Erlent

Lög gegn skattsvikum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Talið er að innan ESB tapist á50 til 70 milljarðar evra á ári vegna skattsvika.
Talið er að innan ESB tapist á50 til 70 milljarðar evra á ári vegna skattsvika. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Evrópusambandið, ESB, undirbýr tillögu að nýrri skattalöggjöf. Markmiðið er að stöðva möguleika fyrirtækja á skattsvikum innan sambandsins. Skylda á meðal annars fyrirtæki til að gera grein fyrir hagnaði í hverju landi fyrir sig. Talið er að innan ESB tapist á hverju ári  50 til 70 milljarðar evra vegna skattsvika.

Aðildarríki ESB hófu skoðun á skattareglum sínum eftir að í ljós kom fyrir tveimur árum að stórfyrirtæki eins og IKEA og Pepsi höfðu gert leynilegt samkomulag við yfirvöld í Lúxemborg og tekist að koma skattprósentu sinni niður í eitt prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×