Fótbolti

Kosið um nýjan forseta FIFA í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þessir fimm bjóða sig fram.
Þessir fimm bjóða sig fram. Vísir/EPA
Alþjóðaknattspyrnusambandið reynir að taka fyrsta skrefið í átt að nýrri og bjartari framtíð sinni þegar sambandið heldur forsetakosningar sínar í dag.

Fulltrúar 207 knattspyrnusambanda frá öllum heiminum eru samankomnir í Zürich í Sviss þar sem þeir kjósa eftirmann Sepp Blatter.

Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA 1998 og var endurkjörinn í enn eitt skiptið fyrir tæpu ári síðan en tilkynnti í næstu viku á eftir að hann ætlaði að stíga niður.

FIFA hefur átt erfiða tíma á þessu ári, spillingarmálin hafa komið fram í bílförmum og nú síðast var Blatter sjálfur dæmdur í langt bann fyrir að borga Michel Platini stóra upphaf í aðdraganda forsetakosningar þar sem Blatter var síðan endurkjörinn.

Fimm einstaklingar bjóða sig fram og vilja komst í stólinn hans Sepp Blatter en þar hefur Blatter verið í átján ár.

Þeir sem keppast um hnossið eru Sheikh Salman bin Ebrahim al-Khalifa, Gianni Infantino, Ali bin al-Hussein prins, Tokyo Sexwale and Jerome Champagne.

Fyrirfram er talið að baráttan standi á milli þeirra Sheikh Salman bin Ebrahim al-Khalifa og Gianni Infantino en öll Evrópa og þar á meðal Knattspyrnusamband Íslands ætlar að kjósa Infantino. Ali bin al-Hussein prins bauð sig líka fram fyrir tæpu ári en tapaði þá fyrir Sepp Blatter.

Kosningin hefst á hádegi að íslenskum tíma en hún gæti tekið marga klukkutíma því það þarf sigurvegarinn þarf að fá ákveðin hluta atkvæða til að vera kosinn forseti FIFA.


Tengdar fréttir

KSÍ styður Infantino til forseta FIFA

Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, styður Gianni Infantino í framboði hans til forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×