Tilraun til valdaráns í Tyrklandi Birgir Örn Steinarsson, Jóhann Óli Eiðsson og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 15. júlí 2016 20:45 Einn notandi Twitter birti þessa mynd af skriðdrekum í Istanbúl. Twitter Herinn tók yfir höfuðstöðvar AKP-flokksins, helstu samgönguæðum yfir Bospórussundið, Ataturk-flugvellinum auk þess að herþotur sveimuðu yfir Istanbúl. Að lokum tapaði herinn fyrir ríkjandi stjórnvöldum landsins. Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins, var staddur í fríi á Marmaris. Hann ávarpaði þjóð sína í gegnum Facetime þar sem hann hvatti fólk til að fara út á götur og mótmæla þessum ólögmætu aðgerðum hersins. Fólk svaraði kalli Erdogan. Götur Istanbúl fylltust af fólki sem hrópa slagorð til stuðnings forsetanum. Margmennið virðist hafa lagt herinn að velli. Erdogan ávarpaði þjóð sína eftir að hann lenti á Atatürk-flugvellinum. Þar sagði hann aðgerðirnar ólögmætar og að valdaránið hefði misheppnast. Hann hvatti hermenn til að leggja niður vopn sín. Að auki lofaði hann því að þeir sem eru ábyrgir myndu gjalda fyrir landráðin. Skotbardagar brutust út milli hermanna og lögreglu í borginni. Fregnir herma að 190 hafi látist í átökunum. Þar af 104 uppreisnarmenn. 11.16 Hátt í 200 Íslendingar í sólarlandaferð í Tyrklandi179 Íslendingar eru á vegum ferðaskrifstofunnar Nazar í strandbænum Antalya sem er við suðausturströnd Tyrklands. Bærinn er um 700 kílómetrum frá Istanbúl og tæpum 500 kílómetrum frá AnkaraSjá hér: 179 Íslendingar eru í sólarlandaferð í Tyrklandi10.38 Kalla eftir dauðarefsinguFjölmargir hafa sett inn tíst á Twitter undir myllumerkinu #Idamistiyorum eða #égvildauðarefsinguna. Kallað hefur verið eftir því að dauðarefsingunni verði beitt á uppreisnarmennina. Dauðarefsingin hefur ekki verið lögleg í Tyrklandi síðan árið 2002.#Idamistiyorum Tweets 10.30 Forsætisráðherra Tyrklands ávarpaði þjóðina Yildrim forsætisráðherra sagði valdaránstilraunina svartan blett á lýðræðissögu Tyrklands. Hann fagnaði þó borgurum landsins sem þustu út á göturnar til stuðnings sitjandi forseta. Sjá hér: Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við 09.38 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði?Recep Tayyip Erdogan hefur verið leiðandi í tyrkneskum stjórnmálum undanfarinn áratug. Hann varð forsætisráðherra á árunum 2003 til 2014 en þá tók hann við embætti forseta. Þá var hann fyrsti lýðræðislega kjörni forsetinn í sögu Tyrklands. Vísir útskýrir tilraun til valdaráns í Tyrklandi í stuttu máli. Sjá hér: Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði?09.37 Yfir fimmtán hundruð handteknir og nærri tvö hundruð látnir190 eru látnir eftir tilraun til valdaráns í Tyrklandi. Þar af teljast 104 til hóps uppreisnarmanna. Tyrkneski herinn í gerði í gærkvöldi tilraun til þess að ræna völdum í landinu. Tilraunin heppnaðist ekki og hefur Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins, fordæmt aðgerðirnar. Samtals hafa um 1563 starfsmenn hersins víðsvegar um Tyrkland verið handteknir. Samkvæmt CNN eru margir þeirra ungir óbreyttir hermenn. 02.50 Minnst 42 látnir í AnkaraFrá saksóknara í Ankara hafa fengist þær upplýsingar að minnst 42 hafi látist þar þegar hermenn skutu á almenna borgara og þegar sprengjum var varpað á þinghús landsins. Klukkan í Tyrklandi er sem stendur að ganga sex um morgun og því farið að hægja á eftir atburði næturinnar.02.03 Þyrlur og þotur verði skotnar niður#BREAKING: Turkey PM orders military to shoot down aircraft hijacked by coup plotters— AFP news agency (@AFP) July 16, 2016 01.17 Erdogan ávarpar þjóðina frá IstanbúlForsetinn er lentur og undirbýr að ávarpa landsmenn. Ljóst er að byltingin hefur mistekist. Klukkan er að ganga fimm í Tyrklandi. „Kæru vinir. Því miður gerðist þessa innan raða okkar eigin hers og þetta hefur sýnt að minnihluti hersins hefur reynt að sundra þjóð okkar,“ sagði Recep Tayyip Erdogan þegar hann ávarpaði fjölmiðla á Ataturk-flugvelli. Hann var þá nýlentur úr fríi á Marmaris. „Þetta eru landráð og þeir sem standa fyrir þeim munu gjalda fyrir þessar aðgerðir. Hér er ríkisstjórn sem hefur verið kosin af fólkinu. Það er forseti sem hefur verið kjörinn af fólkinu. Recep Tayyip Erdogan er forseti landsins.“ Forsetinn sagði einnig að þeir hermenn, sem tóku þátt í valdaráninu, yrðu að leggja niður vopn sín tafarlaust. Þeir ættu ekki að beina vopnum sínum að bræðrum, systrum, feðrum eða frændum landsins. Þeir ættu að gefast upp. Valdaránið hefði misfarist. „Þessar aðgerðir verða jákvæðar að lokum. Þær munu hjálpa okkur að hreinsa herinn af þessari pest sem hefur reynt að taka yfir landið. Getið þið ímyndað ykkur? Hér fyrir ofan sveima herþotur sem eiga að vernda okkur frá óvinum okkar. Í stað þess beina þær vopnum sínum að okkur og koma í veg fyrir að farþegaflugvélar geti lent á flugvellinum. Þær hóta forseta landsins.“ Forsetinn sagði að hann myndi aldrei leyfa landinu að falla í hendur valdaræningjanna. Erdogan segir að hermennirnir séu að taka við skipunum frá Pennsylvaníu þar sem pólitískur andstæðingur hans, Gulen, er staðsettur.Erdogan: 'Uprising is an act of treason, they will pay a heavy price.'WATCH LIVE: pic.twitter.com/utTOLlPK3g— Breaking911 (@Breaking911) July 16, 2016 01.05 Forsetanum fagnað þegar hann lenti í IstanbúlBREAKING: Large crowds greet President Recep Tayyip Erdogan as he emerges from a vehicle at Istanbul's Ataturk Airport.— The Associated Press (@AP) July 16, 2016 URGENT: Turkey's President Has Emerged At Istanbul's Airport.WATCH LIVE: https://t.co/lhHUhoAnnf pic.twitter.com/LBMHHSZimc— Breaking911 (@Breaking911) July 16, 2016 00.56 Hermenn taka yfir CNN TurkHér fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá einkarekna fjölmiðlinum CNN Turk. Hermenn réðust inn í beina útsendingu og fjarlægðu fréttamenn úr setti. Hægt er að heyra nákvæmlega hvenær það gerðist með því að spóla til baka í útsendingunni. 00.45 Tólf særðir í þinghúsinuSamkvæmt heimildum tyrknesku fréttaveitunnar Andalou eru tólf særðir eftir sprenginguna í þinghúsinu í Ankara, þar af tveir lífshættulega. Heimildir herma að þingmenn hafi verið staðsettir í húsinu, og aðrir leitað skjóls þar, þegar árásirnar hófust. Þá er morgunljóst að mannfall hefur orðið í bæði Ankara og Istanbúl út af átökunum sem brutust út. Á Facebook má sjá myndbönd sem sýna lík liggja á götum Istanbúl. Ekki er enn unnt að segja frá því hve margir hafa látist.00.39 Þyrlur skjóta á almenna borgara í IstanbúlRecep Tayyip Erdogan er lentur í Istanbúl. Valdhafar landsins segja að valdaránið sé yfirstaðið og að herinn hafi verið lagður. Flugmenn herþyrlna í Istanbúl eru á öðru máli og hafa skotið á almenna borgara. VARAÐ ER VIÐ MYNDEFNINU HÉR FYRIR NEÐAN.Warga merekam bgmn helikopter militer #Turkish menghujani masy. dgn tembakan di Istanbul pic.twitter.com/fIMHjlxTge— P A M U N G K A S (@Agung3Pamungkas) July 16, 2016 Atv canlı yayında sivillere ateş açıldı bu nedir ya pic.twitter.com/m7oa6Ogjr6— Aşk hiç biter mi? (@ask1907com) July 15, 2016 00.10 Útlit fyrir að valdaránið sé farið út um þúfurRíkisfjölmiðillinn TRT hefur aftur hafið útsendingar en útsendingar hafa legið niðri eftir að yfirlýsing hersins var lesin upp fyrir um þremur klukkustundum. Starfsmenn stöðvarinnar hafa lýst því hvernig þeir voru gíslar uppreisnarmanna. Allt bendir til þess að byltingin hafi farið út um þúfur. Heimildir herma að Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins, sé á leið til Istanbúl. Hægt er að fylgjast með einkaþotu hans á Flight Radar lenda á Ataturk-vellinum í Istanbúl.23.47 Sprengingar í þinghúsinu?Leyniþjónusta landsins segir við AP-fréttaveituna að valdaránstilrauninni hafi verið hrundið. Í beinni útsendingu Al-Jazeera er talað um að sprengingar hafi heyrst í þinghúsinu í Ankara. Að auki er sagt frá þremur sprengingum í Istanbúl. Enn hafa ekki borist tölur um mannfall eða hvort það hafi átt sér stað.23.44 Svona er staðan í Istanbúl akkúrat núna23.33 Bein útsending Al-JazeeraHér fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá fréttastofu Al-Jazeera.23.21 Fjölmiðlar í Tyrklandi segja minnst sautján látnaSamkvæmt ríkisfjölmiðlinum Andalou eru herþotur á sveimi yfir borginni til að reyna að ná þyrlum byltingarmanna niður. Heimildir herma að minnst ein þyrla hafi verið skotin niður yfir Ankara. Sagt er frá í beinni textalýsingu BBC. Sami fjölmiðill segir frá því að sautján lögreglumenn hafi fallir í skotárás frá þyrlum uppreisnarmanna. Sú árás átti sér stað í Ankara.We're gonna win this. We're ready to die if necessary. #istanbul#coup#TurkeyAttack#Turkishpic.twitter.com/2n4oD6Lv3D — Sinan Ata (@sinanata) July 15, 2016 22.59 Ráðamenn tala frjálslega um valdarániðÍ umræðum á Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni er bent á að fjölmargir ráðamenn í Tyrklandi, og fyrrum ráðamenn, hafa tjáð sig um valdaránið og sagt sína skoðun á því. Þeir hafa verið mjög málglaðir og yfirlýsingaglaðir. Slíkt bendi til þess að herinn hafi ekki náð yfirhöndinni á öllum þeim stöðum sem máli skipta. Einhverjir hafa lýst valdaráninu sem 20. aldar valdaráni í 21. aldar heimi.22.41 Fólk fylkir liði út á götuSamkvæmt The Guardian hafa skriðdrekar hafið skothríð við tyrkneska þinghúsið. Íbúar Istanbúl virðast hafa tekið mark á Recep Tayyip Erdogan og fylkjast nú út á götu til að mótmæla aðgerðum hersins. Margir hrópa til stuðnings forsetanum meðan aðrir hafa stíað hermenn af til að reyna að gera þá valdlausa. Police now arresting the Army. #Turkey has gone crazy - @AboShla5Libralypic.twitter.com/hucBFou1Vf— Gissur Simonarson CN (@GissiSim) July 15, 2016 22.33 Lögreglan skýtur að hermönnumSkotbardagar hafa brotist út í Istanbúl á milli hersins og lögreglumanna sem styðja Erdogan. Óljóst er hvort nægilega stór hluti hersins styður þá sem fara fyrir valdaráninu.CNN Captures Live Video Of Shooting In Istanbul https://t.co/K9bRFUrY9Lpic.twitter.com/aO9IQLexSB via @Breaking911 — Liveuamap (@Liveuamap) July 15, 2016 22.30 Íbúar streyma frá beint frá borginniÍbúar Istanbúl, Ankara og annara borga í Tyrklandi hafa flykkst út á götu þrátt fyrir að mið nótt sé. Valdaránstilraunin hófst klukkan 00.30 að staðartíma. Margir eru að senda beint úr snjallsímum í gegnum Facebook. Hægt er að skoða myndbönd þaðan með því að smella á hlekkinn hér til vinstri. 22:18 Þyrlur ráðast á lögreglustöð í IstanbúlFréttir berast nú af því að þyrlur séu að ráðast á lögreglustöð í Istanbúl. Skothvellir heyrast víða. Fjöldi fólks er úti á götu í Ankarra og Istanbúl og margir veifa tyrkneska fánanum.21:57 Fólk er byrjað að leita út á götuFjöldi fólks er byrjað að halda út á götu til þess að sýna stuðnings sinn við forseta landsins. Hundruðir bíla eru nú á götum úti og margir þenja flautur sínar í mótmælaskyni.21:48 Forsetinn tjáir sig um málið í gegnum farsímaForsetinn tjáði sig nú rétt í þessu í viðtali við Al-jazeera. Hann sagði að ekkert hefði komið fyrir sig og að hann ætlaði sér að vera á meðal þegna sinna. Athygli vakti að forsetinn tjáði sig í gegnum myndspjall á síma og er því hvergi nálægt útsendingarstöðvum. Stuttu síðar birtist hann í viðtali við blaðamenn. Erdogan hvetur fólk til þess að leita út á götu til þess að sýna samstöðu gegn þeim hermönnum sem taka þátt í valdaráninu. Hann sagði Tyrkland eiga stóran og mikinn her og sagði að landinu yrði ekki stjórnað frá Pennsylvaníu. Þar með skaut hann greinilega á Fethullah Gulen. Gulen hefur verið kallaður næstvaldamesti maður landsins en hann er í pólitískri útlegð í Pennsylvaníu. Hann sagðist ætla að fara út á meðal fólksins til þess að taka þátt í mótmælunum.Turkish President Recep Tayyip Erdogan FaceTimes with TV station, says uprising will be unsuccessful https://t.co/MOl43YZhRP— MSNBC (@MSNBC) July 15, 2016 21.20 Ekkert heyrst frá forsetanumÞetta er ekki fyrsta tilraunin til valdaráns í sögu Tyrklands. Slíkt tókst árið 1960, 1971 og 1980. Tilraun til valdaráns var gerð árið 1997. Sú síðasta fór út um þúfur. Athygli vekur í þessari tilraun að enn hefur ekkert heyrst í Recep Tayyip Erdocan, forseta landsins, og vekur það upp spurningar hvort hann sé í höndum hersins. Forsætisráðherra landsins hefur tjáð sig við fjölmiðla en frá því að tilraunin hófst, fyrir rúmri klukkustund, hefur ekkert heyrst frá Erdogan.21.11 Skilmálar hersins lesnir upp í beinni útsendinguTalsmaður uppreisnarmanna mætti í beina útsendingu í ríkissjónvarpið tyrkneska og las upp skilmála uppreisnarmanna. Í yfirlýsingunni segir að frelsi íbúa verði tryggt og skiptir þá engu af hvaða trú eða kynþætti þeir eru. Landinu verði stjórnað af svokölluðu friðarráði. Herinn hefur náð völdum á Ataturk-flugvellinum og báðum brúnum yfir Bospórusund. Það er mjög mikilvægt en það þýðir að andstæðingar hersins munu ekki komast yfir sundið til að spyrna gegn byltingunni. Flug er ekki mögulegt enda flugvöllurinn og lokaður og herþotur yfir borginni. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að herinn ráði nú ríkjum í landinu og herlög og útgöngubann sé í gildi. Fólk þurfi hins vegar ekki að óttast. Uppfært kl. 21:02 Fregnir af skothvellum í Ankarra og Istanbúl. Talað um að það sé aðeins hluti hersins sem sé að reyna valdaránið.Uppfært kl.21:06Fólk er sagt óttaslegið og raðir eru komnar við hraðbanka borganna af ótta við að þeim verði brátt lokað. Myndbönd eru byrjuð að birtast á samfélagsmiðlum. Einn Twitter notandi birti myndband þar sem tyrkneskur hermaður segir manni út á götu að það sé verið að fremja valdarán og hann eigi að halda til síns heima.Það má sjá hér fyrir neðan.Komutanin soyledikleri...darbe kesin.#darbe #kopru pic.twitter.com/ZBeh6hZmut— Brahmaçarya (@parya12342) July 15, 2016 Upphafleg frétt Binali Yildirim forsætisráðherra hefur fordæmt „ólöglega aðgerð“ hersins sem hefur lokað brúm í í Istanbul. Herflugvélar fljúga nú lágt yfir höfuðborginni Ankarra. Yildirim segir aðgerðir hersins séu ekki komnar frá ríkisstjórninni en vill ekki kalla þær valdarán þar sem hann segir ríkisstjórnina enn vera við völd í landinu. Öll bílaumferð hefur verið stöðvuð við Bosphorus og Fatih Sultan brýrnar í Istanbúl. Fréttir eru af skriðdrekum rétt fyrir utan flugvöllinn í Istanbul. „Við erum að vinna gegn þessari tilraun sem er ólögleg og þeir sem standa fyrir þessu verður refsað harðlega,“ sagði hann nýverið í sjónvarpsviðtali.Bein útsendingSky News er með beina útsendingu frá staðnum. Hana má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Herinn tók yfir höfuðstöðvar AKP-flokksins, helstu samgönguæðum yfir Bospórussundið, Ataturk-flugvellinum auk þess að herþotur sveimuðu yfir Istanbúl. Að lokum tapaði herinn fyrir ríkjandi stjórnvöldum landsins. Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins, var staddur í fríi á Marmaris. Hann ávarpaði þjóð sína í gegnum Facetime þar sem hann hvatti fólk til að fara út á götur og mótmæla þessum ólögmætu aðgerðum hersins. Fólk svaraði kalli Erdogan. Götur Istanbúl fylltust af fólki sem hrópa slagorð til stuðnings forsetanum. Margmennið virðist hafa lagt herinn að velli. Erdogan ávarpaði þjóð sína eftir að hann lenti á Atatürk-flugvellinum. Þar sagði hann aðgerðirnar ólögmætar og að valdaránið hefði misheppnast. Hann hvatti hermenn til að leggja niður vopn sín. Að auki lofaði hann því að þeir sem eru ábyrgir myndu gjalda fyrir landráðin. Skotbardagar brutust út milli hermanna og lögreglu í borginni. Fregnir herma að 190 hafi látist í átökunum. Þar af 104 uppreisnarmenn. 11.16 Hátt í 200 Íslendingar í sólarlandaferð í Tyrklandi179 Íslendingar eru á vegum ferðaskrifstofunnar Nazar í strandbænum Antalya sem er við suðausturströnd Tyrklands. Bærinn er um 700 kílómetrum frá Istanbúl og tæpum 500 kílómetrum frá AnkaraSjá hér: 179 Íslendingar eru í sólarlandaferð í Tyrklandi10.38 Kalla eftir dauðarefsinguFjölmargir hafa sett inn tíst á Twitter undir myllumerkinu #Idamistiyorum eða #égvildauðarefsinguna. Kallað hefur verið eftir því að dauðarefsingunni verði beitt á uppreisnarmennina. Dauðarefsingin hefur ekki verið lögleg í Tyrklandi síðan árið 2002.#Idamistiyorum Tweets 10.30 Forsætisráðherra Tyrklands ávarpaði þjóðina Yildrim forsætisráðherra sagði valdaránstilraunina svartan blett á lýðræðissögu Tyrklands. Hann fagnaði þó borgurum landsins sem þustu út á göturnar til stuðnings sitjandi forseta. Sjá hér: Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við 09.38 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði?Recep Tayyip Erdogan hefur verið leiðandi í tyrkneskum stjórnmálum undanfarinn áratug. Hann varð forsætisráðherra á árunum 2003 til 2014 en þá tók hann við embætti forseta. Þá var hann fyrsti lýðræðislega kjörni forsetinn í sögu Tyrklands. Vísir útskýrir tilraun til valdaráns í Tyrklandi í stuttu máli. Sjá hér: Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði?09.37 Yfir fimmtán hundruð handteknir og nærri tvö hundruð látnir190 eru látnir eftir tilraun til valdaráns í Tyrklandi. Þar af teljast 104 til hóps uppreisnarmanna. Tyrkneski herinn í gerði í gærkvöldi tilraun til þess að ræna völdum í landinu. Tilraunin heppnaðist ekki og hefur Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins, fordæmt aðgerðirnar. Samtals hafa um 1563 starfsmenn hersins víðsvegar um Tyrkland verið handteknir. Samkvæmt CNN eru margir þeirra ungir óbreyttir hermenn. 02.50 Minnst 42 látnir í AnkaraFrá saksóknara í Ankara hafa fengist þær upplýsingar að minnst 42 hafi látist þar þegar hermenn skutu á almenna borgara og þegar sprengjum var varpað á þinghús landsins. Klukkan í Tyrklandi er sem stendur að ganga sex um morgun og því farið að hægja á eftir atburði næturinnar.02.03 Þyrlur og þotur verði skotnar niður#BREAKING: Turkey PM orders military to shoot down aircraft hijacked by coup plotters— AFP news agency (@AFP) July 16, 2016 01.17 Erdogan ávarpar þjóðina frá IstanbúlForsetinn er lentur og undirbýr að ávarpa landsmenn. Ljóst er að byltingin hefur mistekist. Klukkan er að ganga fimm í Tyrklandi. „Kæru vinir. Því miður gerðist þessa innan raða okkar eigin hers og þetta hefur sýnt að minnihluti hersins hefur reynt að sundra þjóð okkar,“ sagði Recep Tayyip Erdogan þegar hann ávarpaði fjölmiðla á Ataturk-flugvelli. Hann var þá nýlentur úr fríi á Marmaris. „Þetta eru landráð og þeir sem standa fyrir þeim munu gjalda fyrir þessar aðgerðir. Hér er ríkisstjórn sem hefur verið kosin af fólkinu. Það er forseti sem hefur verið kjörinn af fólkinu. Recep Tayyip Erdogan er forseti landsins.“ Forsetinn sagði einnig að þeir hermenn, sem tóku þátt í valdaráninu, yrðu að leggja niður vopn sín tafarlaust. Þeir ættu ekki að beina vopnum sínum að bræðrum, systrum, feðrum eða frændum landsins. Þeir ættu að gefast upp. Valdaránið hefði misfarist. „Þessar aðgerðir verða jákvæðar að lokum. Þær munu hjálpa okkur að hreinsa herinn af þessari pest sem hefur reynt að taka yfir landið. Getið þið ímyndað ykkur? Hér fyrir ofan sveima herþotur sem eiga að vernda okkur frá óvinum okkar. Í stað þess beina þær vopnum sínum að okkur og koma í veg fyrir að farþegaflugvélar geti lent á flugvellinum. Þær hóta forseta landsins.“ Forsetinn sagði að hann myndi aldrei leyfa landinu að falla í hendur valdaræningjanna. Erdogan segir að hermennirnir séu að taka við skipunum frá Pennsylvaníu þar sem pólitískur andstæðingur hans, Gulen, er staðsettur.Erdogan: 'Uprising is an act of treason, they will pay a heavy price.'WATCH LIVE: pic.twitter.com/utTOLlPK3g— Breaking911 (@Breaking911) July 16, 2016 01.05 Forsetanum fagnað þegar hann lenti í IstanbúlBREAKING: Large crowds greet President Recep Tayyip Erdogan as he emerges from a vehicle at Istanbul's Ataturk Airport.— The Associated Press (@AP) July 16, 2016 URGENT: Turkey's President Has Emerged At Istanbul's Airport.WATCH LIVE: https://t.co/lhHUhoAnnf pic.twitter.com/LBMHHSZimc— Breaking911 (@Breaking911) July 16, 2016 00.56 Hermenn taka yfir CNN TurkHér fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá einkarekna fjölmiðlinum CNN Turk. Hermenn réðust inn í beina útsendingu og fjarlægðu fréttamenn úr setti. Hægt er að heyra nákvæmlega hvenær það gerðist með því að spóla til baka í útsendingunni. 00.45 Tólf særðir í þinghúsinuSamkvæmt heimildum tyrknesku fréttaveitunnar Andalou eru tólf særðir eftir sprenginguna í þinghúsinu í Ankara, þar af tveir lífshættulega. Heimildir herma að þingmenn hafi verið staðsettir í húsinu, og aðrir leitað skjóls þar, þegar árásirnar hófust. Þá er morgunljóst að mannfall hefur orðið í bæði Ankara og Istanbúl út af átökunum sem brutust út. Á Facebook má sjá myndbönd sem sýna lík liggja á götum Istanbúl. Ekki er enn unnt að segja frá því hve margir hafa látist.00.39 Þyrlur skjóta á almenna borgara í IstanbúlRecep Tayyip Erdogan er lentur í Istanbúl. Valdhafar landsins segja að valdaránið sé yfirstaðið og að herinn hafi verið lagður. Flugmenn herþyrlna í Istanbúl eru á öðru máli og hafa skotið á almenna borgara. VARAÐ ER VIÐ MYNDEFNINU HÉR FYRIR NEÐAN.Warga merekam bgmn helikopter militer #Turkish menghujani masy. dgn tembakan di Istanbul pic.twitter.com/fIMHjlxTge— P A M U N G K A S (@Agung3Pamungkas) July 16, 2016 Atv canlı yayında sivillere ateş açıldı bu nedir ya pic.twitter.com/m7oa6Ogjr6— Aşk hiç biter mi? (@ask1907com) July 15, 2016 00.10 Útlit fyrir að valdaránið sé farið út um þúfurRíkisfjölmiðillinn TRT hefur aftur hafið útsendingar en útsendingar hafa legið niðri eftir að yfirlýsing hersins var lesin upp fyrir um þremur klukkustundum. Starfsmenn stöðvarinnar hafa lýst því hvernig þeir voru gíslar uppreisnarmanna. Allt bendir til þess að byltingin hafi farið út um þúfur. Heimildir herma að Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins, sé á leið til Istanbúl. Hægt er að fylgjast með einkaþotu hans á Flight Radar lenda á Ataturk-vellinum í Istanbúl.23.47 Sprengingar í þinghúsinu?Leyniþjónusta landsins segir við AP-fréttaveituna að valdaránstilrauninni hafi verið hrundið. Í beinni útsendingu Al-Jazeera er talað um að sprengingar hafi heyrst í þinghúsinu í Ankara. Að auki er sagt frá þremur sprengingum í Istanbúl. Enn hafa ekki borist tölur um mannfall eða hvort það hafi átt sér stað.23.44 Svona er staðan í Istanbúl akkúrat núna23.33 Bein útsending Al-JazeeraHér fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá fréttastofu Al-Jazeera.23.21 Fjölmiðlar í Tyrklandi segja minnst sautján látnaSamkvæmt ríkisfjölmiðlinum Andalou eru herþotur á sveimi yfir borginni til að reyna að ná þyrlum byltingarmanna niður. Heimildir herma að minnst ein þyrla hafi verið skotin niður yfir Ankara. Sagt er frá í beinni textalýsingu BBC. Sami fjölmiðill segir frá því að sautján lögreglumenn hafi fallir í skotárás frá þyrlum uppreisnarmanna. Sú árás átti sér stað í Ankara.We're gonna win this. We're ready to die if necessary. #istanbul#coup#TurkeyAttack#Turkishpic.twitter.com/2n4oD6Lv3D — Sinan Ata (@sinanata) July 15, 2016 22.59 Ráðamenn tala frjálslega um valdarániðÍ umræðum á Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni er bent á að fjölmargir ráðamenn í Tyrklandi, og fyrrum ráðamenn, hafa tjáð sig um valdaránið og sagt sína skoðun á því. Þeir hafa verið mjög málglaðir og yfirlýsingaglaðir. Slíkt bendi til þess að herinn hafi ekki náð yfirhöndinni á öllum þeim stöðum sem máli skipta. Einhverjir hafa lýst valdaráninu sem 20. aldar valdaráni í 21. aldar heimi.22.41 Fólk fylkir liði út á götuSamkvæmt The Guardian hafa skriðdrekar hafið skothríð við tyrkneska þinghúsið. Íbúar Istanbúl virðast hafa tekið mark á Recep Tayyip Erdogan og fylkjast nú út á götu til að mótmæla aðgerðum hersins. Margir hrópa til stuðnings forsetanum meðan aðrir hafa stíað hermenn af til að reyna að gera þá valdlausa. Police now arresting the Army. #Turkey has gone crazy - @AboShla5Libralypic.twitter.com/hucBFou1Vf— Gissur Simonarson CN (@GissiSim) July 15, 2016 22.33 Lögreglan skýtur að hermönnumSkotbardagar hafa brotist út í Istanbúl á milli hersins og lögreglumanna sem styðja Erdogan. Óljóst er hvort nægilega stór hluti hersins styður þá sem fara fyrir valdaráninu.CNN Captures Live Video Of Shooting In Istanbul https://t.co/K9bRFUrY9Lpic.twitter.com/aO9IQLexSB via @Breaking911 — Liveuamap (@Liveuamap) July 15, 2016 22.30 Íbúar streyma frá beint frá borginniÍbúar Istanbúl, Ankara og annara borga í Tyrklandi hafa flykkst út á götu þrátt fyrir að mið nótt sé. Valdaránstilraunin hófst klukkan 00.30 að staðartíma. Margir eru að senda beint úr snjallsímum í gegnum Facebook. Hægt er að skoða myndbönd þaðan með því að smella á hlekkinn hér til vinstri. 22:18 Þyrlur ráðast á lögreglustöð í IstanbúlFréttir berast nú af því að þyrlur séu að ráðast á lögreglustöð í Istanbúl. Skothvellir heyrast víða. Fjöldi fólks er úti á götu í Ankarra og Istanbúl og margir veifa tyrkneska fánanum.21:57 Fólk er byrjað að leita út á götuFjöldi fólks er byrjað að halda út á götu til þess að sýna stuðnings sinn við forseta landsins. Hundruðir bíla eru nú á götum úti og margir þenja flautur sínar í mótmælaskyni.21:48 Forsetinn tjáir sig um málið í gegnum farsímaForsetinn tjáði sig nú rétt í þessu í viðtali við Al-jazeera. Hann sagði að ekkert hefði komið fyrir sig og að hann ætlaði sér að vera á meðal þegna sinna. Athygli vakti að forsetinn tjáði sig í gegnum myndspjall á síma og er því hvergi nálægt útsendingarstöðvum. Stuttu síðar birtist hann í viðtali við blaðamenn. Erdogan hvetur fólk til þess að leita út á götu til þess að sýna samstöðu gegn þeim hermönnum sem taka þátt í valdaráninu. Hann sagði Tyrkland eiga stóran og mikinn her og sagði að landinu yrði ekki stjórnað frá Pennsylvaníu. Þar með skaut hann greinilega á Fethullah Gulen. Gulen hefur verið kallaður næstvaldamesti maður landsins en hann er í pólitískri útlegð í Pennsylvaníu. Hann sagðist ætla að fara út á meðal fólksins til þess að taka þátt í mótmælunum.Turkish President Recep Tayyip Erdogan FaceTimes with TV station, says uprising will be unsuccessful https://t.co/MOl43YZhRP— MSNBC (@MSNBC) July 15, 2016 21.20 Ekkert heyrst frá forsetanumÞetta er ekki fyrsta tilraunin til valdaráns í sögu Tyrklands. Slíkt tókst árið 1960, 1971 og 1980. Tilraun til valdaráns var gerð árið 1997. Sú síðasta fór út um þúfur. Athygli vekur í þessari tilraun að enn hefur ekkert heyrst í Recep Tayyip Erdocan, forseta landsins, og vekur það upp spurningar hvort hann sé í höndum hersins. Forsætisráðherra landsins hefur tjáð sig við fjölmiðla en frá því að tilraunin hófst, fyrir rúmri klukkustund, hefur ekkert heyrst frá Erdogan.21.11 Skilmálar hersins lesnir upp í beinni útsendinguTalsmaður uppreisnarmanna mætti í beina útsendingu í ríkissjónvarpið tyrkneska og las upp skilmála uppreisnarmanna. Í yfirlýsingunni segir að frelsi íbúa verði tryggt og skiptir þá engu af hvaða trú eða kynþætti þeir eru. Landinu verði stjórnað af svokölluðu friðarráði. Herinn hefur náð völdum á Ataturk-flugvellinum og báðum brúnum yfir Bospórusund. Það er mjög mikilvægt en það þýðir að andstæðingar hersins munu ekki komast yfir sundið til að spyrna gegn byltingunni. Flug er ekki mögulegt enda flugvöllurinn og lokaður og herþotur yfir borginni. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að herinn ráði nú ríkjum í landinu og herlög og útgöngubann sé í gildi. Fólk þurfi hins vegar ekki að óttast. Uppfært kl. 21:02 Fregnir af skothvellum í Ankarra og Istanbúl. Talað um að það sé aðeins hluti hersins sem sé að reyna valdaránið.Uppfært kl.21:06Fólk er sagt óttaslegið og raðir eru komnar við hraðbanka borganna af ótta við að þeim verði brátt lokað. Myndbönd eru byrjuð að birtast á samfélagsmiðlum. Einn Twitter notandi birti myndband þar sem tyrkneskur hermaður segir manni út á götu að það sé verið að fremja valdarán og hann eigi að halda til síns heima.Það má sjá hér fyrir neðan.Komutanin soyledikleri...darbe kesin.#darbe #kopru pic.twitter.com/ZBeh6hZmut— Brahmaçarya (@parya12342) July 15, 2016 Upphafleg frétt Binali Yildirim forsætisráðherra hefur fordæmt „ólöglega aðgerð“ hersins sem hefur lokað brúm í í Istanbul. Herflugvélar fljúga nú lágt yfir höfuðborginni Ankarra. Yildirim segir aðgerðir hersins séu ekki komnar frá ríkisstjórninni en vill ekki kalla þær valdarán þar sem hann segir ríkisstjórnina enn vera við völd í landinu. Öll bílaumferð hefur verið stöðvuð við Bosphorus og Fatih Sultan brýrnar í Istanbúl. Fréttir eru af skriðdrekum rétt fyrir utan flugvöllinn í Istanbul. „Við erum að vinna gegn þessari tilraun sem er ólögleg og þeir sem standa fyrir þessu verður refsað harðlega,“ sagði hann nýverið í sjónvarpsviðtali.Bein útsendingSky News er með beina útsendingu frá staðnum. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira