Erlent

Samstarfsflokkar Rousseff snúast gegn henni

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Það er byrjað að halla á ógæfuhliðina hjá Dilmu Rousseff Brasiliuforseta.
Það er byrjað að halla á ógæfuhliðina hjá Dilmu Rousseff Brasiliuforseta. Vísir/AFP
Liðsmenn tveggja samstarfsflokka Dilmu Rousseff hafa verið hvattir af leiðtogum sínum að kjósa með því að hún verði lögð af sem forseti Brasilíu. Henni er gert að sök um að hafa seilst í opinbera sjóði til að láta efnahag landsins líta betur út.  Í fyrradag samþykkti nefnd á brasilíska þinginu að unnið yrði að því að lögsækja forsetann fyrir tilraunir til þess að fegra bókhald landsins. Atkvæðagreiðsla um málið fer fram á þingi 17 eða 18 apríl. Sjálf segir Roussef að málið sé runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga hennar á hægri vængnum.

Allt er á tjá og tundri í Brasilíu og mikið um mótmæli sem hafa jafnvel brotist út í uppþot. Rousseff er leiðtogi Partio dos Trabalhadores flokksins (Vinnuflokksins) sem hefur þingmeirihluta í samstarfi við Repúblikana (PRB) þar sem og flokk framsækna (PP) sem dró sig úr samstarfinu á þriðjudag. Talsmenn beggja flokka, sem samanlagt skipa 69 þingsæti, segja að flestir ætli sér að kjósa með tillögunni um að Rousseff verði vikið úr embætti. Í Brasilíu eru 513 þingsæti en tvo þriðju atkvæða þarf til þess að tillagan verði send áfram til öldungaþingsins.

Nýleg könnun, sem var þó tekin áður en samstarfsflokkarnir tilkynntu að Rousseff hefði ekki stuðning þeirra, leiddi í ljós að 300 þingmenn ætla kjósa með því Rousseff verði látin stíga til hliðar. Þar voru 125 þingmenn sem sögðust styðja forsetann en 88 voru enn óákveðnir.  


Tengdar fréttir

Hallar á ógæfuhliðina hjá forseta Brasilíu

Ennn kvarnast úr stuðningnum við Dilmu Rousseff Brasilíuforseta sem reynir nú að komast hjá lögsókn. Annar flokkur í samsteypustjórn Rousseff hefur nú sagt sig úr stjórninni en í síðasta mánuði fór stærsti samstarfslokkurinn frá borði.

Vilja sækja Rousseff til saka

Nefnd á brasilíska þinginu samþykkti í gær að unnið skuli að því að lögsækja sitjandi forseta landsins, Dilmu Rousseff. Nefndin samþykkti tillöguna með 38 atkvæðum gegn 27 en hún er sökuð um að hafa fegrað bókhald ríkisins til þess að fela fjárlagahallann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×