Erlent

Noregur: Tíu ára stúlka lést eftir leik í snjónum

Atli Ísleifsson skrifar
Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til höfuðborgarinnar Óslóar þar sem hún var úrskurðuð látin.
Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til höfuðborgarinnar Óslóar þar sem hún var úrskurðuð látin. Vísir/Getty
Lögregla í Nyrðri-Þrændalögum í Noregi hefur staðfest að tíu ára stúlka, sem slasaðist alvarlega eftir leik í snjónum í gærkvöld sé látin.

Slysið átti sér stað við gistiheimili í héraðinu Lierne en stúlkan sjálf var frá Namdalnum.

Í frétt NRK kemur fram að stúlkan hafi fests í snjóskafli. Nágranni kom að stúlkunni og gerði endurlífgunartilraunir ásamt heilbrigðisstarfsmanni í nágrenninu, en hún var síðar flutt með sjúkraflugi til höfuðborgarinnar Óslóar þar sem hún var úrskurðuð látin.

Bård Krogstad, talsmaður lögreglunnar í Nyrðri-Þrændalögum, segir að stúlkan hafi verið ein úti að leika með skóflu í snjónum þegar slysið varð. Hafi hún líklegast fest höfuðið í holu og grafist undir í snjó.

Lögreglu barst fyrst tilkynning um slysið klukkan 23:38 að staðartíma, en slysið varð líklegast um klukkan 22:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×