Húsasmiðjunnar: „Þú ættir að fá hann [hjá Byko] til þess að hringja á morgun. Þú getur þá sagt honum að við séum í verðhækkunum og það er eiginlega ekkert að marka það sem þú segir honum í dag en ...gætir sagt honum það bara á morgun.“Umfangsmikil og gróf brot Starfsmenn þessara tveggja fyrirtækja töluðu saman vikulega til að bera saman verðlista yfir mest seldu vörurnar og sammælast um að stilla samkeppni í hóf. Hæstiréttur er þungorður um þessi brot. Í dómnum segir að þau hafi staðið lengi yfir og verið umfangsmikil og gróf. Í dómi Hæstaréttar segir: „Sökum þess að Byko og Húsasmiðjan voru nánast einráð á markaðnum á ákærutímabilinu teljast brotin, sem framin voru í þeim tilgangi að styrkja markaðsstöðu fyrirtækjanna tveggja, enn alvarlegri en ella hefði verið. Vegna stærðar fyrirtækjanna og fjölda vörutegunda, sem verðsamráðið náði til, var með því ekki einasta brotið gegn mikilvægum hagsmunum viðskiptavina þeirra, heldur alls almennings.“Fúskað úti á túni Í Héraðsdómi Reykjaness voru hinir ákærðu sýknaðir af nánast öllu nema einu smáatriði. Eftirfarandi setning úr héraðsdómnum sýnir hversu langt dómararnir voru úti á túni: „Benda öll þessi skilaboð til þess að hið gagnstæða hafi verið, mikil og hörð samkeppni en ekki verðsamráð.“ En ekki aðeins sneri Hæstiréttur héraðsdómnum við, heldur setti ofan í við dómarana fyrir fúsk við skýrslugerð fyrir dómi með því að leyfa sakborningum að hlusta á vitnisburð hver annars. Annar áfellisdómur Hæstaréttar yfir héraðsdómurunum kemur svo fram þar sem segir berum orðum að niðurstaða héraðsdóms sé reist á rangri skýringu á ákvæðum samkeppnislaga.https://www.haestirettur.is/domar/domur/?id=3db316d5-9d3f-4477-93f1-02987bec8ecc Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar