Við erum ekki börn Aileen Soffia Svensdóttir skrifar 5. mars 2016 07:00 Í kjölfar umfjöllunar í fréttatíma RÚV miðvikudaginn 2. mars síðastliðinn varð ég verulega döpur. Þar var verið að að tala um mig sem barn, ég sem er orðin næstum fertug. Ég hélt við værum komin yfir þetta viðhorf fyrir löngu og værum farin að virða fólkið eftir aldri óháð fötlun. Í umræddri frétt sem rætt var um það hvernig sé best að yfirheyra fólk með þroskahömlun var ítrekað vísað til barna og þá sérstaklega var lögð áhersla á að fá leyfi til að yfirheyra okkur í Barnahúsi. Sá ágæti lögreglufullrúi, sem á dögunum fékk Múrbrjót Landssamtakanna Þroskahjálpar og fréttamaður RÚV töluðu um okkur, fullorðna fólkið, sem börn sem ættu eftir 18 ára aldur að láta taka skýrslu af okkur í Barnahúsi. Afhverju? Áður fyrr var fólk kallað fávitar af því það var með þroskahömlun, svo vangefnir og að lokum þroskaheft. Í kringum 1995 var ákveðið í ljósi baráttu sem hafði byrjað í Bandaríkunum 1988 og kölluð fólkið fyrst (people-first) og notast við orðfærið „fólk með þroskahömlun“. Þetta er ekki flókið við erum öll fólk, persónur og leikendur í þessu samfélagi. Fullorðið fólk fer ekki á leikskóla því það hagar sér eins og börn. Ég skil ég ekki af hverju þarf að yfirheyra fullorðið fólk í Barnahúsi? Við þurfum stuðning og hefur umræddur lögreglufullrúi eimitt sett fram verkferla sem við hjá Átaki, félagi fólks með þroskahömlun erum ánægð með sem eflir okkur sem fullorðið fólk. Hann hefur bætt aðstöðumun okkar og gefið okkur rödd. Í því kerfi er einmitt lögð áhersla á stuðning við okkur en ekki af því að við erum börn, heldur af því við erum fullorðið fólk, með þroskahömlun sem í sumum tilfellum þurfum stuðning. Í 13. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er ákvæði um að aðildarríkin sem skrifuðu undir þann samning eigi að tryggja fötluðu fólki virkan aðgang að réttarkerfinu til jafns við aðra, meðal annars með því að laga málsmeðferð að þörfum þess. Segir í þessari grein sérstaklega „...og taka tilhlýðilegt tillit til aldurs viðkomandi,...“ . Ég bið ekki um meira en að fjölmiðlar, lögreglan og allur almenningur notist við það orðfæri og aðgerðir sem bera virðingu fyrir lífaldri fólks. Við sem erum með þroskahömlun erum ekki börn, við erum fullorðið fólk sem viljum njóta sömu réttinda og virðingar og annað fullorðið fólk í samfélaginu þó við þurfum sérstaka aðstoð. Sýnið því smá virðingu og virðið okkur sem fullorðið fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar umfjöllunar í fréttatíma RÚV miðvikudaginn 2. mars síðastliðinn varð ég verulega döpur. Þar var verið að að tala um mig sem barn, ég sem er orðin næstum fertug. Ég hélt við værum komin yfir þetta viðhorf fyrir löngu og værum farin að virða fólkið eftir aldri óháð fötlun. Í umræddri frétt sem rætt var um það hvernig sé best að yfirheyra fólk með þroskahömlun var ítrekað vísað til barna og þá sérstaklega var lögð áhersla á að fá leyfi til að yfirheyra okkur í Barnahúsi. Sá ágæti lögreglufullrúi, sem á dögunum fékk Múrbrjót Landssamtakanna Þroskahjálpar og fréttamaður RÚV töluðu um okkur, fullorðna fólkið, sem börn sem ættu eftir 18 ára aldur að láta taka skýrslu af okkur í Barnahúsi. Afhverju? Áður fyrr var fólk kallað fávitar af því það var með þroskahömlun, svo vangefnir og að lokum þroskaheft. Í kringum 1995 var ákveðið í ljósi baráttu sem hafði byrjað í Bandaríkunum 1988 og kölluð fólkið fyrst (people-first) og notast við orðfærið „fólk með þroskahömlun“. Þetta er ekki flókið við erum öll fólk, persónur og leikendur í þessu samfélagi. Fullorðið fólk fer ekki á leikskóla því það hagar sér eins og börn. Ég skil ég ekki af hverju þarf að yfirheyra fullorðið fólk í Barnahúsi? Við þurfum stuðning og hefur umræddur lögreglufullrúi eimitt sett fram verkferla sem við hjá Átaki, félagi fólks með þroskahömlun erum ánægð með sem eflir okkur sem fullorðið fólk. Hann hefur bætt aðstöðumun okkar og gefið okkur rödd. Í því kerfi er einmitt lögð áhersla á stuðning við okkur en ekki af því að við erum börn, heldur af því við erum fullorðið fólk, með þroskahömlun sem í sumum tilfellum þurfum stuðning. Í 13. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er ákvæði um að aðildarríkin sem skrifuðu undir þann samning eigi að tryggja fötluðu fólki virkan aðgang að réttarkerfinu til jafns við aðra, meðal annars með því að laga málsmeðferð að þörfum þess. Segir í þessari grein sérstaklega „...og taka tilhlýðilegt tillit til aldurs viðkomandi,...“ . Ég bið ekki um meira en að fjölmiðlar, lögreglan og allur almenningur notist við það orðfæri og aðgerðir sem bera virðingu fyrir lífaldri fólks. Við sem erum með þroskahömlun erum ekki börn, við erum fullorðið fólk sem viljum njóta sömu réttinda og virðingar og annað fullorðið fólk í samfélaginu þó við þurfum sérstaka aðstoð. Sýnið því smá virðingu og virðið okkur sem fullorðið fólk.
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar