H&M í túnfætinum stjórnarmaðurinn skrifar 13. apríl 2016 08:00 Enn berast af því tíðindi í íslenskum fjölmiðlum að sænski tískurisinn H&M hyggist opna verslanir hér á landi. Nú í DV þar sem segir að H&M ætli sér að opna tvær verslanir hér á næstu þremur árum, eina í Smáralind og aðra til á Hafnartorgi sem áætlað er að verði risið árið 2018. Í fréttinni sagði að fasteignafélagið Reginn hefði á undanförum dögum átt í viðræðum við H&M og nú væri svo komið að leigusamningar væru tilbúnir til undirritunar. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort satt reynist, en H&M veitir almennt ekki sérleyfi og því hlýtur að standa til að verslanirnar verði opnaðar á eigin reikning. Slíkt er ekki algengt hér á landi, en langflest alþjóðleg vörumerki sem hingað rata, gera það í samstarfi við heimafólk, oftast með sérleyfissamningum þar sem alþjóðlega fyrirtækið þiggur greiðslur sem nema hlutfalli af veltu. Heimafólkið sér svo um reksturinn. Í raun er ekki einfalt að sjá hvað ætti að fá alþjóðlegt stórfyrirtæki til að líta hingað til lands eftir vexti. Við vitum öll að Ísland er í raun örmarkaður á alþjóðlega vísu og því ekki eftir miklu að slægjast í alþjóðlegu samhengi. Hvað þá fyrir keðju á borð við H&M sem árið 2015 velti ríflega 22 milljörðum Bandaríkjadala og skilaði réttum fjórum milljörðum dala í EBIDTA hagnað. Það eru ríflega 500 milljarðar íslenskra króna! Vandséð er að tvær verslanir á Íslandi komi til með að bæta verulega við þessar afkomutölur. Við það bætist svo að töluverður höfuðverkur getur verið að fylgjast með starfseminni í fjarlægu landi. Í þeim efnum skiptir ekki öllu máli hvort verslanirnar eru tvær eða tvö hundruð. Þessu til viðbótar benda kannanir til þess að H&M sé nú þegar með allt að 30 prósenta hlutdeild á íslenskum fatamarkaði og það án þess að starfrækja hér verslun. Íslendingar eru nú þegar traustir viðskiptavinir H&M, þótt þeir geti einungis nálgast varninginn á ferðum sínum. Spurningin er því hvort H&M h telji raunhæft að hækka þetta hlutfall, og réttlætanlegt að taka á sig þann kostnað og þá fyrirhöfn sem fylgir því að setja upp verslanir. Augljóslega samkvæmt fréttinni, og ef svo er mun stjórnarmaðurinn láta af öllum bölsýnisspám enda byggir fólk ekki upp 22 milljarða dala fyrirtæki án þess að vita hvað það er að gera! Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Enn berast af því tíðindi í íslenskum fjölmiðlum að sænski tískurisinn H&M hyggist opna verslanir hér á landi. Nú í DV þar sem segir að H&M ætli sér að opna tvær verslanir hér á næstu þremur árum, eina í Smáralind og aðra til á Hafnartorgi sem áætlað er að verði risið árið 2018. Í fréttinni sagði að fasteignafélagið Reginn hefði á undanförum dögum átt í viðræðum við H&M og nú væri svo komið að leigusamningar væru tilbúnir til undirritunar. Áhugavert verður að fylgjast með því hvort satt reynist, en H&M veitir almennt ekki sérleyfi og því hlýtur að standa til að verslanirnar verði opnaðar á eigin reikning. Slíkt er ekki algengt hér á landi, en langflest alþjóðleg vörumerki sem hingað rata, gera það í samstarfi við heimafólk, oftast með sérleyfissamningum þar sem alþjóðlega fyrirtækið þiggur greiðslur sem nema hlutfalli af veltu. Heimafólkið sér svo um reksturinn. Í raun er ekki einfalt að sjá hvað ætti að fá alþjóðlegt stórfyrirtæki til að líta hingað til lands eftir vexti. Við vitum öll að Ísland er í raun örmarkaður á alþjóðlega vísu og því ekki eftir miklu að slægjast í alþjóðlegu samhengi. Hvað þá fyrir keðju á borð við H&M sem árið 2015 velti ríflega 22 milljörðum Bandaríkjadala og skilaði réttum fjórum milljörðum dala í EBIDTA hagnað. Það eru ríflega 500 milljarðar íslenskra króna! Vandséð er að tvær verslanir á Íslandi komi til með að bæta verulega við þessar afkomutölur. Við það bætist svo að töluverður höfuðverkur getur verið að fylgjast með starfseminni í fjarlægu landi. Í þeim efnum skiptir ekki öllu máli hvort verslanirnar eru tvær eða tvö hundruð. Þessu til viðbótar benda kannanir til þess að H&M sé nú þegar með allt að 30 prósenta hlutdeild á íslenskum fatamarkaði og það án þess að starfrækja hér verslun. Íslendingar eru nú þegar traustir viðskiptavinir H&M, þótt þeir geti einungis nálgast varninginn á ferðum sínum. Spurningin er því hvort H&M h telji raunhæft að hækka þetta hlutfall, og réttlætanlegt að taka á sig þann kostnað og þá fyrirhöfn sem fylgir því að setja upp verslanir. Augljóslega samkvæmt fréttinni, og ef svo er mun stjórnarmaðurinn láta af öllum bölsýnisspám enda byggir fólk ekki upp 22 milljarða dala fyrirtæki án þess að vita hvað það er að gera!
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira