Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Stjórnvöld vinna nú að því að leggja aukið fé til hjálparstarfa í Aleppo. Rætt verður við utanríkisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur miklar áhyggjur af stöðu mála í borginni. Í kvöldfréttum verður einnig rætt við forsætisráðherra sem segir afar ólíklegt að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót. Þingmenn leggja nú allt kapp á að klára fjárlög fyrir jól.

Í fréttatímanum verður fjallað um stunguárás í Kópavogi þar sem kona slapp með minniháttar áverka. Árásarmaðurinn leikur lausum hala.

Utanríkisráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðu mála í borginni. Rannsóknarlögreglumaður hvetur fólk til að huga að kertunum í aðdraga jóla. Mæðgur sluppu naumlega þegar eldur kom upp í íbúð þeirra. Eldurinn kviknaði út frá kertaskreytingu.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×