Erlent

Lík fannst í höfuðstöðvum Apple

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Höfuðstöðvar Apple í N-Kaliforníu.
Höfuðstöðvar Apple í N-Kaliforníu. Vísir/Getty
Karlmaður fannst látinn í fundarherbergi í höfuðstöðvum tæknirisans Apple í Norður-Kaliforníu í dag. Var hann starfsmaður fyrirtækisins.

Lögreglan var kölluð að höfuðstöðvunum í morgun að bandarískum tíma. Fannst maðurinn látinn í fundarherbergi með byssu sér við hlið en engan annan sakaði.

Í gær tilkynnti Apple samdrátt á tekjum sínum á öðrum fjórðungi reikningsárs fyrirtækisins. Er þessi samdráttur rakinn til minni sölu á iPhone-símum. Er þetta í fyrsta sinn frá árinu 2003 sem salan hjá Apple dregst saman.


Tengdar fréttir

Hvað er að gerast hjá Apple?

Tekjur drógust saman milli ára hjá Apple í fyrsta sinn í þrettán ár á síðasta ársfjórðungi. Hvað þýðir þetta fyrir fyrirtækið? Hvað er framundan?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×