Innlent

Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Veðuraðstæður á vettvangi eru erfiðar.
Veðuraðstæður á vettvangi eru erfiðar. Vísir/Daníel
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan 15 í dag vegna vélsleðaslyss við Skálpanes, suðaustur af Langjökli. Veðuraðstæður á vettvangi eru erfiðar, lítið skyggni og gengur á með hryðjum.

Í tilkynningu frá Gæslunni segir að lögregla hafi óskað eftir aðstoð þyrlunnar klukkan 14.47. Þyrlan TF-LÍF hafi farið í loftið klukkan 15.19 og heldur nú áleiðis að Skálpanesi.

Uppfært kl 16.20

Þyrlan lenti á Kjalvegi, skammt norðan við Gullfoss, klukkan rúmlega hálf fjögur. Þar voru fyrir sjúkrabíll og björgunarsveitir með manninn sem slasaðist. Þyrlan fór aftur í loftið klukkan fjögur og gert er ráð fyrir að hún lendi í Reykjavík um klukkan hálf fimm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×