Erlent

Bavíani á flótta í Danmörku

Atli ísleifsson skrifar
Skyttur á vegum dýragarðsins leita nú dýrsins en lögregla varar almenning við að nálgast það.
Skyttur á vegum dýragarðsins leita nú dýrsins en lögregla varar almenning við að nálgast það. Mynd/danska lögreglan
Bavíani slapp í gær úr dýragarði á Vestur-Jótlandi og er hans nú leitað. Lögregla í Danmörku segir dýrið á stærð við meðalhund en það slapp úr Blåvand-dýragarðinum norðvestur af Esbjerg í gær.

Ole Aamann, talsmaður lögreglu, segir í samtali við DR að sést hafi til apans um kílómetra frá dýragarðinum.

Skyttur á vegum dýragarðsins leita nú dýrsins en lögregla varar almenning við að nálgast það. Slíkt geti reynst varasamt.

Upp komst um málið þegar almennur borgari sá apann og birti mynd af honum á Facebook. Fljótlega kom í ljós að hann hafi sloppið úr búri sínu í dýragarðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×