Þaggað niður í spillingarumræðu? Gunnar Helgi Kristinsson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Í gær birtist í Fréttablaðinu grein eftir Jón Ólafsson heimspeking þar sem hann gerir athugasemdir við rannsóknarniðurstöður mínar og fréttaflutning af þeim. Tilefnið er erindi sem ég flutti hjá Félagi stjórnmálafræðinga síðasta föstudag þar sem ég kynnti gögn sem benda til þess að almenningur ofmeti umfang spillingar á Íslandi. Jón virðist ekki hafa skilið kjarnann í því sem ég hélt fram og því er rétt að árétta það. Ég benti á að flókið væri að rannsaka spillingu en hæpið væri að draga ályktanir um útbreiðslu spillingar út frá upplifun almennings. Það er vel þekkt niðurstaða í alþjóðlegum rannsóknum að almenningur hefur tilhneigingu til að ofmeta umfang spillingar. Ég benti á tvenns konar gögn sem benda til að sú sé raunin hér á landi. Annars vegar er mikið misræmi á milli reynslu fólks af spillingu og skoðana á því hversu útbreidd hún sé. Fólk hefur almennt litla persónulega reynslu af spillingu á Íslandi en telur samt að hún sé útbreidd. Hins vegar er mikið misræmi á milli þess hvernig sérfræðingar meta útbreiðslu spillingar og almenningur. Sérfræðingar telja mun síður að hún sé útbreidd. Notkun sérfræðingakannana er sennilega algengasta aðferðin við að meta útbreiðslu á spillingu í rannsóknum og þó sú aðferð hafi sínar takmarkanir hefur hún líka vel þekkta kosti.Mikilvægt að gæta hófs Ég benti á að mikilvægt væri að fólk gætti hófs í umræðu um spillingu því umræðan sjálf getur haft áhrif á það hvernig fólk bregst við freistingum. Í nýrri rannsóknum á spillingu hefur tveimur ólíkum líkönum verið stillt upp af því hvaða aðstæður leiði til spillingar. Annars vegar er spilling talin geta verið umboðsvandamál þar sem kjörnir fulltrúar eða opinberir starfsmenn bregðast trausti umbjóðenda sinna. Þetta kallar á að við höldum vöku okkar í umræðu um spillingu. Hins vegar er spilling talin geta verið merki um vanda sameiginlegra aðgerða, sem kemur upp þegar hópar eiga erfitt með að vinna í sameiningu að hagsmunum sínum. Opinber starfsmaður sem telur spillingu af hinu illa gæti samkvæmt þessu freistast til að láta undan freistingum ef hann teldi að flestallir aðrir myndu gera það í svipuðum aðstæðum. Með því að standast freistingar væri hann að baka sér kostnað sem aðrir yrðu ekki fyrir. Vandi þess að vinna gegn spillingu samkvæmt síðara sjónarhorninu getur falist í því að fólk í opinberum stöðum láti frekar undan freistingum ef það telur að spilling sé útbreidd. Bæði sjónarhornin hafa nokkuð til síns máls en það er óneitanlega áhugavert að skoða upplýsingar um ofmat á spillingu á Íslandi í ljósi þess síðara. Í lok greinar Jóns kemur ádrepa á fjölmiðlafólk sem hann skammar fyrir að flytja fréttir af rannsóknum og þeim álitaefnum sem þær vekja. Það er erfitt að vera ósammála því að fjölmiðlar eigi að vera gagnrýnir í umfjöllun um viðfangsefni sín. Það er hins vegar erfiðara að samþykkja að niðurstöður rannsókna geti ekki verið fréttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Í gær birtist í Fréttablaðinu grein eftir Jón Ólafsson heimspeking þar sem hann gerir athugasemdir við rannsóknarniðurstöður mínar og fréttaflutning af þeim. Tilefnið er erindi sem ég flutti hjá Félagi stjórnmálafræðinga síðasta föstudag þar sem ég kynnti gögn sem benda til þess að almenningur ofmeti umfang spillingar á Íslandi. Jón virðist ekki hafa skilið kjarnann í því sem ég hélt fram og því er rétt að árétta það. Ég benti á að flókið væri að rannsaka spillingu en hæpið væri að draga ályktanir um útbreiðslu spillingar út frá upplifun almennings. Það er vel þekkt niðurstaða í alþjóðlegum rannsóknum að almenningur hefur tilhneigingu til að ofmeta umfang spillingar. Ég benti á tvenns konar gögn sem benda til að sú sé raunin hér á landi. Annars vegar er mikið misræmi á milli reynslu fólks af spillingu og skoðana á því hversu útbreidd hún sé. Fólk hefur almennt litla persónulega reynslu af spillingu á Íslandi en telur samt að hún sé útbreidd. Hins vegar er mikið misræmi á milli þess hvernig sérfræðingar meta útbreiðslu spillingar og almenningur. Sérfræðingar telja mun síður að hún sé útbreidd. Notkun sérfræðingakannana er sennilega algengasta aðferðin við að meta útbreiðslu á spillingu í rannsóknum og þó sú aðferð hafi sínar takmarkanir hefur hún líka vel þekkta kosti.Mikilvægt að gæta hófs Ég benti á að mikilvægt væri að fólk gætti hófs í umræðu um spillingu því umræðan sjálf getur haft áhrif á það hvernig fólk bregst við freistingum. Í nýrri rannsóknum á spillingu hefur tveimur ólíkum líkönum verið stillt upp af því hvaða aðstæður leiði til spillingar. Annars vegar er spilling talin geta verið umboðsvandamál þar sem kjörnir fulltrúar eða opinberir starfsmenn bregðast trausti umbjóðenda sinna. Þetta kallar á að við höldum vöku okkar í umræðu um spillingu. Hins vegar er spilling talin geta verið merki um vanda sameiginlegra aðgerða, sem kemur upp þegar hópar eiga erfitt með að vinna í sameiningu að hagsmunum sínum. Opinber starfsmaður sem telur spillingu af hinu illa gæti samkvæmt þessu freistast til að láta undan freistingum ef hann teldi að flestallir aðrir myndu gera það í svipuðum aðstæðum. Með því að standast freistingar væri hann að baka sér kostnað sem aðrir yrðu ekki fyrir. Vandi þess að vinna gegn spillingu samkvæmt síðara sjónarhorninu getur falist í því að fólk í opinberum stöðum láti frekar undan freistingum ef það telur að spilling sé útbreidd. Bæði sjónarhornin hafa nokkuð til síns máls en það er óneitanlega áhugavert að skoða upplýsingar um ofmat á spillingu á Íslandi í ljósi þess síðara. Í lok greinar Jóns kemur ádrepa á fjölmiðlafólk sem hann skammar fyrir að flytja fréttir af rannsóknum og þeim álitaefnum sem þær vekja. Það er erfitt að vera ósammála því að fjölmiðlar eigi að vera gagnrýnir í umfjöllun um viðfangsefni sín. Það er hins vegar erfiðara að samþykkja að niðurstöður rannsókna geti ekki verið fréttir.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar