Erlent

Háttsettur ráðherra í Rússlandi handtekinn vegna mútuþægni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alexei Ulyukayev á yfir höfði sér langan fangelsisdóm.
Alexei Ulyukayev á yfir höfði sér langan fangelsisdóm. Vísir/Getty
Ráðherra efnahagsmála í Rússlandi, Alexei Ulyukayev, hefur verið handtekinn vegna ásakana um mútuþægni. BBC greinir frá.

Rannsóknarnefnd vegna spillingamála í Rússlandi segir að Ulyukayev hafi þegið tvær milljónir dollara, um 220 milljónir íslenskra króna frá fulltrúum olíurisans Rosneft. Ráðuneyti Ulyukayev gaf nýverið jákvæða umsögn vegna kaupa Rosneft á helmingshlut í samkeppnisaðila sínum Bashneft.

Talsmaður rannsóknarnefndarinnar segir að Ulyukayev hafi verið gripinn glóðvolgur við að þiggja mútur og verði ákærður innan skams. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér átta til fimmtán ára fangelsisdóm.

Ulyukayev var skipaður efnahagsmálaráðherra árið 2013 en hafði áður gegnt embætti varaformanns stjórnar Seðlabanka Rúslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×