Segir sjómenn upplifa hroka, yfirgang og virðingarleysi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 00:00 Vilhjálmur segir yfirgnæfandi líkur á að kjarasamningar sjómanna verði felldir í atkvæðagreiðslunni 14. desember. vísir/jón sigurður Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir sjómenn ekki treysta því að þau atriði sem samið hefur verið um við útvegsmenn verði framkvæmd. Veruleg gremja ríki á meðal sjómanna með nýgerðan kjarasamning og telur yfirgnæfandi líkur á að hann verði felldur.Þetta kemur fram í pistli sem Vilhjálmur ritar á heimasíðu félagsins, en hann fundaði í gær með sjómönnum sem tilheyra sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness. „Það fer einnig ekkert á milli mála að það hefur myndast gríðarleg gjá á milli sjómanna og útgerðarmanna hvað varðar traust, en sjómenn treysta því ekki aið þau atriði sem um var samið verði framkvæmd eins og samningur kveður á um. Kom skýrt fram hjá sjómönnum að þar tala þeir af reynslu,“ segir Vilhjálmur. Sjómönnum hafi meðal annars verið tíðrætt um mönnunarmál á uppsjávarskipum og ísfisktogurum„Það er svo sannarlega umhugsunarefni fyrir útgerðarmenn hvernig þeir virðast hafa glatað öllu trausti sjómanna," segir Vilhjálmur.„Menn treysta ekki heldur útgerðarmönnum hvað varðar samræmda upplýsingagjöf á uppsjávarafurðum sem nota á til grundvallar á verðmyndun á uppsjávarafla. Það er svo sannarlega umhugsunarefni fyrir útgerðarmenn hvernig þeir virðast hafa glatað öllu trausti sjómanna.“ Vilhjálmur segir að margir sjómenn upplifi hroka, yfirgang og virðingarleysi í sinn garð af hálfu sumra útgerðarmanna, sem hafi gert það að verkum að algjört vantraust ríki á milli þeirra. Útgerðarmenn verði að líta í eigin rann og spyrja sig af hverju þetta mikla vantraust ríki, og hvað hægt sé að gera til að bæta samskiptin. Vilhjálmur líkir sambandi sjómanna og útgerðarmanna við ofbeldissamband. „Hvernig ráðningarsamband er það á milli útgerðar og sjómanna þegar gríðarlegur fjöldi sjómanna þorir ekki undir nokkrum kringumstæðum að tjá sig um þau atriði sem þeir eru á eitt ósáttir við af ótta við að verða látnir taka pokann sinn og missa þannig sitt lífsviðurværi.“ Vilhjálmur segir að nú þurfi að ræða hvernig útgerðarmenn geti áunnið sér traustið. „Ef það gerist ekki þá telur formaður nokkuð ljóst að það sama muni gerast og gerist í flestum ofbeldissamböndum, að annar aðilinn lætur sig eðlilega hverfa og í þessu tilfelli verða það sjómenn sem munu láta sig hverfa ef kjarasamningurinn verður ekki lagfærður og þessari vanvirðingu sem þeir upplifa ljúki ekki í eitt skipti fyrir öll.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir sjómenn ekki treysta því að þau atriði sem samið hefur verið um við útvegsmenn verði framkvæmd. Veruleg gremja ríki á meðal sjómanna með nýgerðan kjarasamning og telur yfirgnæfandi líkur á að hann verði felldur.Þetta kemur fram í pistli sem Vilhjálmur ritar á heimasíðu félagsins, en hann fundaði í gær með sjómönnum sem tilheyra sjómannadeild Verkalýðsfélags Akraness. „Það fer einnig ekkert á milli mála að það hefur myndast gríðarleg gjá á milli sjómanna og útgerðarmanna hvað varðar traust, en sjómenn treysta því ekki aið þau atriði sem um var samið verði framkvæmd eins og samningur kveður á um. Kom skýrt fram hjá sjómönnum að þar tala þeir af reynslu,“ segir Vilhjálmur. Sjómönnum hafi meðal annars verið tíðrætt um mönnunarmál á uppsjávarskipum og ísfisktogurum„Það er svo sannarlega umhugsunarefni fyrir útgerðarmenn hvernig þeir virðast hafa glatað öllu trausti sjómanna," segir Vilhjálmur.„Menn treysta ekki heldur útgerðarmönnum hvað varðar samræmda upplýsingagjöf á uppsjávarafurðum sem nota á til grundvallar á verðmyndun á uppsjávarafla. Það er svo sannarlega umhugsunarefni fyrir útgerðarmenn hvernig þeir virðast hafa glatað öllu trausti sjómanna.“ Vilhjálmur segir að margir sjómenn upplifi hroka, yfirgang og virðingarleysi í sinn garð af hálfu sumra útgerðarmanna, sem hafi gert það að verkum að algjört vantraust ríki á milli þeirra. Útgerðarmenn verði að líta í eigin rann og spyrja sig af hverju þetta mikla vantraust ríki, og hvað hægt sé að gera til að bæta samskiptin. Vilhjálmur líkir sambandi sjómanna og útgerðarmanna við ofbeldissamband. „Hvernig ráðningarsamband er það á milli útgerðar og sjómanna þegar gríðarlegur fjöldi sjómanna þorir ekki undir nokkrum kringumstæðum að tjá sig um þau atriði sem þeir eru á eitt ósáttir við af ótta við að verða látnir taka pokann sinn og missa þannig sitt lífsviðurværi.“ Vilhjálmur segir að nú þurfi að ræða hvernig útgerðarmenn geti áunnið sér traustið. „Ef það gerist ekki þá telur formaður nokkuð ljóst að það sama muni gerast og gerist í flestum ofbeldissamböndum, að annar aðilinn lætur sig eðlilega hverfa og í þessu tilfelli verða það sjómenn sem munu láta sig hverfa ef kjarasamningurinn verður ekki lagfærður og þessari vanvirðingu sem þeir upplifa ljúki ekki í eitt skipti fyrir öll.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira