COP21 París: Eru raforkuflutningskerfin í takt við tímann? Magnús Rannver Rafnsson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Umræðum ráðstefnunnar um hnattræna hlýnun lauk í París í byrjun desember 2015 með góðum fyrirheitum. Bill nokkur Gates blandaði sér í umræðuna snemma og benti á að nýsköpun og tækniþróun væri rétta leiðin að hagkvæmari lausnum. Undanfarin ár hafa verið þróaðar fjölmargar nýjar leiðir til að framleiða hreina endurnýjanlega orku, svo margar reyndar að það verður að teljast ólíklegt að orkuskortur muni hrjá jarðarbúa í framtíðinni. Og valmöguleikunum mun bara fjölga. Þetta má þakka stórum fjárfestingum í nýsköpun og tækniþróun undanfarin ár, einmitt í anda þess sem Bill Gates þekkir svo vel. Eitt er þó það í þessu samhengi sem enn er lítið rætt en kraumar undir eins og bullandi kvika; raforkuflutningskerfið. Það þarf jú að flytja alla nýju fínu orkuna á milli staða. Og þar erum við með vandamál, óleyst vandamál. Vandamálið var síðast dregið inn undir kastljósið af Björk Guðmundsdóttur tónlistarkonu og Andra Snæ Magnasyni rithöfundi, bæði hafa þau verið óhrædd við að ræða vandamálið. Ekki er vanþörf á því, það virðist enginn nothæfur umræðuvettvangur vera til staðar fyrir þetta vandamál. Almenningur er því miður ekki nógu vel upplýstur um það sem er að gerast á þessu mikilvæga sviði né hvernig að málum er staðið. Ef til vill ættum við að vita aðeins meira um þessi mál nú þegar til stendur að verja um 100 milljörðum af okkar fé í uppbyggingu raforkuflutningskerfis fyrir framtíðina. Hvernig nákvæmlega verður þessum fjármunum varið? Hvernig verður þeim útdeilt? Þetta snýst jú ekki bara um 100 milljarða fjárfestingu, þetta snýst um stórt umhverfismál sem nú þegar er mjög umdeilt. Þetta snýst auk þess um kerfi sem mun standa fyrir augum okkar í 70 ár. Í nýlegri tillögu að matsáætlun fyrir Sprengisandslínu birtist okkur hvernig Landsnet hefur staðið að undirbúningi og hvernig fyrirtækið hyggst standa að málum á hálendinu, þ.e. með hefðbundnum hætti ef að líkum lætur. Til að mynda er enn gert ráð fyrir stálgrindarmöstrum. Mótmæli ættu því ekki að koma á óvart. Tugir þúsunda Íslendinga hafa nú skrifað undir áskorun í nafni „Hjarta landsins“ um að fallið verði frá byggingu háspennumannvirkja á hálendinu. Norðanmenn hafa látið í ljós mikla óánægju með fyrirhugaða Blöndulínu. Miklar deilur hafi spunnist um áformaða byggingu Suðvesturlína út eftir Reykjanesinu. Deilur, deilur, deilur. Fólk er augljóslega ekki sátt. Ágreiningur er regla í þessu samhengi, áfram er þó engu breytt og Landsnet fær vilja sínum framgengt í réttarsal.Meginfókus á óbreyttar lausnirÞegar almennt er viðurkennt að fjárfesting í nýsköpun og tækniþróun er góð leið til þess að leysa krefjandi áskoranir, fjárfestir Landsnet í lögfræðingum til að leggja „andstæðinga“ að velli. Þegar hugsjónafólk horfir til framtíðar í leit að betri lausnum, horfir Landsnet til fortíðar með meginfókus á óbreyttar lausnir. Á sama tíma útilokar fyrirtækið að nýta sér markvisst íslenskt hugvit á þessu sviði og hefur gert í mörg ár, á sama tíma uppfyllir fyrirtækið ekki lögbundna skyldu sína um að leita ávallt hagkvæmustu leiða til að uppfylla þarfirnar hverju sinni. Það er eingöngu í skjóli fákeppni og einokunar sem slíkt er mögulegt. Er ekki í lagi að spyrja af hverju þetta er látið viðgangast? Ferðamenn sem heimamenn munu nú brátt fá að upplifa þessa íslensku verkfræði háspennumannvirkja. Og þeir munu ekki þurfa að bíða þeirrar upplifunar lengi, því hún mun hefjast strax við bæjardyrnar við Leifsstöð – jafnvel strax í aðfluginu á góðum degi – og áfram meðfram allri Reykjanesbrautinni til Reykjavíkur, líka á Hellisheiði í ryðgulum búningi og enn þegar ekið er inn á hálendið. Norðurleiðin verður svipuð ásýndar ef að líkum lætur. Allt þetta næstu 70 árin að minnsta kosti. Er þetta bara eðlileg og óumflýjanleg afleiðing af því að færa umheiminum hreina orku, eðlilegur þáttur í því að bjarga mannkyninu frá drukknun? Eða er þetta afleiðing af hugmynda- og aðferðafræði sem á ekki heima á tuttugustu og fyrstu öldinni? Forstjóri Landsnets hefur talað um opinberlega að flutningskerfið þurfi að vera í takt við samtímann. Er það sanngjörn birtingarmynd af samtímanum að gera enn ráð fyrir því árið 2016 að umdeilt raforkuflutningskerfi verði byggt upp samkvæmt hugmyndafræði frá síðustu öld? Virkar vissulega á sinn hátt – fornbílar gera það líka sé þeim viðhaldið – en er ekki í takt við samtímann, hvað þá framtíðina. Ef til vill er ástæða til að velta þeirri spurningu fram, hvort ríkisfyrirtækið Landsnet sé í takt við samtímann og samfélagið í heild. Þetta er jú okkar fyrirtæki og þetta eru okkar fjármunir sem fyrirtækið sýslar með. Mitt mat: Eins og umhverfisvæna orkan sem raforkuflutningskerfinu er ætlað að flytja, á raforkuflutningskerfið sjálft að vera umhverfisvænt. Eins og hagkvæma orkan sem raforkuflutningskerfið færir okkur, á raforkuflutningskerfið sjálft að vera hagkvæmt í framleiðslu, rekstri og viðhaldi. Eins og nýsköpun og tækniþróun hafa verið notuð markvisst til þess að finna fjölmargar nýjar leiðir til framleiðslu hreinnar orku, eigum við að nota nýsköpun og tækniþróun til þess að þróa nýjar og betri lausnir fyrir raforkuflutningskerfið. Þannig erum við í takt við tímann. Er hægt að nota eitthvað af nýju 100 milljarða kökunni til þess að vera í takt við tímann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Umræðum ráðstefnunnar um hnattræna hlýnun lauk í París í byrjun desember 2015 með góðum fyrirheitum. Bill nokkur Gates blandaði sér í umræðuna snemma og benti á að nýsköpun og tækniþróun væri rétta leiðin að hagkvæmari lausnum. Undanfarin ár hafa verið þróaðar fjölmargar nýjar leiðir til að framleiða hreina endurnýjanlega orku, svo margar reyndar að það verður að teljast ólíklegt að orkuskortur muni hrjá jarðarbúa í framtíðinni. Og valmöguleikunum mun bara fjölga. Þetta má þakka stórum fjárfestingum í nýsköpun og tækniþróun undanfarin ár, einmitt í anda þess sem Bill Gates þekkir svo vel. Eitt er þó það í þessu samhengi sem enn er lítið rætt en kraumar undir eins og bullandi kvika; raforkuflutningskerfið. Það þarf jú að flytja alla nýju fínu orkuna á milli staða. Og þar erum við með vandamál, óleyst vandamál. Vandamálið var síðast dregið inn undir kastljósið af Björk Guðmundsdóttur tónlistarkonu og Andra Snæ Magnasyni rithöfundi, bæði hafa þau verið óhrædd við að ræða vandamálið. Ekki er vanþörf á því, það virðist enginn nothæfur umræðuvettvangur vera til staðar fyrir þetta vandamál. Almenningur er því miður ekki nógu vel upplýstur um það sem er að gerast á þessu mikilvæga sviði né hvernig að málum er staðið. Ef til vill ættum við að vita aðeins meira um þessi mál nú þegar til stendur að verja um 100 milljörðum af okkar fé í uppbyggingu raforkuflutningskerfis fyrir framtíðina. Hvernig nákvæmlega verður þessum fjármunum varið? Hvernig verður þeim útdeilt? Þetta snýst jú ekki bara um 100 milljarða fjárfestingu, þetta snýst um stórt umhverfismál sem nú þegar er mjög umdeilt. Þetta snýst auk þess um kerfi sem mun standa fyrir augum okkar í 70 ár. Í nýlegri tillögu að matsáætlun fyrir Sprengisandslínu birtist okkur hvernig Landsnet hefur staðið að undirbúningi og hvernig fyrirtækið hyggst standa að málum á hálendinu, þ.e. með hefðbundnum hætti ef að líkum lætur. Til að mynda er enn gert ráð fyrir stálgrindarmöstrum. Mótmæli ættu því ekki að koma á óvart. Tugir þúsunda Íslendinga hafa nú skrifað undir áskorun í nafni „Hjarta landsins“ um að fallið verði frá byggingu háspennumannvirkja á hálendinu. Norðanmenn hafa látið í ljós mikla óánægju með fyrirhugaða Blöndulínu. Miklar deilur hafi spunnist um áformaða byggingu Suðvesturlína út eftir Reykjanesinu. Deilur, deilur, deilur. Fólk er augljóslega ekki sátt. Ágreiningur er regla í þessu samhengi, áfram er þó engu breytt og Landsnet fær vilja sínum framgengt í réttarsal.Meginfókus á óbreyttar lausnirÞegar almennt er viðurkennt að fjárfesting í nýsköpun og tækniþróun er góð leið til þess að leysa krefjandi áskoranir, fjárfestir Landsnet í lögfræðingum til að leggja „andstæðinga“ að velli. Þegar hugsjónafólk horfir til framtíðar í leit að betri lausnum, horfir Landsnet til fortíðar með meginfókus á óbreyttar lausnir. Á sama tíma útilokar fyrirtækið að nýta sér markvisst íslenskt hugvit á þessu sviði og hefur gert í mörg ár, á sama tíma uppfyllir fyrirtækið ekki lögbundna skyldu sína um að leita ávallt hagkvæmustu leiða til að uppfylla þarfirnar hverju sinni. Það er eingöngu í skjóli fákeppni og einokunar sem slíkt er mögulegt. Er ekki í lagi að spyrja af hverju þetta er látið viðgangast? Ferðamenn sem heimamenn munu nú brátt fá að upplifa þessa íslensku verkfræði háspennumannvirkja. Og þeir munu ekki þurfa að bíða þeirrar upplifunar lengi, því hún mun hefjast strax við bæjardyrnar við Leifsstöð – jafnvel strax í aðfluginu á góðum degi – og áfram meðfram allri Reykjanesbrautinni til Reykjavíkur, líka á Hellisheiði í ryðgulum búningi og enn þegar ekið er inn á hálendið. Norðurleiðin verður svipuð ásýndar ef að líkum lætur. Allt þetta næstu 70 árin að minnsta kosti. Er þetta bara eðlileg og óumflýjanleg afleiðing af því að færa umheiminum hreina orku, eðlilegur þáttur í því að bjarga mannkyninu frá drukknun? Eða er þetta afleiðing af hugmynda- og aðferðafræði sem á ekki heima á tuttugustu og fyrstu öldinni? Forstjóri Landsnets hefur talað um opinberlega að flutningskerfið þurfi að vera í takt við samtímann. Er það sanngjörn birtingarmynd af samtímanum að gera enn ráð fyrir því árið 2016 að umdeilt raforkuflutningskerfi verði byggt upp samkvæmt hugmyndafræði frá síðustu öld? Virkar vissulega á sinn hátt – fornbílar gera það líka sé þeim viðhaldið – en er ekki í takt við samtímann, hvað þá framtíðina. Ef til vill er ástæða til að velta þeirri spurningu fram, hvort ríkisfyrirtækið Landsnet sé í takt við samtímann og samfélagið í heild. Þetta er jú okkar fyrirtæki og þetta eru okkar fjármunir sem fyrirtækið sýslar með. Mitt mat: Eins og umhverfisvæna orkan sem raforkuflutningskerfinu er ætlað að flytja, á raforkuflutningskerfið sjálft að vera umhverfisvænt. Eins og hagkvæma orkan sem raforkuflutningskerfið færir okkur, á raforkuflutningskerfið sjálft að vera hagkvæmt í framleiðslu, rekstri og viðhaldi. Eins og nýsköpun og tækniþróun hafa verið notuð markvisst til þess að finna fjölmargar nýjar leiðir til framleiðslu hreinnar orku, eigum við að nota nýsköpun og tækniþróun til þess að þróa nýjar og betri lausnir fyrir raforkuflutningskerfið. Þannig erum við í takt við tímann. Er hægt að nota eitthvað af nýju 100 milljarða kökunni til þess að vera í takt við tímann?
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar