Enski boltinn

Fer John Terry til Manchester United?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Munu þeir Wayne Rooney og John Terry spila saman á næsta tímabili?
Munu þeir Wayne Rooney og John Terry spila saman á næsta tímabili? Vísir/Getty
Það lítur út fyrir að John Terry, fyrirliði Chelsea, hafi spilað síðasta leikinn sinn fyrir félagið en samningur þessa 35 ára miðvarðar rennur út í sumar.

Chelsea hefur ekki boðið John Terry nýjan samning og það virðist ekki breyta miklu þó að stuðningsmenn félagsins séu óánægðir. Terry virðist líka sjálfur vera búinn að gefa það upp á bátinn að hann fái nýjan samning hjá liðinu sem hann hefur spilað með síðan 1998.

Stuðningsmenn Chelsea eru ekki búnir að gleyma því þegar Frank Lampard hætti hjá félaginu undir svipuðum kringumstæðum en snéri svo aftur til að spila með Manchester City tímabilið á eftir.

Nú gæti svo farið að stuðningsmenn Chelsea yrðu líka að sætta sig við að sjá aðra Chelsea-goðsögn spila með einum af erkifjendunum.  Daily Star fjallar um vangaveltur veðbanka um framtíð kappans í dag.

Breskir verðbankar telja góðar líkur á því að John Terry semji við Manchester United ekki síst ef að Jose Mourinho taki við United af Louis van Gaal. Mourinho hefur verið orðaður við United allar götur síðan að hann var rekinn frá Chelsea í desember.

Mestar líkur eru þó á því að John Terry fari til Bandaríkjanna og semji við annaðhvort New York Red Bulls (4/1) en í öðru sæti hjá veðbönkunum eru Manchester United og bandarísku liðin LA Galaxy og New York City FC (5/1).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×