Bandarískir sjóðir telja frumvarp um aflandskrónur brjóta gegn eignarétti Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. maí 2016 10:24 Pétur Örn Sverrisson hæstaréttarlögmaður, annar frá vinstri, gætir hagsmuna Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital. Hann starfaði áður fyrir slitastjórn Landsbankans en myndin var tekin á upplýsingafundi slitastjórnar bankans á Hilton Nordica árið 2011. Fréttablaðið/Stefán Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. Þetta kemur fram í umsögn þeirra til Alþingis um frumvarpið sem er nú til umfjöllunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Frumvarpið felur efnislega í sér að eigendum aflandskróna upp að 320 milljórðum króna verður boðið skipta þeim fyrir gjaldeyri með tugprósenta afföllum ella sæta því að krónurnar verði læstar á sérstökum reikningum sem bera litla eða enga vexti. Frumvarpið er lokahnykkurinn í aðgerðum stjórnvalda til að afnema gjaldeyrishöft. Í umsögn bandarísku sjóðanna, sem rituð er af Pétri Erni Sverrissyni hæstaréttarlögmanni og Magnúsi Árna Skúlasyni hagfræðingi, kemur fram það mat þeirra að í frumvarpinu sé ekki sýnt fram á að sú skerðing á eignarréttindum sem frumvarpið hefur í för með sér sé nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi, enda sé með frumvarpinu gengið lengra í skerðingu á réttindum en nauðsynlegt er til að markmiðum frumvarpsins verði náð.Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands.Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu telur að fyrirhuguð löggjöf um meðferð krónueigna standist grundvallarreglur um vernd eignarréttar og bann við mismunun. Þetta kemur fram í minnisblaði hans um frumvarpið. Það er óásættanlegt að kröfuhafar slitabúanna og aflandskrónuhafar komist út úr fjármagnshöftum með stórar upphæðir í erlendum gjaldeyri, sem skerða varanlega lífskjör almennings, fyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi. Þetta kemur fram í umsögn InDefence hópsins um þetta sama frumvarp. Indefence telur að hætta sé á að almenningur, fyrirtæki og lífeyrissjóðir verði eftir í gjaldeyrishöftum til langs tíma. Það sé áhætta sem íslenska þjóðin ætti ekki að þurfa að taka og því sé ennþá óljóst hvenær Íslendingar muni losna úr höftum, að því er fram kemur í umsögn hópsins. Alþingi Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Sjá meira
Tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital, telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um aflandskrónur brjóti gegn eignarétti þeirra með bótaskyldum hætti. Þetta kemur fram í umsögn þeirra til Alþingis um frumvarpið sem er nú til umfjöllunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Frumvarpið felur efnislega í sér að eigendum aflandskróna upp að 320 milljórðum króna verður boðið skipta þeim fyrir gjaldeyri með tugprósenta afföllum ella sæta því að krónurnar verði læstar á sérstökum reikningum sem bera litla eða enga vexti. Frumvarpið er lokahnykkurinn í aðgerðum stjórnvalda til að afnema gjaldeyrishöft. Í umsögn bandarísku sjóðanna, sem rituð er af Pétri Erni Sverrissyni hæstaréttarlögmanni og Magnúsi Árna Skúlasyni hagfræðingi, kemur fram það mat þeirra að í frumvarpinu sé ekki sýnt fram á að sú skerðing á eignarréttindum sem frumvarpið hefur í för með sér sé nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi, enda sé með frumvarpinu gengið lengra í skerðingu á réttindum en nauðsynlegt er til að markmiðum frumvarpsins verði náð.Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands.Davíð Þór Björgvinsson prófessor í lögfræði og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu telur að fyrirhuguð löggjöf um meðferð krónueigna standist grundvallarreglur um vernd eignarréttar og bann við mismunun. Þetta kemur fram í minnisblaði hans um frumvarpið. Það er óásættanlegt að kröfuhafar slitabúanna og aflandskrónuhafar komist út úr fjármagnshöftum með stórar upphæðir í erlendum gjaldeyri, sem skerða varanlega lífskjör almennings, fyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi. Þetta kemur fram í umsögn InDefence hópsins um þetta sama frumvarp. Indefence telur að hætta sé á að almenningur, fyrirtæki og lífeyrissjóðir verði eftir í gjaldeyrishöftum til langs tíma. Það sé áhætta sem íslenska þjóðin ætti ekki að þurfa að taka og því sé ennþá óljóst hvenær Íslendingar muni losna úr höftum, að því er fram kemur í umsögn hópsins.
Alþingi Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Sjá meira