Hættum að vinna launalaust Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 21. október 2016 07:00 Enn á ný er boðað til aðgerða 24. október – á kvennafrídeginum. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Það eru kosningar eftir nokkra daga og því kjörið að koma skýrum skilaboðum til stjórnmálaflokkanna. Vart þarf að minna á að það var árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna sem konur voru í fyrsta sinn hvattar til að ganga út af heimilum sínum eða vinnustöðum til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Sú mikla aðgerð varð pólskum konum nýlega hvatning til að rísa upp gegn gerræði feðraveldisins í Póllandi og fóru þær með sigur af hólmi, í það minnsta um sinn.Vandinn á vinnumarkaði Mikið vatn er til sjávar runnið frá árinu 1975. Þá snérust kröfur kvenna um launajafnrétti, bættar aðstæður kvenna til að stunda vinnu utan heimilis, viðurkenningu á heimilisstörfum, valda- og áhrifaleysi og ýmislegt fleira. Þegar þarna var komið sögu sátu aðeins þrjár konur á Alþingi og konur í sveitarstjórnum voru örfáar. Atvinnuþátttaka kvenna fór ört vaxandi en þær ráku sig á ótal veggi. Nú 41 ári síðar er Ísland í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Ástæðan er fyrst og fremst barátta kvennahreyfinga. Hún hefur meðal annars skilað stórauknum hlut kvenna í opinberum valdastofnunum samfélagsins, mikilli menntun og jöfnu aðgengi kvenna og karla að heilbrigðisþjónustu miðað við önnur lönd. Sá þáttur sem kemur verst út hjá okkur er vinnumarkaðurinn en viðvarandi launamisrétti og lágt hlutfall kvenna í stjórnum og við stjórnun fyrirtækja er himinhrópandi. Þrátt fyrir góðan árangur á ýmsum sviðum er enn mikið verk að vinna.Verkefnin eru mörg Það þarf að útrýma kynbundnum launamun ekki síðar en STRAX og leiðrétta valdamisvægið í atvinnulífinu. Laun kvenna eru að meðaltali 70,3% af launum karla. Það segir okkur mikið um stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þegar búið er að greina þennan mun sýna kannanir VR að konur eru launalausar 36 daga á ári. Störf kvenna, ekki síst þeirra sem vinna við hin mikilvægu umönnunar- og uppeldisstörf, eru stórlega vanmetin. Konur sem vinna í þjónustustörfum verða iðulega fyrir grófri kynferðislegri áreitni. Misréttið blasir alls staðar við. Það þarf að fá fyrirtæki og stofnanir til að taka á launamálum, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og kynferðislegri áreitni innan sinna veggja. Skilningur og vilji er allt sem þarf. Ríkið á að ganga á undan með góðu fordæmi sem og sveitarfélögin.Látum í okkur heyra Og verkefnin eru fleiri. Endurreisa þarf fæðingarorlofið, jafna skiptingu heimilisstarfa og meta ólaunaða vinnu, vinna gegn kynskiptu náms- og starfsvali og breyta heftandi staðalmyndum kynjanna. Átaks er þörf gegn kynbundnu ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Aðgerðir gegn hatursorðræðu og hefndarklámi þurfa að koma til. Setja þarf kynjakvóta í Hæstarétt og breyta meðferð ofbeldismála. Síðast en ekki síst verðum við að koma á friði. Styrjaldir og átök sem og flótti undan versnandi lífskjörum af völdum loftslagsbreytinga spilla fyrir allri mannréttinda- og réttlætisbaráttu. Sótt er að réttindum kvenna víða um heim, nú síðast í Póllandi og kvenfyrirlitning í pólitískum umræðum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum vekur hneykslun. Um leið og ég hvet konur og karla um allt land til þátttöku í kvennafrídeginum, skora ég á íslenska karla að leggja jafnréttisbaráttu kynjanna meira lið, því hún snýst fyrst og fremst um gagnkvæma virðingu, betra samfélag, framtíðina, bætt lífsgæði og frelsi einstaklinganna til að velja sér lífsfarveg.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Enn á ný er boðað til aðgerða 24. október – á kvennafrídeginum. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Það eru kosningar eftir nokkra daga og því kjörið að koma skýrum skilaboðum til stjórnmálaflokkanna. Vart þarf að minna á að það var árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna sem konur voru í fyrsta sinn hvattar til að ganga út af heimilum sínum eða vinnustöðum til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Sú mikla aðgerð varð pólskum konum nýlega hvatning til að rísa upp gegn gerræði feðraveldisins í Póllandi og fóru þær með sigur af hólmi, í það minnsta um sinn.Vandinn á vinnumarkaði Mikið vatn er til sjávar runnið frá árinu 1975. Þá snérust kröfur kvenna um launajafnrétti, bættar aðstæður kvenna til að stunda vinnu utan heimilis, viðurkenningu á heimilisstörfum, valda- og áhrifaleysi og ýmislegt fleira. Þegar þarna var komið sögu sátu aðeins þrjár konur á Alþingi og konur í sveitarstjórnum voru örfáar. Atvinnuþátttaka kvenna fór ört vaxandi en þær ráku sig á ótal veggi. Nú 41 ári síðar er Ísland í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Ástæðan er fyrst og fremst barátta kvennahreyfinga. Hún hefur meðal annars skilað stórauknum hlut kvenna í opinberum valdastofnunum samfélagsins, mikilli menntun og jöfnu aðgengi kvenna og karla að heilbrigðisþjónustu miðað við önnur lönd. Sá þáttur sem kemur verst út hjá okkur er vinnumarkaðurinn en viðvarandi launamisrétti og lágt hlutfall kvenna í stjórnum og við stjórnun fyrirtækja er himinhrópandi. Þrátt fyrir góðan árangur á ýmsum sviðum er enn mikið verk að vinna.Verkefnin eru mörg Það þarf að útrýma kynbundnum launamun ekki síðar en STRAX og leiðrétta valdamisvægið í atvinnulífinu. Laun kvenna eru að meðaltali 70,3% af launum karla. Það segir okkur mikið um stöðu kvenna á vinnumarkaði. Þegar búið er að greina þennan mun sýna kannanir VR að konur eru launalausar 36 daga á ári. Störf kvenna, ekki síst þeirra sem vinna við hin mikilvægu umönnunar- og uppeldisstörf, eru stórlega vanmetin. Konur sem vinna í þjónustustörfum verða iðulega fyrir grófri kynferðislegri áreitni. Misréttið blasir alls staðar við. Það þarf að fá fyrirtæki og stofnanir til að taka á launamálum, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og kynferðislegri áreitni innan sinna veggja. Skilningur og vilji er allt sem þarf. Ríkið á að ganga á undan með góðu fordæmi sem og sveitarfélögin.Látum í okkur heyra Og verkefnin eru fleiri. Endurreisa þarf fæðingarorlofið, jafna skiptingu heimilisstarfa og meta ólaunaða vinnu, vinna gegn kynskiptu náms- og starfsvali og breyta heftandi staðalmyndum kynjanna. Átaks er þörf gegn kynbundnu ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Aðgerðir gegn hatursorðræðu og hefndarklámi þurfa að koma til. Setja þarf kynjakvóta í Hæstarétt og breyta meðferð ofbeldismála. Síðast en ekki síst verðum við að koma á friði. Styrjaldir og átök sem og flótti undan versnandi lífskjörum af völdum loftslagsbreytinga spilla fyrir allri mannréttinda- og réttlætisbaráttu. Sótt er að réttindum kvenna víða um heim, nú síðast í Póllandi og kvenfyrirlitning í pólitískum umræðum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum vekur hneykslun. Um leið og ég hvet konur og karla um allt land til þátttöku í kvennafrídeginum, skora ég á íslenska karla að leggja jafnréttisbaráttu kynjanna meira lið, því hún snýst fyrst og fremst um gagnkvæma virðingu, betra samfélag, framtíðina, bætt lífsgæði og frelsi einstaklinganna til að velja sér lífsfarveg.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar