Erlent

Gríðarleg eyðilegging blasir nú við í Nimrud

Atli Ísleifsson skrifar
Forna borgin er hvorki svipur né sjón eftir veru ISIS-liðanna þar.
Forna borgin er hvorki svipur né sjón eftir veru ISIS-liðanna þar. Vísir/AFP
Þær skemmdir sem liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS hafa unnið á fornu borginni Nimrud blasa nú við, tveimur dögum eftir að írakskar öryggissveitir náðu svæðinu aftur á sitt vald.

Í frétt BBC segir að stór hluti svæðisins sé nú rústir einar þar sem leifar bygginga, stytta og annarra muna hafi verið sprengdar eða á annan hátt eyðilagðar.

ISIS-liðar birtu á síðasta ári myndskeið þar sem sjá mátti þær liðsmenn samtakanna vinna skemmdir á fornminjum í borginni. 

Írakskar öryggissveitir náðu Nimrud aftur á sitt vald fyrr í vikunni í tengslum við umfangsmikla sókn sem miðar að því að hrekja ISIS-liða frá stórborginni Mosúl.

Nimrud er um 32 kílómetrum suður af Mosúl og var stofnuð fyrir um 3.300 árum. Borgin bar áður nafnið Kalhu og var höfuðborg heimsveldis Assýringa.

ISIS náðu Nimrud á sitt vald í júní 2014, skömmu eftir að þeir tryggðu yfirráð sín í Mosúl.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×