Aron: Er að leita að svörum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2016 21:52 Aron Kristjánsson. Vísir/Ernir Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið óþarfi að tapa fyrir Portúgal í kvöld en liðin mættust þá í Kaplakrika í æfingaleik. Ísland leiddi með einu marki í hálfleik, 17-16, en missti leikinn úr höndunum síðustu tíu mínúturnar og fögnuðu fjögurra marka sigri, 32-28. Aron var engu að síður ánægður með margt hjá sínum mönnum. „Vinnuframlagið var fínt og viljinn til staðar hjá leikmönnum. Menn voru að berjast en það vantaði aðeins upp á agann, sérstaklega í sókninni. Menn vildu þetta kannski aðeins of mikið,“ segir þjálfarinn.Vantaði jafnvægi Aron segir að það sé ýmislegt nýtt í leikskipulagi íslenska liðsins og því eðlilegt að það þurfi tíma til að fínpússa það. Fram undan séu æfingar, leikur gegn Portúgal á morgun og svo tveir leikir gegn Þýskalandi um helgina. „Það sem vantaði í þennan leik var jafnvægi á milli þess sem við spilum hraðan leik og þegar við þurfum að hægja á okkur. Við náðum ekki að hægja á leiknum nægilega mikið sem er sérstaklega mikilvægt í leikjum þar sem allt gengur ekki að óskum. Þá þarf maður að geta spilað lengri sóknir.“ Markvörður Portúgals átti stórleik í kvöld en þrátt fyrir það segir Aron að strákarnir hafi náð að spila sig í góð færi í leiknum. „Hann tók mörg skot hjá okkur úr ákjósanlegum færum. En það sem var ekki nægilega skynsamlegar ákvarðanir í línusendingunum okkar. Það kostaði mikið því við fengum mikið af hraðaupphlaupum í bakið.“Aðrir taka ábyrgð á morgun Aron segir að það sé ekki komin endanleg mynd á þann hóp sem fer til Póllands. Það hafi því ekki endilega verið vísbending í kvöld hverjir fengu að spila og hverjir voru á bekknum. „Ég er að leita að svörum og því erum við að hreyfa aðeins við mönnum. Á morgun þurfa svo aðrir leikmenn að taka ábyrgð og við þurfum að nota báða leikina gegn Portúgal til að fá þau svör sem við þurfum.“ „Rúnar Kárason og Guðmundur Hólmar Helgason fá til dæmis stærra hlutverk á morgun. Við sjáum svo hvernig það fer.“ Hann segir að Tandri Már Konráðsson hafi átt ágæta innkomu í leik Íslands í kvöld, sérstaklega í vörninni. „Svo datt hann niður á milli - sem var einkennandi fyrir allt liðið. Við vorum flottir en duttum svo of mikið niður. Það er erfitt að berjast í vörninni þegar við fáum of mikið af ódýrum mörkum á okkur og erum endurtekið að henda boltanum frá okkur í hraðaupphlaupum.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45 Guðjón Valur: Gefumst ekki upp eftir þrjá daga Landsliðsfyrirliðinn segir að leikurinn gegn Portúgal hafi ekki verið slæmur þrátt fyrir tap. 6. janúar 2016 21:36 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, segir að það hafi verið óþarfi að tapa fyrir Portúgal í kvöld en liðin mættust þá í Kaplakrika í æfingaleik. Ísland leiddi með einu marki í hálfleik, 17-16, en missti leikinn úr höndunum síðustu tíu mínúturnar og fögnuðu fjögurra marka sigri, 32-28. Aron var engu að síður ánægður með margt hjá sínum mönnum. „Vinnuframlagið var fínt og viljinn til staðar hjá leikmönnum. Menn voru að berjast en það vantaði aðeins upp á agann, sérstaklega í sókninni. Menn vildu þetta kannski aðeins of mikið,“ segir þjálfarinn.Vantaði jafnvægi Aron segir að það sé ýmislegt nýtt í leikskipulagi íslenska liðsins og því eðlilegt að það þurfi tíma til að fínpússa það. Fram undan séu æfingar, leikur gegn Portúgal á morgun og svo tveir leikir gegn Þýskalandi um helgina. „Það sem vantaði í þennan leik var jafnvægi á milli þess sem við spilum hraðan leik og þegar við þurfum að hægja á okkur. Við náðum ekki að hægja á leiknum nægilega mikið sem er sérstaklega mikilvægt í leikjum þar sem allt gengur ekki að óskum. Þá þarf maður að geta spilað lengri sóknir.“ Markvörður Portúgals átti stórleik í kvöld en þrátt fyrir það segir Aron að strákarnir hafi náð að spila sig í góð færi í leiknum. „Hann tók mörg skot hjá okkur úr ákjósanlegum færum. En það sem var ekki nægilega skynsamlegar ákvarðanir í línusendingunum okkar. Það kostaði mikið því við fengum mikið af hraðaupphlaupum í bakið.“Aðrir taka ábyrgð á morgun Aron segir að það sé ekki komin endanleg mynd á þann hóp sem fer til Póllands. Það hafi því ekki endilega verið vísbending í kvöld hverjir fengu að spila og hverjir voru á bekknum. „Ég er að leita að svörum og því erum við að hreyfa aðeins við mönnum. Á morgun þurfa svo aðrir leikmenn að taka ábyrgð og við þurfum að nota báða leikina gegn Portúgal til að fá þau svör sem við þurfum.“ „Rúnar Kárason og Guðmundur Hólmar Helgason fá til dæmis stærra hlutverk á morgun. Við sjáum svo hvernig það fer.“ Hann segir að Tandri Már Konráðsson hafi átt ágæta innkomu í leik Íslands í kvöld, sérstaklega í vörninni. „Svo datt hann niður á milli - sem var einkennandi fyrir allt liðið. Við vorum flottir en duttum svo of mikið niður. Það er erfitt að berjast í vörninni þegar við fáum of mikið af ódýrum mörkum á okkur og erum endurtekið að henda boltanum frá okkur í hraðaupphlaupum.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45 Guðjón Valur: Gefumst ekki upp eftir þrjá daga Landsliðsfyrirliðinn segir að leikurinn gegn Portúgal hafi ekki verið slæmur þrátt fyrir tap. 6. janúar 2016 21:36 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45
Guðjón Valur: Gefumst ekki upp eftir þrjá daga Landsliðsfyrirliðinn segir að leikurinn gegn Portúgal hafi ekki verið slæmur þrátt fyrir tap. 6. janúar 2016 21:36