Innlent

Búið að bera kennsl á líkið sem fannst við Grandagarð

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá störfum lögreglu á vettvangi í morgun.
Frá störfum lögreglu á vettvangi í morgun.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur borið kennsl á líkið sem fannst við Grandagarð í Reykjavík og hafa aðstandendur verið látnir vita. Lík karlmannsins fannst í skurði, sem hafði verið grafinn í tengslum við framkvæmdir á svæðinu, um klukkan átta í morgun. Var maðurinn Íslendingur á sjötugsaldri.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ekki sé grunur um að dauða mannsins hafi borið að með saknæmum hætti og að líklega hafi verið um slys að ræða. Krufning muni skera úr um dánarorsök.

Vísir/Loftmyndir ehf.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×