Erlent

Gítarleikari og einn söngvara Jefferson Airplane látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Paul Katner á sviði með Jefferson Starship árið 2009.
Paul Katner á sviði með Jefferson Starship árið 2009. Vísir/2009
Paul Kanter, gítarleikari, einn söngvari og einn stofnenda bandarísku rokksveitarinnar The Jefferson Airplane, er látinn, 74 ára að aldri.

Tónlistarmaðurinn fékk hjartaáfall fyrr í vikunni og lést í borginni San Francisco í gær.

Á síðari árum spilaði hann með sveitinni Jefferson Starship, en hana skipuðu margir af upprunalegum liðsmönnum Jefferson Airplane.

Jefferson Airplane var stofnuð árið 1962 og spiluðu þeir saman fram til ársins 1972. Árið 1969 komu þeir meðal annars fram á hinni goðsagnakenndu Woodstock-hátíð. Liðsmenn sveitarinnar komu aftur saman árið 1989 og 1996.

Á meðal vinsælla laga sveitarinnar má nefna Somebody to Love og White Rabbit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×