Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2016 15:33 Deiluaðilar á samningafundi. Fréttablaðið/Ernir Flugumferðarstjórar boðuðu í morgun þjálfunarbann frá og með 6. maí næstkomandi og bætist bannið við yfirvinnubann sem hófst 6. apríl síðastliðinn. Flugumferðarstjórar funduðu með Isavia í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun, en þeim fundi lauk í hádeginu, án niðurstöðu. Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir stöðuna sem upp sé komna grafalvarlega. „Þetta þýðir að við flugumferðarstjórar munum hætta að sinna þjálfun nýliða inni á vinnustöðunum og þeir sem hafa annast slíka þjálfun hafa fengið greitt fyrir hana með álagi ofan á laun sín. Það álag verður væntanlega tekið af þeim en það er okkar fórnarkostnaður," segir Sigurjón í samtali við Vísi. Mikilvægt sé að lausn finnist sem fyrst enda sé landflótti flugumferðarstjóra eitt stærsta vandamál stéttarinnar. „Það er hins vegar grafalvarlegt ef þjálfunarbannið dregst á langinn. Nýliðun í stétt flugumferðarstjóra er eitt af okkar stærstu vandamálum og óbreyttur taktur í þjálfuninni nær ekki einu sinni að halda í forminu. Það er því alvarlegt mál ef það hægist á nýliðun." Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur haft nokkur áhrif, bæði á millilanda- og innanlandsflug. Sú aðgerð var sú mildasta sem völ var á, segir Sigurjón. Nú sé engin lausn í sjónmáli og því hafi flugumferðarstjórar séð sig knúna til að grípa til hertari aðgerða. „Við töldum þetta rétt á þessum tímapunkti. Það er líklega á allra vitorði að álag á flugumferðarstjórn hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Það er líka vitað að afkoma vinnuveitanda okkar og fluggeirans hefur batnað til mikilla muna og okkur er hreinlega fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að ætlast til þess að hluti þess hagnaðar sé fenginn með því að halda launakostnaði langt undir því sem gerist í kringum okkur og mæta svo stórauknum verkefnum með því einu að auka við yfirvinnu. Það síðan bitnar á bráðnauðsynlegum hvíldartíma flugumferðarstjóra," segir Sigurjón. „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," bætir hann við. Tengdar fréttir Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32 Hænuskrefi áfram í viðræðunum Tillögu flugumferðarstjóra hafnað. 20. apríl 2016 15:07 Röskun á flugi á Keflavíkurflugvelli í nótt Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur áhrif á flugsamgöngur í nótt. 22. apríl 2016 23:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Flugumferðarstjórar boðuðu í morgun þjálfunarbann frá og með 6. maí næstkomandi og bætist bannið við yfirvinnubann sem hófst 6. apríl síðastliðinn. Flugumferðarstjórar funduðu með Isavia í húsakynnum ríkissáttasemjara í morgun, en þeim fundi lauk í hádeginu, án niðurstöðu. Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir stöðuna sem upp sé komna grafalvarlega. „Þetta þýðir að við flugumferðarstjórar munum hætta að sinna þjálfun nýliða inni á vinnustöðunum og þeir sem hafa annast slíka þjálfun hafa fengið greitt fyrir hana með álagi ofan á laun sín. Það álag verður væntanlega tekið af þeim en það er okkar fórnarkostnaður," segir Sigurjón í samtali við Vísi. Mikilvægt sé að lausn finnist sem fyrst enda sé landflótti flugumferðarstjóra eitt stærsta vandamál stéttarinnar. „Það er hins vegar grafalvarlegt ef þjálfunarbannið dregst á langinn. Nýliðun í stétt flugumferðarstjóra er eitt af okkar stærstu vandamálum og óbreyttur taktur í þjálfuninni nær ekki einu sinni að halda í forminu. Það er því alvarlegt mál ef það hægist á nýliðun." Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur haft nokkur áhrif, bæði á millilanda- og innanlandsflug. Sú aðgerð var sú mildasta sem völ var á, segir Sigurjón. Nú sé engin lausn í sjónmáli og því hafi flugumferðarstjórar séð sig knúna til að grípa til hertari aðgerða. „Við töldum þetta rétt á þessum tímapunkti. Það er líklega á allra vitorði að álag á flugumferðarstjórn hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Það er líka vitað að afkoma vinnuveitanda okkar og fluggeirans hefur batnað til mikilla muna og okkur er hreinlega fyrirmunað að skilja hvernig hægt er að ætlast til þess að hluti þess hagnaðar sé fenginn með því að halda launakostnaði langt undir því sem gerist í kringum okkur og mæta svo stórauknum verkefnum með því einu að auka við yfirvinnu. Það síðan bitnar á bráðnauðsynlegum hvíldartíma flugumferðarstjóra," segir Sigurjón. „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," bætir hann við.
Tengdar fréttir Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32 Hænuskrefi áfram í viðræðunum Tillögu flugumferðarstjóra hafnað. 20. apríl 2016 15:07 Röskun á flugi á Keflavíkurflugvelli í nótt Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur áhrif á flugsamgöngur í nótt. 22. apríl 2016 23:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Flýta flugferðum vegna lokunar á Reykjavíkurflugvelli Aðeins einn flugumferðastjóri verður á vakt frá klukkan 20 í kvöld vegna yfirvinnubanns. 11. apríl 2016 15:32
Röskun á flugi á Keflavíkurflugvelli í nótt Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur áhrif á flugsamgöngur í nótt. 22. apríl 2016 23:00