„Þetta er of gott tilboð til að láta það fara framhjá sér. Er það ekki?“ skrifar Karl á Facebooksíðu sína.
Líklegast er Karl nú að grínast með að íhuga þetta tilboð sem honum barst í pósti, en hann segist reglulega fá slíka pósta frá framboði Trump.
Donald Trump hefur verið sakaður um að sækjast eftir fjárframlögum frá þingmönnum víða um heim, en sú fjáröflun hefur verið kærð. Ólöglegt er í Bandaríkjunum að fá styrk vegna framboðs frá erlendum aðilum.