Binni og Pinni Stefán Pálsson skrifar 22. maí 2016 11:00 Stefán Pálsson Í nóvembermánuði árið 1938 hóf nýtt blað göngu sína í Reykjavík. Það skilgreindi sig sem ópólitískt blað til hvíldarlesturs og dægradvalar, að fyrirmynd danska blaðsins Hjemmet. Það kom út einu sinni í viku og hlaut því lýsandi nafn: Vikan. Fyrsta tölublað hafði að geyma þýðingar á erlendum smásögum, bókmenntagagnrýni Tómasar Guðmundssonar, fræðandi grein um krabbamein eftir Jónas Sveinsson lækni – og myndasögur. Síðastnefnda efnið var svo sem engin nýlunda fyrir íslenska lesendur. Þannig hafði vikublaðið Fálkinn lengi birt vinsælar sænskar myndasögur um Adamson, þöglan mann með vindil í munnvikinu og stóran hatt. Vikan bauð hins vegar upp á gamla kunningja úr dönsku blöðunum. Önnur sagan var „Bringing up Father“, sem fjallar um írskan almúgamann sem verður ríkur í happdrættinu og færist upp í yfirstéttina þrátt fyrir að halda fast í ýmsa gamla ósiði. Íslendingar þekktu persónuna undir sínu danska nafni, Gyldenspjæt, en í Vikunni nefndist hún Gissur gullrass. Hin sagan sem hóf göngu sína í þessu fyrsta blaði Vikunnar var Binni og Pinni, sem einnig er bandarísk og nefnist þar „Katzenjammer Kids“. Í hugum íslenskra lesenda voru óknyttabræðurnir þó ekki bandarískir heldur danskir og nefndust Knoll og Tott. Sögurnar um Binna og Pinna; Knoll og Tott eða Hans og Fritz (eftir því hvort við kjósum íslensku, dönsku eða ensku) nutu sérstakra vinsælda á Norðurlöndum og um áratuga skeið voru sérstök hátíðarhefti gefin út fyrir hver jól sem seldust í bílförmum.Þýskir fantar Sögurnar um Binna og Pinna næra ekki bara fortíðarþrá Íslendinga sem komnir eru til vits og ára, þær skipta líka miklu máli fyrir sögu myndasagnalistarinnar sjálfrar. Katzenjammer-krakkarnir eru nefnilega einhverjar elstu myndasögur í heimi og sá sagnaflokkur sem á sér lengsta samfellda útgáfusögu, en sögurnar verða 120 ára í lok næsta árs. Forsagan er raunar enn eldri. Árið 1865 sendi þýski myndlistarmaðurinn Wilhelm Busch frá sér myndskreytt ævintýri, sem með góðum vilja mætti kalla myndasögur, um óknyttapiltana Max og Mórits. Sögur þessar voru sjö talsins og einkenndust af biksvörtum húmor, þar sem vinirnir hrekkja samborgara sína af hreinræktuðum skepnuskap, en hefnist rækilega fyrir þegar illskeyttur malari steypir þeim ofan í myllukvörn svo út kemur andafóður. Sögurnar um Max og Mórits, sem komu út á íslensku árið 1981 í þýðingu Kristjáns Eldjárns, fyrrverandi forseta, nutu frá upphafi mikilla vinsælda í þýskumælandi löndum Evrópu og teljast enn sígildar barnasögur þrátt fyrir kaldrifjaðan boðskapinn. Teikningarnar eru víðkunnar og margir hafa á reiðum höndum vísanir í textann, sem er í bundnu máli. Bandaríski blaðakóngurinn William Randolph Hearst fregnaði vinsældir þessara þýsku myndasagna á ferðum sínum til Evrópu undir lok nítjándu aldar. Um þær mundir stóð yfir blóðug barátta á bandaríska dagblaðamarkaðnum, þar sem útgáfufélög Hearst annars vegna en ungverska innflytjandans Josephs Pulitzer hins vegar bitust um lesendur. Framfarir í prenttækni auðvelduðu notkun myndmáls í blöðunum og útgefendur komust að raun um að skopmyndir og myndasögur væru til sérstakra vinsælda fallnar, ekki hvað síst hjá þeim stóra lesendahópi sem hefði takmarkað vald á að lesa ensku. Guli strákurinn (e. The Yellow Kid) frá árinu 1895 var fyrsta dagblaðamyndasagan og sýndi snoðklipptan almúgastrák úr fátækrahverfum New York í gulum serk. Guli strákurinn og félagar hans sögðu smáskrítlur um allt milli himins og jarðar, jafnt pólitík sem glens á kostnað staðalmynda hinna ýmsu þjóðarbrota í stórborginni.Stefán PálssonGula pressan Lesendur gleyptu í sig myndasögurnar um Gula strákinn og sala blaðsins glæddist. Raunar urðu skopmyndir þessar svo vinsælar að farið var að kenna ódýr götublöð við þær og til varð hugtakið „gula pressan“, sem enn lifir góðu lífi. Gulklædda barnið birtist í blöðum Pulitzers og þurfti Hearst vitaskuld að svara í sömu mynt. Og þar komu Max og Mórits til sögunnar. Líkindin milli þýsku hrekkjusvínanna og þeirra Hans og Fritz í Katzenjammer-krökkunum eru sláandi. Annar er feitlaginn með slétt svart hár en hinn grennri með ljóst hár sem skagar upp í loftið. Að öðru leyti var hugmyndin svo sem ekki ýkja frumleg. Sögur um tvo hrekkjalóma sem gera skammarstrik eru alþekkt sagnaminni. Það var tvítugur teiknari af þýskum ættum, Rudolph Dirks, sem fékk það verkefni að kynna grallarana fyrir bandarískum almenningi. Hann skapaði sagnaheim þar sem Hans og Fritz eru tvíburar, þótt býsna ólíkir séu í útliti, sem alast upp hjá stórvaxinni móður sinni og fúlskeggjuðum skipstjóra með óljós fjölskyldutengsl. Í fyrstu flakkaði fjölskyldan um heiminn, en tók sér fljótlega bólfestu á suðurhafseyju. Allnokkrar aukapersónur koma fyrir í sögunni: ströng kennslukona, ljóshært merkikerti sem etur kappi við bræðurna, þeldökkur héraðshöfðingi og sjóræningjaflokkur, svo nokkrir séu nefndir. Sérhver saga rekur skammarstrik sem oftar en ekki beinist að skipstjóranum og lýkur á að pörupiltarnir eru flengdir eða þeir sleppa með skrekkinn. Eins og nöfnin Hans og Fritz gefa til kynna eiga bræðurnir að vera af þýskum ættum og í sögum Dirks voru ýmsar persónur látnar tala með þýskum hreim. Þá var sjálft heiti myndasagnanna fengið úr þýsku, en Katzenjammer merkir kattabreim í bókstaflegri merkingu en þynnka eða timburmenn í almennu talmáli. Vinsældir sagnanna urðu miklar og innan fárra ára rötuðu Hans og Fritz bæði á svið og hvíta tjaldið. Áhrifin á myndasöguheiminn voru líka mikil. Þannig var Rudolph Dirks meðal þeirra fyrstu til að notast við talblöðrur í sögum sínum, í stað þess að textinn væri ritaður fyrir neðan hvern myndaramma. Önnur myndasögubrögð, á borð við að láta sögupersónur sjá stjörnur eða tákna hljóð með myndrænum hætti, eins og hrotur með því að sýna sög vinna á viðardrumbi, voru sömuleiðis uppfinningar hans.Slegist í dómsölum En vinsældum fylgja fórnir. Dagblöð Hearsts heimtuðu sífellt nýjar sögur. Þegar teiknarinn Dirks ákvað að taka sér frí til að ferðast um Evrópu með fjölskyldu sinni eftir fimmtán ára þjónustu vildi blaðakóngurinn ekki sjá af mjólkurkúnni og fékk nýjan höfund til starfa. Við tóku langvinn málaferli, sem reyndust afdrifarík fyrir þróun myndasöguiðnaðarins. Niðurstaða dómstóla varð sú að útgáfufyrirtækið ætti einkarétt á nafni sagnaflokksins og mætti halda útgáfu hans áfram á sínum forsendum. Hins vegar var höfundinum heimilt að vinna áfram með þær persónur sem hann hafði skapað. Útkoman varð kyndug. Rudolph Dirks hóf að teikna sagnaflokkinn „The Captain and the Kids“ fyrir blaðakónginn Pulitzer, sem innihélt allar aðalsöguhetjur gömlu sagnanna og hélt því áfram fram yfir áttrætt, árið 1958. Þá tók sonur hans við keflinu og hélt áfram með sögurnar í rúma tvo áratugi. Eftirmaður Dirks í blöðum Hearts-samsteypunnar, Harold H. Knerr, teiknaði hins vegar sögur um sömu persónur og í sama anda undir yfirskriftinni „The Real Katzenjammer Kids“. Stíll höfundanna var svipaður, en Knerr er þó almennt talinn slyngari teiknari á meðan Dirks var snjallari höfundur. Það eru hins vegar sögur þess fyrrnefnda sem íslenskir lesendur Vikunnar kynntust og lærðu að meta. Harold H. Knerr lést árið 1949, en upp frá því hefur fjöldi höfunda spreytt sig á sögunum. Þær hafa þó tekið furðulitlum breytingum í útliti og efnistökum á þessum tæpu 120 árum. Raunar hafa sumir nýrri höfundanna einfaldað sér vinnuna með því að endurvinna gamlar skrítlur. Af nógu er að taka. Og enn í dag koma út nýjar sögur um Binna og Pinna. Núverandi höfundur er tæplega níræður að aldri, en lætur þó engan bilbug á sér finna. Hann nefnist Hy Eisman og hefur teiknað myndasögur frá því að Sveinn Björnsson var forseti Íslands. Í hverri viku skilar hann af sér einni stuttri sögu um hrekkjalómana óforbetranlegu og annarri um Stjána Bláa, sem enn í dag bryður spínat og slæst um hjarta Stínu Stangar. Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Í nóvembermánuði árið 1938 hóf nýtt blað göngu sína í Reykjavík. Það skilgreindi sig sem ópólitískt blað til hvíldarlesturs og dægradvalar, að fyrirmynd danska blaðsins Hjemmet. Það kom út einu sinni í viku og hlaut því lýsandi nafn: Vikan. Fyrsta tölublað hafði að geyma þýðingar á erlendum smásögum, bókmenntagagnrýni Tómasar Guðmundssonar, fræðandi grein um krabbamein eftir Jónas Sveinsson lækni – og myndasögur. Síðastnefnda efnið var svo sem engin nýlunda fyrir íslenska lesendur. Þannig hafði vikublaðið Fálkinn lengi birt vinsælar sænskar myndasögur um Adamson, þöglan mann með vindil í munnvikinu og stóran hatt. Vikan bauð hins vegar upp á gamla kunningja úr dönsku blöðunum. Önnur sagan var „Bringing up Father“, sem fjallar um írskan almúgamann sem verður ríkur í happdrættinu og færist upp í yfirstéttina þrátt fyrir að halda fast í ýmsa gamla ósiði. Íslendingar þekktu persónuna undir sínu danska nafni, Gyldenspjæt, en í Vikunni nefndist hún Gissur gullrass. Hin sagan sem hóf göngu sína í þessu fyrsta blaði Vikunnar var Binni og Pinni, sem einnig er bandarísk og nefnist þar „Katzenjammer Kids“. Í hugum íslenskra lesenda voru óknyttabræðurnir þó ekki bandarískir heldur danskir og nefndust Knoll og Tott. Sögurnar um Binna og Pinna; Knoll og Tott eða Hans og Fritz (eftir því hvort við kjósum íslensku, dönsku eða ensku) nutu sérstakra vinsælda á Norðurlöndum og um áratuga skeið voru sérstök hátíðarhefti gefin út fyrir hver jól sem seldust í bílförmum.Þýskir fantar Sögurnar um Binna og Pinna næra ekki bara fortíðarþrá Íslendinga sem komnir eru til vits og ára, þær skipta líka miklu máli fyrir sögu myndasagnalistarinnar sjálfrar. Katzenjammer-krakkarnir eru nefnilega einhverjar elstu myndasögur í heimi og sá sagnaflokkur sem á sér lengsta samfellda útgáfusögu, en sögurnar verða 120 ára í lok næsta árs. Forsagan er raunar enn eldri. Árið 1865 sendi þýski myndlistarmaðurinn Wilhelm Busch frá sér myndskreytt ævintýri, sem með góðum vilja mætti kalla myndasögur, um óknyttapiltana Max og Mórits. Sögur þessar voru sjö talsins og einkenndust af biksvörtum húmor, þar sem vinirnir hrekkja samborgara sína af hreinræktuðum skepnuskap, en hefnist rækilega fyrir þegar illskeyttur malari steypir þeim ofan í myllukvörn svo út kemur andafóður. Sögurnar um Max og Mórits, sem komu út á íslensku árið 1981 í þýðingu Kristjáns Eldjárns, fyrrverandi forseta, nutu frá upphafi mikilla vinsælda í þýskumælandi löndum Evrópu og teljast enn sígildar barnasögur þrátt fyrir kaldrifjaðan boðskapinn. Teikningarnar eru víðkunnar og margir hafa á reiðum höndum vísanir í textann, sem er í bundnu máli. Bandaríski blaðakóngurinn William Randolph Hearst fregnaði vinsældir þessara þýsku myndasagna á ferðum sínum til Evrópu undir lok nítjándu aldar. Um þær mundir stóð yfir blóðug barátta á bandaríska dagblaðamarkaðnum, þar sem útgáfufélög Hearst annars vegna en ungverska innflytjandans Josephs Pulitzer hins vegar bitust um lesendur. Framfarir í prenttækni auðvelduðu notkun myndmáls í blöðunum og útgefendur komust að raun um að skopmyndir og myndasögur væru til sérstakra vinsælda fallnar, ekki hvað síst hjá þeim stóra lesendahópi sem hefði takmarkað vald á að lesa ensku. Guli strákurinn (e. The Yellow Kid) frá árinu 1895 var fyrsta dagblaðamyndasagan og sýndi snoðklipptan almúgastrák úr fátækrahverfum New York í gulum serk. Guli strákurinn og félagar hans sögðu smáskrítlur um allt milli himins og jarðar, jafnt pólitík sem glens á kostnað staðalmynda hinna ýmsu þjóðarbrota í stórborginni.Stefán PálssonGula pressan Lesendur gleyptu í sig myndasögurnar um Gula strákinn og sala blaðsins glæddist. Raunar urðu skopmyndir þessar svo vinsælar að farið var að kenna ódýr götublöð við þær og til varð hugtakið „gula pressan“, sem enn lifir góðu lífi. Gulklædda barnið birtist í blöðum Pulitzers og þurfti Hearst vitaskuld að svara í sömu mynt. Og þar komu Max og Mórits til sögunnar. Líkindin milli þýsku hrekkjusvínanna og þeirra Hans og Fritz í Katzenjammer-krökkunum eru sláandi. Annar er feitlaginn með slétt svart hár en hinn grennri með ljóst hár sem skagar upp í loftið. Að öðru leyti var hugmyndin svo sem ekki ýkja frumleg. Sögur um tvo hrekkjalóma sem gera skammarstrik eru alþekkt sagnaminni. Það var tvítugur teiknari af þýskum ættum, Rudolph Dirks, sem fékk það verkefni að kynna grallarana fyrir bandarískum almenningi. Hann skapaði sagnaheim þar sem Hans og Fritz eru tvíburar, þótt býsna ólíkir séu í útliti, sem alast upp hjá stórvaxinni móður sinni og fúlskeggjuðum skipstjóra með óljós fjölskyldutengsl. Í fyrstu flakkaði fjölskyldan um heiminn, en tók sér fljótlega bólfestu á suðurhafseyju. Allnokkrar aukapersónur koma fyrir í sögunni: ströng kennslukona, ljóshært merkikerti sem etur kappi við bræðurna, þeldökkur héraðshöfðingi og sjóræningjaflokkur, svo nokkrir séu nefndir. Sérhver saga rekur skammarstrik sem oftar en ekki beinist að skipstjóranum og lýkur á að pörupiltarnir eru flengdir eða þeir sleppa með skrekkinn. Eins og nöfnin Hans og Fritz gefa til kynna eiga bræðurnir að vera af þýskum ættum og í sögum Dirks voru ýmsar persónur látnar tala með þýskum hreim. Þá var sjálft heiti myndasagnanna fengið úr þýsku, en Katzenjammer merkir kattabreim í bókstaflegri merkingu en þynnka eða timburmenn í almennu talmáli. Vinsældir sagnanna urðu miklar og innan fárra ára rötuðu Hans og Fritz bæði á svið og hvíta tjaldið. Áhrifin á myndasöguheiminn voru líka mikil. Þannig var Rudolph Dirks meðal þeirra fyrstu til að notast við talblöðrur í sögum sínum, í stað þess að textinn væri ritaður fyrir neðan hvern myndaramma. Önnur myndasögubrögð, á borð við að láta sögupersónur sjá stjörnur eða tákna hljóð með myndrænum hætti, eins og hrotur með því að sýna sög vinna á viðardrumbi, voru sömuleiðis uppfinningar hans.Slegist í dómsölum En vinsældum fylgja fórnir. Dagblöð Hearsts heimtuðu sífellt nýjar sögur. Þegar teiknarinn Dirks ákvað að taka sér frí til að ferðast um Evrópu með fjölskyldu sinni eftir fimmtán ára þjónustu vildi blaðakóngurinn ekki sjá af mjólkurkúnni og fékk nýjan höfund til starfa. Við tóku langvinn málaferli, sem reyndust afdrifarík fyrir þróun myndasöguiðnaðarins. Niðurstaða dómstóla varð sú að útgáfufyrirtækið ætti einkarétt á nafni sagnaflokksins og mætti halda útgáfu hans áfram á sínum forsendum. Hins vegar var höfundinum heimilt að vinna áfram með þær persónur sem hann hafði skapað. Útkoman varð kyndug. Rudolph Dirks hóf að teikna sagnaflokkinn „The Captain and the Kids“ fyrir blaðakónginn Pulitzer, sem innihélt allar aðalsöguhetjur gömlu sagnanna og hélt því áfram fram yfir áttrætt, árið 1958. Þá tók sonur hans við keflinu og hélt áfram með sögurnar í rúma tvo áratugi. Eftirmaður Dirks í blöðum Hearts-samsteypunnar, Harold H. Knerr, teiknaði hins vegar sögur um sömu persónur og í sama anda undir yfirskriftinni „The Real Katzenjammer Kids“. Stíll höfundanna var svipaður, en Knerr er þó almennt talinn slyngari teiknari á meðan Dirks var snjallari höfundur. Það eru hins vegar sögur þess fyrrnefnda sem íslenskir lesendur Vikunnar kynntust og lærðu að meta. Harold H. Knerr lést árið 1949, en upp frá því hefur fjöldi höfunda spreytt sig á sögunum. Þær hafa þó tekið furðulitlum breytingum í útliti og efnistökum á þessum tæpu 120 árum. Raunar hafa sumir nýrri höfundanna einfaldað sér vinnuna með því að endurvinna gamlar skrítlur. Af nógu er að taka. Og enn í dag koma út nýjar sögur um Binna og Pinna. Núverandi höfundur er tæplega níræður að aldri, en lætur þó engan bilbug á sér finna. Hann nefnist Hy Eisman og hefur teiknað myndasögur frá því að Sveinn Björnsson var forseti Íslands. Í hverri viku skilar hann af sér einni stuttri sögu um hrekkjalómana óforbetranlegu og annarri um Stjána Bláa, sem enn í dag bryður spínat og slæst um hjarta Stínu Stangar.
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira