Það er engu líkara en vallarstarfsmenn á Levi's vellinum viti ekki við hvaða lið Denver Broncos spili í Super Bowl eftir rúma viku.
Þeir gerðu nefnilega þau mistök að mála merki Broncos í bæði endamörk vallarins. Mistökin föttuðust eðlilega fljótt og var strax farið í að afmá Broncos-merkið úr öðru endamarkinu.
Vissulega saklaus mistök en það þýðir ekki að við megum ekki hafa gaman af þeim. Fyrir þá sem ekki vita þá mun Denver spila við Carolina Panthers í úrslitaleik NFL-deildarinnar.
Leikurinn fer fram þann 7. febrúar næstkomandi og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Máluðu merki Broncos í bæði endamörkin
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“
Íslenski boltinn



Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum
Íslenski boltinn

Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn

„Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta”
Íslenski boltinn


Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur
Íslenski boltinn


Fram einum sigri frá úrslitum
Handbolti