Erlent

Norsku konunni sem grunuð var um að hafa orðið dóttur sinni að bana sleppt úr haldi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stúlkan fannst látin í sumarbústaði í héraðinu Valdres. Myndin er ekki af bústaðnum sem um ræðir
Stúlkan fannst látin í sumarbústaði í héraðinu Valdres. Myndin er ekki af bústaðnum sem um ræðir Vísir/GOOGLEMAPS&GETTY
Norsku konunni sem grunuð var um að hafa orðið þrettán ára dóttur sinni að bana á gamlárksvöld í Noregi hefur verið sleppt úr haldi.

VG fjallar um málið og vitnar í úrskurð héraðsdóms í héraðinu Valdres þar sem fram kemur að ekki sé talin hætta á því að hún spilli sönnunargögnum í málinu eða muni hafa áhrif á framburð vitna.

Stúlkan fannst látin í sumarbústað á gamlárskvöld og er sögð hafa verið vannærð og illa haldin. Í úrskurðinum kemur fram að í yfirheyrslum hafi konan játað að hafa ekki haft samband við heilbrigðisstarfsmenn en hún er ákærð fyrir alvarlega vanrækslu.

Verjandi konunnar segir að dóttir hennar hafi hótað því að skaða sjálfa sig ef móðirin myndi hringja á sjúkrahús. Í úrskurðinum segir að sterkur grunur leikur á því að konan hafi gerst sig seka um alvarlega vanrækslu en stúlkan hefur ekki gengið í skóla í vetur og segja kunningjar hennar að hún hafi glímt við átröskun um hríð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×