Reikna með áhorfsmeti þegar Hillary og Trump mætast í nótt Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2016 11:34 Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Vísir/AFP Ekki er útilokað að áhorfsmet verði slegið þegar kappræður Hillary Clinton og Donald Trump fari fram í nótt. Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Blikur eru á lofti varðandi hvað kappræðurnar milli þeirra Hillary og Trump verði margar fram að kosningunum þann 8. nóvember. Ekkert gerir frambjóðendum skylt að taka þátt í kappræðum og hefur Trump lýst því yfir að NFL-leikir og óásættanlegir stjórnendur kappræðna séu nægar ástæður til að hætta við þátttöku. Í nýlegri grein Washington Post kemur fram að milli fimm og tíu prósent kjósenda hafi enn ekki gert upp hug sinn. Margir þeir sem sýna kosningum minnstan áhuga byrja ekki að setja sig inn í málin fyrr en í öðrum eða jafnvel þriðju kappræðunum. SVT greinir frá því að stjórnmálaskýrendur hafi margir velt því fyrir hvað Trump hafi að græða á þátttöku í kappræðunum, en Trump þarf nauðsynlega á atkvæðum óákveðinna kjósenda að halda. Bandaríska blaðið heldur áfram og lýsir að það kunni að reynast afleikur hjá Trump að taka þátt í mörgum kappræðum þar sem þar kunni að birtast kjósendum að Trump skorti skýra stefnu í mörgum málum. Aðrir benda á að Hillary hafi mestu að tapa í kappræðum kvöldsins. Hún og hennar stuðningsmenn hafi dregið upp mynd af Trump sem skaphundi sem sé ekki treystandi til að stýra landinu. Komist hann áfallalaust í gegnum 90 mínútna kappræður kunna margir hins vegar að halda að hann sé ef til vill ekki svo vitlaus og margir vilja láta í veðri vaka. Áhorfsmetið þegar kemur að kappræðum bandarískra forsetaframbjóðenda eiga þeir Ronald Reagan og Jimmy Carter þegar þeir mættust í einu kappræðum sínum fyrir kosningarnar 1980. Þá fylgdust um 80,6 milljónir manna með. Búist er við að um 100 milljónir fylgist með í nótt. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt. Meðal annars verður hægt að fylgjast mðe kappræðunum á vef Time. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49 Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07 Fjórir bandarískir miðlar segja Trump vera lygara Fyrstu kappræðurnar milli Hillary Clinton og Donald Trump eru á mánudagskvöld og talið er að þær gætu ráðið úrslitum í forsetakosningunum. 26. september 2016 00:06 Zach Galifianakis grillaði Hillary Clinton Hillary Clinton var gestur leikarans Zachs Galifianakis í spjallþættinum Between Two Ferns sem frumsýndur var í dag á vefsíðunni Funny or Die. 22. september 2016 13:20 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Ekki er útilokað að áhorfsmet verði slegið þegar kappræður Hillary Clinton og Donald Trump fari fram í nótt. Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Blikur eru á lofti varðandi hvað kappræðurnar milli þeirra Hillary og Trump verði margar fram að kosningunum þann 8. nóvember. Ekkert gerir frambjóðendum skylt að taka þátt í kappræðum og hefur Trump lýst því yfir að NFL-leikir og óásættanlegir stjórnendur kappræðna séu nægar ástæður til að hætta við þátttöku. Í nýlegri grein Washington Post kemur fram að milli fimm og tíu prósent kjósenda hafi enn ekki gert upp hug sinn. Margir þeir sem sýna kosningum minnstan áhuga byrja ekki að setja sig inn í málin fyrr en í öðrum eða jafnvel þriðju kappræðunum. SVT greinir frá því að stjórnmálaskýrendur hafi margir velt því fyrir hvað Trump hafi að græða á þátttöku í kappræðunum, en Trump þarf nauðsynlega á atkvæðum óákveðinna kjósenda að halda. Bandaríska blaðið heldur áfram og lýsir að það kunni að reynast afleikur hjá Trump að taka þátt í mörgum kappræðum þar sem þar kunni að birtast kjósendum að Trump skorti skýra stefnu í mörgum málum. Aðrir benda á að Hillary hafi mestu að tapa í kappræðum kvöldsins. Hún og hennar stuðningsmenn hafi dregið upp mynd af Trump sem skaphundi sem sé ekki treystandi til að stýra landinu. Komist hann áfallalaust í gegnum 90 mínútna kappræður kunna margir hins vegar að halda að hann sé ef til vill ekki svo vitlaus og margir vilja láta í veðri vaka. Áhorfsmetið þegar kemur að kappræðum bandarískra forsetaframbjóðenda eiga þeir Ronald Reagan og Jimmy Carter þegar þeir mættust í einu kappræðum sínum fyrir kosningarnar 1980. Þá fylgdust um 80,6 milljónir manna með. Búist er við að um 100 milljónir fylgist með í nótt. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt. Meðal annars verður hægt að fylgjast mðe kappræðunum á vef Time.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49 Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07 Fjórir bandarískir miðlar segja Trump vera lygara Fyrstu kappræðurnar milli Hillary Clinton og Donald Trump eru á mánudagskvöld og talið er að þær gætu ráðið úrslitum í forsetakosningunum. 26. september 2016 00:06 Zach Galifianakis grillaði Hillary Clinton Hillary Clinton var gestur leikarans Zachs Galifianakis í spjallþættinum Between Two Ferns sem frumsýndur var í dag á vefsíðunni Funny or Die. 22. september 2016 13:20 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Ted Cruz lýsir yfir stuðningi við Donald Trump Ted Cruz, sem sóttist eftir útnefningu sem forsetaefni Repúblikana en laut í lægra haldi fyrir Donald Trump, tilkynnti á Facebook-síðu sinni i kvöld að hann styðji fyrrverandi keppinaut sinn í kapphlaupinu að Hvíta húsinu og ætli að kjósa Trump sem forseta fremur en Hillary Clinton. 23. september 2016 22:49
Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00
John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07
Fjórir bandarískir miðlar segja Trump vera lygara Fyrstu kappræðurnar milli Hillary Clinton og Donald Trump eru á mánudagskvöld og talið er að þær gætu ráðið úrslitum í forsetakosningunum. 26. september 2016 00:06
Zach Galifianakis grillaði Hillary Clinton Hillary Clinton var gestur leikarans Zachs Galifianakis í spjallþættinum Between Two Ferns sem frumsýndur var í dag á vefsíðunni Funny or Die. 22. september 2016 13:20