Lífið

Frosti Logason biðst afsökunar á vinnustaðarhrekk

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frosti Logason, annar umsjónarmaður útvarpsþáttarins Harmageddon á X977, byrjaði þáttinn í morgun á að biðja Helga Má Bjarnason afsökunar á vinnustaðahrekk sem hann taldi hafa gengið of langt.

Helgi Már, sem stýrir útvarpsþættinum Party Zone á X977 á laugardagskvöldum er víst gjarn á að gleyma að skrá sig út af Facebook þegar hann yfirgefur vinnu um helgar. Þegar Frosti mætti til vinnu í gærmorgun sá hann að Helgi Már var enn skráður inn og ákvað að hrekkja félaga sinn örlítið.

Frosti er ekki gjarn á að afsaka sig en segist þó í þetta sinn hafa gengið of langt. Hann hafði uppi á frétt um hryðjuverk í Evrópu, deildi henni í nafni Helga Más og lét eftirfarandi texta fylgja:

„Nú er nóg komið! Ég held að nú sé runninn upp sú stund þegar leiðtogar ættu að koma sér saman um þá ákvörðun að vísa öllum múslimum úr álfunni og skella svo í lás á eftir. Þetta getur ekki gengið áfram svona.“

Fjöldi fólks féll fyrir gríninu og veittist að Helga Má í gegnum Facebook. „Mér óraði ekki fyrir því að fólk myndi virkilega trúa þessu og þess vegna var þetta grín mjög óviðeigandi. Og ég vil biðja Helga Má, fjölskyldu hans og vinnufélaga, og alla sem að málinu koma innilega afsökunar á þessu misheppnaða gríni mínu,“ sagði Frosti sem jafnframt hefur lofað Helga Má að setja aldrei inn færslu á facebook í hans nafni framar.

Hlusta má á afsökunarbeiðni Frosta í spilaranum hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.