Erlent

Hallar á ógæfuhliðina hjá forseta Brasilíu

Vísir/AFP
Ennn kvarnast úr stuðningnum við Dilmu Rousseff Brasilíuforseta sem reynir nú að komast hjá lögsókn. Annar flokkur í samsteypustjórn Rousseff hefur nú sagt sig úr stjórninni en í síðasta mánuði fór stærsti samstarfslokkurinn frá borði.

Málið snýst um að Rousseff hafi fegrað hagtölur brasilíska ríkisins fyrir síðustu kosningar þar sem hún náði endurkjöri. Hún þvertekur fyrir að hafa gert nokkuð slík en þung undiralda hefur myndast gegn forsetanum, sem um tíma var afar vinsæl.

Hún sakar pólitíska andstæðinga sína af hægrivængnum um að vinna skipulega gegn sér. Kosið verður um málið í neðri deild þingsins á sunnudag og þarf tvo þriðju hluta þingmanna til að samþykkja, þannig að málið fari áfram upp í efri deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×