Erlent

Ísbjörn drap og át hún - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Birnan reyndi að stöðva björninn sem hljóp bara fram hjá henni.
Birnan reyndi að stöðva björninn sem hljóp bara fram hjá henni.
Sjaldgæft er að vitni verði að því þegar ísbirnir borði aðra ísbirni. Ekki þykir þó líklegt að það gerist sjaldan. Vísindamenn og myndatökumenn National Geographic urðu þó vitni að slíku atviki við norðurskautið.

Atvikið náðist á myndband síðasta sumar og var myndbandið birt á dögunum.

Talið er að ísbirnirnir hafi verið á verð um hafísinn í leit að selum. Vísindamennirnir telja að seint á sumrin, þegar fáa seli er hægt að finna á ísnum, lendi húnar í kjafti fullorðinna ísbjarna.

Sjá má birnuna og húninn hlaupa undan ísbirninum, en húnninn var ekki nægilega fljótur. Birnan reyndi að verja húninn, en tókst það ekki. Þegar ljóst er að björninn er búinn að drepa húninn flýr birnan.

Rétt er að vara við því að meðfylgjandi myndband gæti vakið óhug.

Hér má sjá stutt myndband National Geographic um birnur og húna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×