Erlent

Níu ára fangelsi fyrir aðild að umfangsmiklu norrænu smyglmáli

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Nokkrir Íslendingar eru sagðir tengjast málinu.
Nokkrir Íslendingar eru sagðir tengjast málinu. vísir/
Fjörutíu og fimm ára norskur karlmaður, búsettur í Stafangri, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi fyrir aðild að umfangsmiklu smyglmáli þar í landi. Maðurinn var sakaður um að hafa reynt að smygla rúmlega 21 kílói af amfetamíni frá Danmörku til Noregs í september árið 2012.

Aftonbladed greinir frá því að maðurinn hafi verið tengdur stórum fíkniefnahring á Norðurlöndunum, og að rannsókn lögreglu hafi verið afar viðamikil. RÚV greindi fyrst frá og segir að Guðmundur Ingi Þóroddsson,  hafi af norskum yfirvöldum verið talinn höfuðpaurinn í smyglhringnum.

Guðmundur afplánar nú tólf ára dóm hér á landi, sem hann hlaut í Danmörku árið 2013, fyrir aðild sína að málinu. Þá segir að norski maðurinn, sem neitaði sök, hafi játað að hafa átt í samskiptum við Guðmund Inga, en að þau hafi snúist um sterasmygl.

Þrír Íslendingar voru handteknir á sama tíma og Norðmaðurinn, grunaðir um að hafa tekið þátt í að skipuleggja smyglið. Alls voru tíu Íslendingar, Norðmenn, Danir, Frakki og Sílebúi grunaðir um að hafa ætlað að smygla 67 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur, að því er segir á vef RÚV.

Norski maðurinn hyggst áfrýja dómnum.


Tengdar fréttir

Enn einn Íslendingurinn handtekinn vegna fíkniefnamáls í Danmörku

Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í gær Íslending sem er grunaður um smygl á fimm og hálfu kílói af amfetamíni. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag. Þetta staðfestir Steffen Thaaning Steffensen hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn, í samtali við Vísi. Hann segir að nú séu alls ellefu Íslendingar í varðhaldi, bara í Kaupmannahöfn, vegna rannsóknar á fíkniefnamálum sem tengjast Íslendingum.

Tólf ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í Danmörku

Guðmundur Ingi Þóroddsson var í gær dæmdur í tólf ára fangelsi í Danmörku fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Guðmundur Ingi var höfuðpaurinn í nokkrum tilraunum til að smygla amfetamíni til Danmerkur.

Réttarhöld í fíkniefnamáli yfir Íslendingum hafin í Danmörku

Réttarhöld hófust í stóru fíkniefnamáli í Danmörku í dag yfir ellefu einstaklingum, flestum frá Íslandi. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa smyglað tugum kílóa af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur. Einn Íslendingur var í júní dæmdur í 12 ára fangelsi vegna sama máls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×