Skelfilegt ástand í Aleppo: Tugir látist í loftárásum Sýrlandshers síðastliðinn sólarhring Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2016 23:45 Björgunarmenn bera lík úr rústum húss í Aleppo í dag. vísir/getty Bjarga verður áætlunum Bandaríkjamanna og Rússa um að binda enda á stríðið í Sýrlandi þar sem ekki séu aðrar leiðir færar. Þetta sagði Sergey Lavrov utanríkisráðherra í dag hjá Sameinuðu þjóðunum er hann ræddi stöðuna í Sýrlandi en Sýrlandsher hefur staðið fyrir linnulausum loftárásum á austurhluta borgarinnar Aleppo sem er á valdi uppreisnarhópa. Tugir hafa látist í loftárásunum í dag og eru margir efins um að friður sé í sjónmáli. Rússar styðja stjórnvöld í Sýrlandi en Bandaríkjamenn hafa stutt við uppreisnarhópa í landinu sem vilja koma Bassar al-Assad Sýrlandsforseta frá völdum. Lavrov kenndi í dag Bandaríkjamönnum um að hafa ekki haft stjórn á uppreisnarhópunum og því hafi vopnahléinu sem samið var um í liðinni viku lokið á mánudaginn. Lavrov sagði að lykilatriði í samningnum um vopnahlé hafi verið aðskilnaður hófsamari uppreisnarmanna, sem Bandaríkin styðja, frá öfgafyllri uppreisnarhópum. Bandaríkjunum hafi hins vegar ekki tekist að aðskilja hópana. „Það er ákaflega mikilvægt að ekkert trufli viðræður okkar við Bandaríkin,“ sagði Lavrov. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna hitti Lavrov í dag og sagði hann að þeim hefði miðað smá áfram í viðræðum um hvernig stöðva má styrjöldina í Sýrlandi. „Við erum að meta nokkrar hugmyndir á uppbyggilegan hátt,“ sagði Kerry. Í umfjöllun BBC um málið kemur þó fram að lítil von sé til þess að samningar náist um vopnahlé og að ofbeldið í Sýrlandi hafi nú í vikunni farið algjörlega úr böndunum en eins og flestir vita var ástandið hræðilegt fyrir. Á vef Guardian segir að að minnsta kosti 91 hafi látist í loftárásum Sýrlendinga og Rússa á Aleppo í dag. Í einni árásinni lést 15 manna fjölskylda sem leitað hafði skjóls í húsi fyrir Sýrlendinga sem hafa hrakist á flótta í eigin landi. „Lifum við á öld tækninnar og siðmenningarinnar?“ spurði einn íbúi í Aleppo. „Er þetta rússneskt lýðræði og rússnesk siðmenning? Að drepa konur, börn og aldraða?“ Tengdar fréttir Herja á Aleppo Stjórnarher Sýrlands tilkynnir nýja sókn gegn uppreisnarmönnum í borginni. 23. september 2016 10:23 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Bjarga verður áætlunum Bandaríkjamanna og Rússa um að binda enda á stríðið í Sýrlandi þar sem ekki séu aðrar leiðir færar. Þetta sagði Sergey Lavrov utanríkisráðherra í dag hjá Sameinuðu þjóðunum er hann ræddi stöðuna í Sýrlandi en Sýrlandsher hefur staðið fyrir linnulausum loftárásum á austurhluta borgarinnar Aleppo sem er á valdi uppreisnarhópa. Tugir hafa látist í loftárásunum í dag og eru margir efins um að friður sé í sjónmáli. Rússar styðja stjórnvöld í Sýrlandi en Bandaríkjamenn hafa stutt við uppreisnarhópa í landinu sem vilja koma Bassar al-Assad Sýrlandsforseta frá völdum. Lavrov kenndi í dag Bandaríkjamönnum um að hafa ekki haft stjórn á uppreisnarhópunum og því hafi vopnahléinu sem samið var um í liðinni viku lokið á mánudaginn. Lavrov sagði að lykilatriði í samningnum um vopnahlé hafi verið aðskilnaður hófsamari uppreisnarmanna, sem Bandaríkin styðja, frá öfgafyllri uppreisnarhópum. Bandaríkjunum hafi hins vegar ekki tekist að aðskilja hópana. „Það er ákaflega mikilvægt að ekkert trufli viðræður okkar við Bandaríkin,“ sagði Lavrov. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna hitti Lavrov í dag og sagði hann að þeim hefði miðað smá áfram í viðræðum um hvernig stöðva má styrjöldina í Sýrlandi. „Við erum að meta nokkrar hugmyndir á uppbyggilegan hátt,“ sagði Kerry. Í umfjöllun BBC um málið kemur þó fram að lítil von sé til þess að samningar náist um vopnahlé og að ofbeldið í Sýrlandi hafi nú í vikunni farið algjörlega úr böndunum en eins og flestir vita var ástandið hræðilegt fyrir. Á vef Guardian segir að að minnsta kosti 91 hafi látist í loftárásum Sýrlendinga og Rússa á Aleppo í dag. Í einni árásinni lést 15 manna fjölskylda sem leitað hafði skjóls í húsi fyrir Sýrlendinga sem hafa hrakist á flótta í eigin landi. „Lifum við á öld tækninnar og siðmenningarinnar?“ spurði einn íbúi í Aleppo. „Er þetta rússneskt lýðræði og rússnesk siðmenning? Að drepa konur, börn og aldraða?“
Tengdar fréttir Herja á Aleppo Stjórnarher Sýrlands tilkynnir nýja sókn gegn uppreisnarmönnum í borginni. 23. september 2016 10:23 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Herja á Aleppo Stjórnarher Sýrlands tilkynnir nýja sókn gegn uppreisnarmönnum í borginni. 23. september 2016 10:23