Erlent

1400 manns fluttir frá einangruðum bæ

Fjórar stórar þyrlur frá flugher landsins koma að aðgerðinni.
Fjórar stórar þyrlur frá flugher landsins koma að aðgerðinni. Vísir/AFP
Björgunarsveitir á Nýja Sjálandi eru nú að flytja um 1400 íbúa og ferðamenn frá bænum Kaikoura á Suðureyju en bærinn varð einna verst út úr jarðskjálftunum sem dunið hafa á svæðinu síðustu daga.

Fjórar stórar þyrlur frá flugher landsins koma að aðgerðinni en hingað til hefur gengið erfiðlega að komast til fólksins sökum slæms veðurs. Bærinn, sem er norðaustur af borginni Christchurch er einangraður vegna fjölda aurskriða sem fallið hafa á vegina sem þangað liggja.

Aðeins búa um 200 manns í bænum sem er vinsæll áfangastaður vegna hvalaskoðunarferða. Hundruð eftirskjálfta hafa komið í kjölfar stóra skjálftans á sunnudag og er tjónið á vegakerfinu og raforkuverinu mikið. Tvær létust í hamförunum.


Tengdar fréttir

Yfirvöld á Nýja Sjálandi búast við fleiri flóðbylgjum

Yfirvöld á Nýja Sjálandi telja að von sé á fleiri flóðbylgjum og nefna að vænta megi 5 metra hárra flóðbylgna á milli Marlborough, sem staðsett er norðaustan megin á suður eynni, og Banks Peninsula, suður af Christchurch.

Ekki jafn snarpir og skjálftarnir 2011

Minnst tveir létust í gríðarsterkum jarðskjálfta á Nýja-Sjálandi í gær. Íslendingur búsettur á svæðinu þurfti að yfirgefa hús sitt vegna flóðbylgjuhættu. Hann segir skjálftana nú ekki jafn snarpa og mannskæðu skjálftana í febr




Fleiri fréttir

Sjá meira


×