Áramótaheit strengd Halldóra Gyða Matthíasdóttir skrifar 6. janúar 2016 12:00 Það er gamall íslenskur siður að strengja heit um áramót. Áramótaheitin eru oft tengd því að láta af ósiðum eða koma á góðum. Tilefnin geta verið ólík og efndir einnig.SMART markmið Áramótaheit eru ekkert annað en markmiðasetning. Til að ná árangri er gott að nota SMART-aðferðafræðina sem stendur fyrir: Sérstakt (e. Specific), Mælanlegt (e. Measurable), Ásættanlegt (e. Acceptable), Raunhæft (e. realistic) og Tímasett (e. Time Frame.) Markmiðið verður að vera tengt einhverju sérstöku, til dæmis að kaupa sér árskort í ræktina og mæta þrisvar sinnum í viku. Gott er að markmiðið sé mikilvægt og undir stjórn þess sem setur sér það. Það verður að vera hægt að mæla árangur. Það er mjög auðvelt að mæla hvort maður hafi mætt í ræktina þrisvar sinnum í viku. Markmiðið verður að vera aðlaðandi, þú verður að geta og langa til að ná markmiðinu. Þú verður til dæmis að gefa þér tíma og velja þér líkamsrækt við hæfi. Það er mjög mikilvægt að setja sér raunhæft markmið. Það er til dæmis ekki raunhæft að ætla að mæta fimm sinnum í líkamsrækt á viku, ef maður hefur ekki hreyft sig lengi. Til að geta mælt árangur er nauðsynlegt að setja lokatíma til að mæla árangur. Í hversu marga mánuði ætlar þú að mæta þrisvar sinnum í viku?Skrifa niður og deila Það er gott að skrifa SMART-markmiðin og deila með þeim sem maður treystir. Það að sjá markmiðin skrifuð á blað hjálpar þegar sá tími kemur að við verðum löt. Þá er bara að drífa sig út um húsdyrnar sem er oft erfiðasti þröskuldurinn.Eftirfylgni og mat á árangri Margir eru duglegir að setja sér markmið og fara af stað en svo gleymist eftirfylgni og mat á árangri. Það er gott að eiga góða að sem eru duglegir að fylgja manni eftir. Hvetjið endilega þá sem þið deilið markmiðunum með að fylgjast með ykkur og ýta við ykkur þegar þið þurfið á því að halda. Gangi ykkur vel og hafið gleðina að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Það er gamall íslenskur siður að strengja heit um áramót. Áramótaheitin eru oft tengd því að láta af ósiðum eða koma á góðum. Tilefnin geta verið ólík og efndir einnig.SMART markmið Áramótaheit eru ekkert annað en markmiðasetning. Til að ná árangri er gott að nota SMART-aðferðafræðina sem stendur fyrir: Sérstakt (e. Specific), Mælanlegt (e. Measurable), Ásættanlegt (e. Acceptable), Raunhæft (e. realistic) og Tímasett (e. Time Frame.) Markmiðið verður að vera tengt einhverju sérstöku, til dæmis að kaupa sér árskort í ræktina og mæta þrisvar sinnum í viku. Gott er að markmiðið sé mikilvægt og undir stjórn þess sem setur sér það. Það verður að vera hægt að mæla árangur. Það er mjög auðvelt að mæla hvort maður hafi mætt í ræktina þrisvar sinnum í viku. Markmiðið verður að vera aðlaðandi, þú verður að geta og langa til að ná markmiðinu. Þú verður til dæmis að gefa þér tíma og velja þér líkamsrækt við hæfi. Það er mjög mikilvægt að setja sér raunhæft markmið. Það er til dæmis ekki raunhæft að ætla að mæta fimm sinnum í líkamsrækt á viku, ef maður hefur ekki hreyft sig lengi. Til að geta mælt árangur er nauðsynlegt að setja lokatíma til að mæla árangur. Í hversu marga mánuði ætlar þú að mæta þrisvar sinnum í viku?Skrifa niður og deila Það er gott að skrifa SMART-markmiðin og deila með þeim sem maður treystir. Það að sjá markmiðin skrifuð á blað hjálpar þegar sá tími kemur að við verðum löt. Þá er bara að drífa sig út um húsdyrnar sem er oft erfiðasti þröskuldurinn.Eftirfylgni og mat á árangri Margir eru duglegir að setja sér markmið og fara af stað en svo gleymist eftirfylgni og mat á árangri. Það er gott að eiga góða að sem eru duglegir að fylgja manni eftir. Hvetjið endilega þá sem þið deilið markmiðunum með að fylgjast með ykkur og ýta við ykkur þegar þið þurfið á því að halda. Gangi ykkur vel og hafið gleðina að leiðarljósi.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar